Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 54
BÆKUR LJÓSMYNDUN Sigfús Eymundsson – Myndasmiður bbbbb Höfundur texta: Inga Lára Baldvinsdóttir. Ritstjóri: Steinar Örn Atlason. Myndaritstjórar: Inga Lára og Ívar Brynjólfs- son. Ívar annaðist einnig myndvinnslu. Hönnun og umbrot: Bergdís Sigurðardóttir. Þjóðminjasafn Íslands, 2013. 196 bls. L oksins er komin út vegleg bók um Sig- fús Eymundsson (1837-1911), „frum- kvöðul í íslenskri ljósmyndun“ eins og undirtitillinn heldur réttilega fram. Og verkið veldur ekki vonbrigðum, þvert á móti, Sigfús Eymundsson – Myndasmiður er glæsilegt verk í stóru broti með úrvali áhrifa- ríkra ljósmynda; sannkallað stoðrit um fyrsta íslenska ljósmynd- arann sem eitthvað kvað að. Einn merk- asta ljósmyndara ís- lenskrar sögu – þann besta segja sumir og færa fyrir því sann- færandi rök þótt allt- af sé erfitt að bera saman fulltrúa ólíkra tímaskeiða á faglegan hátt. Þá verður smekkur að ráða en víst er að Sigfús var framúrskarandi og formvís ljós- myndari. Langt er síðan vel þekkt bók Þórs Magn- ússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, með myndum Sigfúsar Eymundssonar kom út. Var það í fyrsta sinn sem gefin var út hér á landi bók helguð sögulegum verkum eins ljósmyndara, en efnistökin voru frekar söguleg en fagur- fræðileg. Rýnt var í staði og byggingar sem Sig- fús hafði myndað aftur á 19. öld, út frá heim- ildagildinu frekar en listfengi ljósmyndarans, og ljósmyndir til dæmis skornar til svo þær þjón- uðu umbrotinu og umfjöllunarefninu. Því er ekki að skipta í nýju bókinni, enda aðrir tímar og útgáfa ljósmyndaefnis hefur tekið stór- stígum framförum. Eins og vera ber er lykil- verkum Sigfúsar pakkað hér inn á faglegan hátt, í stílhreinu verki, svo myndirnar sem valdar eru njóti sín sem best, vel prentaðar og óskornar eins og þær hafa varðveist á gler- plötum ljósmyndarans. Skyldueign fyrir ljósmyndara Eins og fram hefur komið í viðtölum við Ingu Láru Baldvinsdóttur, höfund textans og fag- stjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminja- safni, þá hafa þau Ívar Brynjólfsson samstarfs- maður hennar rýnt saman í verk Sigfúsar um langt árabil og um leið verið að undirbúa þetta merka verk. Grundvallaratriði vinnunnar var að skilja milli mynda Sigfúsar og Daníels Daníels- sonar, mágs hans, sem kom fyrst að rekstri ljós- myndastofu Sigfúsar árið 1883, og tók hann síð- ar alveg yfir. Enda Sigfús maður ekki einhamur; auk þess að vera fyrsti stofu- ljósmyndarinn í Reykjavík og helsti skrásetjari íslensks mannlífs, staða og landslags á 19. öld í ljósmyndum, þá rak hann bókaverslunina sem enn ber nafn hans, gaf út bækur, sinnti bók- bandi og seldi vesturförum miða úr landi, auk annarra verka. Sigfús nam bókbandsiðn og starfaði við fagið, fyrst á Vopnafirði en síðar í Kaupmannahöfn, Kristjaníu og loks í Bergen árið 1864. Þar lærði Sigfús að ljósmynda hjá Hans Ulseth og byrjaði að vinna við ljósmyndun. Vorið 1866 var hann kominn til Íslands og auglýsti til sölu myndir af kunnum Íslendingum, sem hann hafði safnað saman, og fór til Ísafjarðar í fyrstu myndatöku- ferðina. Næstu tvö sumur myndaði hann í Reykjavík, yfir björtustu sumarmánuðina, og var í Stykkishólmi 1868. Það var svo árið 1871 sem Sigfús hafði komið sér fyrir í Lækjargötu 2 og gerði sig gildandi sem ljósmyndari staðarins. Í fróðlegum, fagmannlegum og liprum texta rekur Inga Lára sögu Sigfúsar og styðst við fjölda heimilda, þar á meðal bréfaskipti þeirra Jóns Sigurðssonar. Þá brýtur hún sögu þessa