Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
F
lest má flokka í gott eða illt og fer slík
flokkun stundum mest eftir flokk-
aranum sjálfum, sjónarmiðum hans,
þekkingu eða dyntum.
Í stjórnmálaflokkum, sem eins og
nafnið vísar til byggjast á sjálfs-
flokkun fólks eftir sjónarmiðum og lífsskoðunum, er
stundum talað um að maður sé „góður flokks-
maður“. Slík útnefning getur haft nokkrar merking-
ar. Sá sem þennan merkimiða hlýtur getur fylgt
flokknum sínum hvað sem á gengur. Hann getur
líka, rétt eins, verið kvikur í taumi, vegna þess að
hann fylgi meginsjónarmiðum flokksins fast eftir og
líði ekki vel þegar „forystan“ fer frjálslega með
flokksgildin í valdastreði tímans. Og „góður“ þykir
flokksmaður stundum vera af því að hann hefur
verið tryggur ákveðnum öflum innan flokksins síns
og aldrei „bilað“. Þau öfl eru gjarnan kölluð flokks-
eigendafélög, oftast þó af þeim sem miðað hefur
hægar í framaátt en þeir sjálfir vildu.
Slíkrar flokkunar gætir stundum í eftirmælum
um menn og konur. „Hann var grjóthart íhald alla
sína tíð.“ „Hún var eðalkrati í ættliði, enda úr
Hafnarfirði.“ „Hann var kommi af gamla skólanum,
hafði taugar til Stalíns til hins síðasta, enda var
réttlætiskennd Guðmundar einstök og sterk.“
Margur, sem utan við framantalda hópa stendur,
myndi ekki endilega telja slíka einkunnagjöf eftir-
sóknarverða. En það er ekkert rangt við hana held-
ur, hún meiðir engan og er jákvæð lýsing af hálfu
þess sem skrifar.
Flokksbönd eru ekki eins sterk og áður var og
innviðir flokka veikjast. Þar kemur margt til. Bar-
áttan þykir ekki lengur vera „upp á líf og dauða,“
eins og það er orðað. Áhrifavaldar á þróun þjóð-
félagsins eru fleiri en áður var og þar fram eftir
götunum. En fleira kemur til. Stjórnmálaflokkar
hafa sætt ákveðnu „einelti“ þótt það eigi ekkert
skylt við það sem það hugtak tekur til á skólalóð
eða vinnustað. Veiti fyrirtæki eða einstaklingur
fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokk fellur
umsvifalaust sönnunarbyrðin á viðkomandi að ekki
sé eitthvað annarlegt eða glæpsamlegt við þá gjörð.
Stjórnmálaflokkarnir hafa hrakist til að ríkisvæða
meginhluta af fjárhagsgrundvelli sínum. Það hlýtur
að vera sýnu hættulegra en hitt sem menn þóttust
vera að varast. Við þetta hefur bæst að þannig er
komið að sjálfskipaðir álitsgjafar og þeir sem telja
sig bærasta til að leiða umræðuna tali um þá sem
starfað hafi innan stjórnmálaflokka sem laskað fólk.
Óalandi og óferjandi utan vettvangs stjórnmála,
hvernig sem þeim hefur vegnað innan hans og um
leið að stjórnmálaleg reynsla megi og eigi einskis
að meta. Þetta er nánast séríslenskt fyrirbæri.
Vaxandi kröfur eru uppi í þjóðfélaginu um að um-
sækjendur um störf séu krafðir um að sakavottorð
fylgi annarri upplýsingagjöf þeirra. Slíkar kröfur
eru vissulega skiljanlegar þegar um viðkvæm störf
er að ræða, en eftir því sem þær verða algengari er
augljóst að einstaklingar sem sætt hafa dómi og
refsingu eiga von á þungri viðbótarrefsingu að af-
plánun lokinni, jafnvel ævilangt. Atvinnubanni.
Ekki verður stöðu stjórnmálamanna jafnað við slíkt,
fjarri því. En það vottar þó aðeins fyrir slíku. Svo-
kölluð rannsóknarskýrsla um Íbúðalánasjóð sem
birt var fyrir skömmu var með miklum ann-
mörkum, eins og fram hefur komið. Þar var að auki
fjallað á sérkennilega vilhallan hátt og stundum æði
barnalega um einstaklinga sem gegnt höfðu störf-
um sem lýðræðislega kjörnum fulltrúum er gert að
ráðstafa. Þótt sú umfjöllun hafi verið veikburða og
næstum öfgakennd á köflum, þá hefur slíkrar þró-
unar gætt í þessa átt á undanförnum árum.
Lítill vafi getur verið á að síbyljuáróður af slíku
tagi verður til þess að ungt fólk með heilbrigðan
metnað forðast að láta eyrnamerkja sig með flokks-
stimpli, þótt hugur þess standi til þátttöku í stjórn-
málastarfsemi um lengri eða skemmri tíma. Flokk-
arnir veikjast að sama skapi. Þrátt fyrir slíka
öfugþróun er lýðræðið enn talið besti grunnur
stjórnskipunar sem þekkist, þótt ekki sé það galla-
laust fremur en annað gott. Lýðræðið krefst þess
að fólk skipi sér í flokka, berjist fyrir hugsjónum
við samherja innan þeirra og sameiginlega gegn
merkisberum annarra sjónarmiða á hinum almenna
Kóngur í hverju
koti eða einn
í órafjarlægð
* Til eru félög og jafnvelstjórnmálaflokkar sem hafaþað á stefnuskrá sinni að fallið
verði frá hinni fornfálegu skipan
enda standi engin rök til hennar.
Síðustu áratugina hefur ekki verið
mikill vindur í seglum slíkra.
Reykjavíkurbréf 19.07.13