Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2013
Poppstjarnan Björk Guðmundsdóttir tileinkaði uppklappslagið
sitt Declare Independence Trayvon Martin á tónleikum í Kan-
ada á þriðjudag. Hún fetar þar með í fótspor annarra stór-
stjarna sem hafa sýnt vanþóknun sína á sýknudómi George
Zimmerman en hann skaut Martin til bana. Bruce Springsteen,
Beyonce og hennar bóndi Jay Z, hafa einnig sýnt stuðning og
Stevie Wonder hefur sagt að hann muni aldrei spila aftur í Flór-
ída fyrr en lögum um sjálfsvörn verði breytt. Þá hafa fjölmargar
stórstjörnur klæðst hettupeysu til stuðnings málstað Martins
eins og P. Diddy og Lebron James.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björk notar lagið til að lýsa
stuðningi sínum við einhvern málstað. Hún flutti það í Rússlandi
og tileinkaði lagið til Pussy Riot og þá hefur hún tileinkað lagið
mannréttindabaráttu í Kína þegar hún spilaði þar í landi.
Declare Independence er upphaflega samið til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og Grænlendinga. Morgunblaðið/ÞÖK
BJÖRK OG STÓRSTJÖRNURNAR
Styðja mál-
stað Martin
Bruce Springsteen er í sama liði og Björk.
AFP
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðar-
maður mennta- og menningar-
málaráðherra, eignaðist köttinn
Þór fyrir átta árum. „Hann
fæddist hjá nágrönnum mínum á
hæðinni fyrir neðan og var eini
kettlingurinn sem gekk ekki út,“
segir Sirrý. „Hann er fóbískur,
ekki gefinn fyrir breytingar og
ég má varla svo mikið sem færa
til húsgögn því þá skelfist hann.
Það tekur hann langan tíma að
venjast húsgagninu á nýja staðn-
um. Ný hljóð einsog þegar ég
fékk mér nýjan og stærri sturtu-
haus ollu því að í nokkrar vikur
flúði hann undir rúm í hvert
skipti sem var skrúfað frá sturt-
unni á meðan hann var að venj-
ast því. Hann er víðáttufælinn
og sérlyndur um margt, verður
t.d. að fá vatnið og matinn sinn á
sama tíma, annars verður hann
ómögulegur. Hann er hræddur
við alla ókunnuga. Mín greining
á honum er sú að hann sé með
einhverja tegund af einhverfu.
Sjálfsbjargarviðleitni hans er lít-
il og hann getur ekki svo mikið
sem veitt flugu. Hann var svo
reffilegur kettlingur að ég var
að velja á milli þess að nefna
hann Herkúles eða Þór en sá
síðar að ég hefði átt að nefna
hann Woody Allen.“
EINHVERFI KÖTTURINN
Þrumu-
goðið Þór
Sirrý Hallgrímsdóttir með sérlundaða og víðáttufælna kettinum sínum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Bangsímon Kefer Sutherland
leikari
Friðrik Arngrímsson
formaður LÍÚ
Góð samskipti bæta lífið
vodafone.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Ódýrari sími með
nýjum farsímaleiðum
Vodafone
KLÁRAST HRINGIR ÞÚ FYRIR
0 KR. INNAN FJÖLSKYLDU
ÖRYGGISNET FJÖLSKYLDUNNAR
Foreldrar og börn innan 18 ára með sama lögheimili,
í allt að 500 mínútur. Gildir ekki um SMS.
KYNNTU ÞÉR FARSÍMALEIÐIR VODAFONE
Á VODAFONE.IS/FARSIMI