merka frumkvöðuls upp með athyglisverðum innskotsköflum, eins og um söfnun Sigfúsar á íslenskum mannamyndum, ljósmyndun hans á þjóðhátíðinni 1874, þar sem hann var jafnframt framkvæmdastjóri, umfjöllun um skyggnusýn- ingar og aðgreiningu mynda Sigfúsar og Daní- els. Þá fjallar Inga Lára um útbreiðslu ljómynd- unar á Íslandi á 19. öld, um draum Sigfúsar um útgáfu á ljósmyndum af Íslandi og um ómetan- lega varðveislu plötusafns hans. Í bókarlok má lesa um hvað gefur að líta á hverri mynd. Stærsti hluti glerplötusafns ljósmyndastofu Sigfúsar er varðveittur í Ljósmyndasafni Ís- lands í Þjóðminjasafninu. Þorri myndanna er af fólki, teknar á stofunni, enda byggðist rekst- urinn á slíkum myndum. Fyrsti hluti bók- arinnar er helgaður mannamyndum sem víst er að Sigfús hefur sjálfur tekið, á Ísafirði, í Stykk- ishólmi, á Eyrarbakka og í Reykjavík. Þær eru settar saman nokkrar á síðu og gefa gott dæmi um nálgun Sigfúsar á þessu sviði, en megin- áherslan er hins vegar á landslags- og bæjar- myndir, enda lá snilli hans þar. Í safninu eru 264 slíkar myndir sem fullvíst er talið að séu teknar af Sigfúsi, og þar eru margar gersemar. Glögg- lega má sjá hvernig sýn hans hefur skýrst á fyrstu árunum, hann fer að byggja myndirnar á markvissari hátt horn í horn og stillir fólki upp í myndfletinum eins og færasti danshöfundur. Alltaf til að heildaráhrifin verði sem best. Ekki er annað hægt en dást að hafnarmyndum frá Reykjavík, sýn ljósmyndarans frá Skólavörð- unni niður eftir Skólavörðustíg og út á sundin, myndum af kaupskipi á Eyrarbakka, af Mar- ardal við Hengil, Hvammsvíkurmyndinni og manninum sem stendur einn í Aðalstræti snemma á áttunda áratug 19. aldar. Þetta er ís- lensk klassík – þjóðargersemar. Í þeim tilvikum þegar frumprent eru birt er myndaspjaldið sem þau eru límd á einnig sýnt, og er það vel. Stundum hefur verið skrifað á spjöldin, önnur bera þess merki að hafa verið handfjötluð; tíminn hefur liðið og sumar mynd- anna eru máðar, en heillandi. Aðrar eru skann- aðar eftir glerplötunum og er myndvinnsla og prentun alls úrvalsins fyrsta flokks. Val verk- anna er firnagott. Þá er full ástæða til að hrósa hönnun bókarinnar; myndirnar eru settar fram á tímalausan hátt en 19. öldin og sú 21. mætast á áhugaverðan hátt í leturvali og ekki síst fyrir- sagnaletrinu. Útgáfa bókarinnar helst í hendur við sýningu á verkum Sigfúsar Eymundssonar í Myndasafni Þjóðminjasafnsins. Þar gefur bæði að líta fá- dæma fallegar frummyndir ljósmyndarans, landslag, bæjar- og mannamyndir, sannkallaða þjóðardýrgripi, og fagmannlegar handstækk- anir Ívars Brynjólfssonar eftir plötum Sigfúsar. Enginn áhugamaður um ljósmyndun og Ísland 19. aldar má missa af þeim merkisviðburði sem sýningin er, og eins er bókin skyldueign fyrir alla ljósmyndara og áhugamenn um miðilinn. Þetta er hornsteinn íslenskrar ljósmyndunar. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hornsteinn íslenskrar ljósmyndunar Reykjavíkurhöfn, um 1875-80. Ein fádæma fallegra ljósmynda Sigfúsar Eymundssonar sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands. Ljósmyndasafn Íslands/Þjóðminjasafn Útsýni yfir Hvammsvík í Hvalfirði, fyrir 1884. Tilkomumikil landslagsmynd frumkvöðulsins. Óþekktur maður á ljósmyndastofu Sigfúsar Ey- mundssonar um 1880. Höfundur veltir fyrir sér hvort það kunni að hafa verið verk Sigurðar Guðmundssonar málara. * Alltaf til að heildar-áhrifin verði sembest … Þetta er íslensk klassík – þjóðargersemar. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.