Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 13
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 íþróttum á Bislett-leikvanginum í Osló. Þar vann Gunnar Huseby gull í kúluvarpi og kringlukasti. Örn Clausen vann gull bæði í 110 m og 400 m grindahlaupi, Hörður Har- aldsson vann gull í 200 m hlaupi, Torfi Bryngeirsson vann bæði í langstökki og stangarstökki og Skúli Guðmundsson vann hástökkið. Íslendingar unnu bæði 4x100 m og 4x400 m boðhlaupin. Á sama tíma og þessi sögulegi sigur náðist í frjálsíþróttum vann Ísland Svíþjóð í landsleik í knatt- spyrnu á Melavellinum 4:3, þannig að stolt hinnar nýfrjálsu þjóðar var mikið þennan dag. Silfur á Ólympíuleikunum Vilhjálmur Einarsson er eini Ís- lendingurinn sem hefur náð silfri á Ólympíuleikunum í einstaklingsí- þrótt, en því náði hann í Melbourne í Ástralíu árið 1956, en Bjarni Frið- riksson og Vala Flosadóttir náðu bronsi seinna á öldinni. Eins og algengt var á þeim tíma var Vilhjálmur á fullu í annarri vinnu en sinnti frjálsíþróttunum í frítíma sínum. Um sumarið 1956 tekur hann sér frí til að keppa á móti í Svíþjóð enda hafði hann not- að bók sænska þjálfarans Gösta Holmers um þrístökk sér til stuðn- ings. Holmers hleypti honum samt ekki inn á æfingar með sænsku hetjum þrístökksins fyrir mótið þar sem hann vildi ekki koma upp um leyndarmál sænska landsliðsins. Vilhjálmur fékk samt í fyrsta skipt- ið á ævinni þrjár vikur sem hann gat notað eingöngu í það að æfa þrístökkið. Þegar kom að mótinu stökk hann strax í fyrsta stökki svo langt að hann setti nýtt Norð- urlandamet. Sænsku landsliðs- mönnunum brá svo við að Íslend- ingur sem enginn kunni deili á hefði slegið Norðurlandametið í fyrsta stökki að þeir hrukku í bak- gír og stukku allir langt undir getu á mótinu. Um haustið mætti Vilhjálmur á Ólympíuleikana í Melbourne og setti nýtt heimsmet í öðru stökki sínu. Það stóð reyndar aðeins í tvær klukkustundir því Bras- ilíumaðurinn de Silva sló heims- metið og tók gullið í síðasta stökki sínu. En silfrið var Vilhjálms og varð hann að þjóðhetju fyrir vikið. Kúluvarparar Meðal skærustu stjarna frjáls- íþróttanna á síðustu áratugum ný- liðinnar aldar voru kúluvarpararnir Hreinn Halldórsson og arftaki hans Pétur Guðmundsson. Lengst náði Hreinn á alþjóðlegum mótum þegar hann varð Evrópumeistari í kúlu- varpi í San Sebastian á Spáni árið 1977. En Hreinn komst einnig í úr- slit í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og endaði í 9. sæti á leikunum en á þeim leikum keppti einnig Óskar Jakobsson í kúluvarpi og endaði í 11. sæti. Sigrar Péturs Guðmundssonar voru margir og glæstir en lengst náði hann með bronsverðlaunum á EM innanhúss 1994. Eins og áður er getið var Örn Clausen einn sterkasti tugþraut- armaður í heiminum um nokkurra ára skeið en hætti aðeins 24 ára. Valbjörn Þorláksson var um ára- bil gríðarlega öflugur í tugþraut og náði meðal annars 12. sæti á Ól- ympíuleikunum í Tókýó 1964 og varð Norðurlandameistari árið eft- ir. Jón Arnar Magnússon vakti fyrst verulega athygli í unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins 1985 þar sem hann vann til verðlauna í öllum greinum nema einni. Hann átti síð- ar eftir að leggja tugþraut fyrir sig og verða Norðurlandameistari í þeirri grein og keppti tvisvar á Ól- ympíuleikunum. Hann náði silfri á heimsmeistaramóti og bronsi á Evrópumeistaramóti í sjöþraut. Stangarstökkið