Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Myndlistarkonan Helen Molin opnar sýn- inguna Háfleygt í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 20. júlí kl. 14. Þar sýnir Helen myndir sem hún vann með blandaðri tækni, grafíkprenti og vatnslitum. Um sýninguna segir Helen m.a: „Verkin mín eru sögur eða sagnir án orða. Þau innihalda hvorki fortíð né framtíð heldur eru tímalaus í núinu, tímabilið að innan, að utan og á milli. Veröldin þar sem barnslegt ímyndunarafl og þroskuð reynsla fullorðinna mætast og flýgur hátt og hefur vængi. Þar sem hvorki tíminn né orðin eru og þú flýgur hærra og hærra.“ Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Sýningin stendur til 5. ágúst. SÝNING Í MJÓLKURBÚÐINNI HÁFLEYGT Helen Molin sýnir 300 mynda syrpu í Mjólk- urbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Skálholtskvartettinn flytur strengjakvartetta op. 76 nr. 4 og 5 eftir Joseph Haydn. Fjórðu viku Sumartónleika í Skálholtskirkju lýkur nú um helgina með tvennum tónleikum á laugardegi. Þeir fyrri hefjast kl. 15 en á þeim flytur Kór Breiðholtskirkju nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og mót- ettuna Jesu Meine Freunde eftir J.S. Bach. Verk Hróðmars heitir Rennur upp um nótt og er tónverk við ljóð Ísaks Harðarsonar og tvo sálma Biblíunnar. Verkið samdi Hróðmar fyrir kór, tvo einsöngvara, orgel, hörpu, selló og kirkjuklukkur. Kl. 20 er svo komið að Skálholtskvartett- inum, en hann mun flytja strengjakvartetta op. 76 nr. 4 og 5 eftir Joseph Haydn. TÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSKIRKJU NÝTT VERK FLUTT Áttundu stofutónleikar sumarsins á Gljúfrasteini verða haldnir í dag, sunnu- daginn 21. júlí, kl. 16 en á þeim leikur Duo Wein- berg, skipað Ögmundi Þór Jóhannessyni gítarleikara og Páli Palomares fiðlu- leikara. Páll og Ögmundur munu bjóða upp á létta danssveiflu og þá m.a. rúmenska tónlist. Ögmundur hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir gítarleik sinn bæði hér á landi og erlendis, m.a. 2. verðlaun í alþjóðlegu Ag- ustin Barrios-gítarkeppninni í Lambesc í Suð- ur-Frakklandi árið 2003. Páll á ættir að rekja til Spánar og hefur ver- ið konsertmeistari í flestum ungmenna- hljómsveitum á Íslandi. Páll er einn af leið- urum 2. fiðlu í Randers Kammerorkester í Danmörku. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI DANSSVEIFLA Páll Palomares fiðluleikari Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin, organisti við Saint Sulpiceí París, leikur tvenna tónleika nú um helgina á Klais-orgelHallgrímskirkju og eru tónleikarnir liður í Alþjóðlegu orgels- umri kirkjunnar í ár. Cauchefer-Choplin er þekkt á alþjóðavísu fyrir spunaleik sinn og tónleikarnir því mikill hvalreki fyrir áhugamenn um orgelleik. Á efnisskránni verður m.a. kóral eftir J. S. Bach, Sónata eftir Mendelssohn, Etíða og Fúga eftir Schumann, Prelúdía eftir M. Du- ruflé og Sinfónía eftir Widor en auk þess mun hún spinna yfir gefin stef sem hún fær afhent á tónleikunum. Fyrri tónleikarnir verða haldnir kl. 12 á laugardegi, 20. júlí og þeir seinni á sunnudag, 21. júlí, kl. 17. Cauchefer-Choplin stundaði orgelnám við Tónlistarháskólann í París og menntaði sig auk þess sérstaklega í spunaleik. Hún deilir stöðu organista við hina virtu kirkju Saint Sulpice í París með Daniel Roth og leggur mikið upp úr spunaleik. Hún varð fyrst kvenna til að hljóta önnur verðlaun í spunakeppninni í Chartres árið 1990, hún hefur ferðast víða um heim