Íslendingar hafa verið farsælir í stangarstökki en áður er getið Torfa Bryngeirssonar sem ólst upp í Vestmannaeyjum þar sem einn af hápunktum þjóðhátíðar var stang- arstökk sem hann síðar gerði að að- algrein sinni og varð Norð- urlandameistari í en fékk reyndar óvænt gullið á EM í Brussel fyrir hliðargrein sína, langstökkið. Vala Flosadóttir varð sigursæl, hún varð Evrópumeistari í stang- arstökki innanhúss 1996, en það var í fyrsta skipti sem keppt var í stangarstökki kvenna á stórmóti, og hafnaði í þriðja sæti á Evr- ópumeistaramótinu árið 1998. Hún vann Evrópumeistaramót 22 ára og yngri 1999 og varð önnur á evr- ópska unglingameistaramótinu 1997. Hún er ein þriggja Íslendinga sem hafa komist á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í einstaklings- íþrótt en hún fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástr- alíu 2000. Þess má geta að Þórey Edda El- ísdóttir tvíbætti Íslands- og Norð- urlandamet Völu, þó að hún næði ekki á verðlaunapall, en hún varð í fimmta sæti á Ólympíuleikunum 2004 og 6. sæti á HM 2001. Framtíð frjálsíþróttanna Aníta Hinriksdóttir er eitt mesta efni sem Ísland hefur alið í frjáls- um íþróttum og allra augu eru á þessari hæfileikastelpu. Íslendingar hafa ekki átt hlaupara á heims- mælikvarða í flokki kvenna síðan Guðrún Arnardóttir komst í úrslit Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og endaði þar í 7. sæti í 400 m grindahlaupi. Aníta er fyrst Íslend- inga til að vinna heimsmeistaratitil og tryggði sér á fimmtudaginn sæti í úrslitum 800 metra hlaupsins á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri á Ítalíu af miklu öryggi. Hún á mikla möguleika á að vinna gull í úrslitakeppninni sem fer fram í dag laugardag, klukkan 15.15. Nokkrir Íslendingar hafa unnið heimsmeistaratitla í frjálsum íþrótt- um öldunga en þau mót eru ekki innan Alþjóðasambands frjálsra íþrótta (IAAF). Á Evrópumeistaramótinu í Zür- ich í Sviss á næsta ári mun Aníta Hinriksdóttir væntanlega keppa í fyrsta skipti á móti fullorðinna. Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hefur sett sér það markmið að senda góðan hóp íþróttamanna á EM í Zürich á næsta ári, enda lofar frammistaða ungu íþróttamannanna mjög góðu. Fara þær Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta þar fremstar í flokki, en margir efnilegir og ung- ir frjálsíþróttamenn eru í mikilli framför um þessar mundir. Augu Íslendinga verða á mótinu. Morgunblaðið/Ómar Vala Flosadóttir er sigursælasti íslenski frjálsíþróttamaðurinn á EM, HM og Ólympíuleikunum. Morgunblaðið/Sverrir Sigursælasta lið Íslendinga á alþjóðlegu stórmóti til dagsins í dag er án vafa það lið sem fór á EM í Brussel árið 1950. Flestir enduðu í einhverju af efstu sætunum í sinni grein og þar af tveir í fyrsta sæti og einn í öðru sæti. Fremst frá vinstri: Ásmundur Bjarnason, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Örn Clausen og Jóel Sigurðsson. Miðröð: Magnús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Pétur Einarsson, Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson. Aftast: Ingólfur Steinsson, Garðar S. Gíslason og Benedikt Jakobsson landsliðsþjálfari. * Árið 1951vann síðanÍsland sögulegan sigur í landskeppni við Norðmenn og Dani í frjálsum íþróttum. DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir á óskalistann ykkar. Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.