sem spunaleikari og haldið fjölda nám- skeiða og tónleika. Cauchefer-Choplin er talin vera einn mesti spuna- leikari samtímans. TVENNIR TÓNLEIKAR CAUCHEFER-CHOPLIN Spinnur yfir gefin stef Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin mun m.a. leika verk eftir Men- delhssohn, Schumann og Druflé í Hallgrímskirkju nú um helgina. EINN FREMSTI ORGELSPUNAMEISTARI SAMTÍMANS LEIKUR Á KLAIS-ORGELIÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU UM HELGINA. Hið mikla og hljómfagra Klais-orgel Hallgrímskirkju var hreinsað í byrjun árs og hér sést sérfræðingur leggja lokahönd á verkið. Morgunblaðið/Golli Menning Þ að er vægast sagt mjög spennandi og skemmtilegt að fá að takast á við þetta hlutverk,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, en hún mun syngja Carmen í sam- nefndri óperu Georges Bizet í uppsetningu Ís- lensku óperunnar í haust, en óperan hefur ekki verið sviðsett hérlendis í tæpa þrjá ára- tugi. „Svo skemmtilega vill til að Sigríður Ella Magnúsdóttir sem fór þá með hlutverk Carmenar og gerði það glæsilega vel, er frænka mín,“ segir Hanna Dóra. Hljómsveitarstjóri uppfærslunnar í haust verður Guðmundur Óli Gunnarsson, leikstjóri er Jamie Hayes og leikmyndahöfundur Will Bowen, en meðal söngvara sem þátt taka eru Sesselja Kristjánsdóttir sem syngur hlutverk Carmenar á móti Hönnu Dóru, Kolbeinn Jón Ketilsson, Garðar Thór Cortes, Hrólfur Sæ- mundsson, Kristján Jóhannesson, Hallveig Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Bjarni Thór Kristinsson, Viðar Gunnarsson, Valgerður Guðnadóttir og Ágúst Ólafsson. „Þetta hlutverk kemur á hárréttum tíma fyrir mig bæði raddlega og einnig vegna þess að ég var búin að ákveða að flytja heim með fjölskylduna í haust. Það er því mjög gaman að koma heim og byrja svona með glæsi- brag,“ segir Hanna Dóra. Aðspurð nánar út í flutning fjölskyldunnar segir Hanna Dóra að sig hafi lengi dreymt um að koma heim enda búin að búa í Þýskalandi sl. tuttugu ár, fyrst við nám og síðan störf. „Þó ég sé komin með verkefni hér úti næsta vetur þá ræð ég vel við að sinna þeim frá Íslandi,“ segir Hanna Dóra og tekur fram að það sama eigi við um eiginmann hennar, tenórinn Lothar Odinius, en börn þeirra eru Símon, sem er 7 ára, og Gústaf, sem er 5 ára. Aðspurð segist Hanna Dóra enn ekki hafa sungið Carmen á sviði, en hlutverkið hafi lengi verið sér hugleikið. „Í fyrra settumst við Meik Schwalm, kollegi minn og góður vinur, niður og skrifuðum verk sem við kölluðum „Carmen fyrir tvo“ og unnið var upp úr óperu Bizet. Við gerðum þetta okkur til gamans og alvöru með það að markmiði að sýna þetta, þó það hafi reyndar ekki orðið af því enn því önnur verkefni urðu ofan á. Þarna gafst mér hins vegar færi á að endurnýja kynni mín af verkinu, því ég þekki óperuna mjög vel,“ seg- ir Hanna Dóra og rifjar upp að fyrsta hlut- verk sitt að námi loknu við Listaháskólann í Berlín hafi verið sópranhlutverkið Mikaela á listahátíð í Bad Hersfeld, en Mikaela er unn- usta Don José áður en hann fellur fyrir Car- men. „Á þeim tíma datt mér reyndar ekki í hug að ég ætti eftir að takast á við Carmen sjálfa, þó ég hafi á seinni árum gælt við hugmynd- ina,“ segir Hanna Dóra og tekur fram að í vinnu sinni með verkið í fyrra hafi hún fundið að hlutverkið hentaði sér vel raddlega og því hafi hún stokkið á tækifærið þegar Íslenska óperan bauð söngvurum að syngja fyrir í prufum fyrir Carmen. „Raddlega er Carmen í raun og veru staðsett milli radda, því tvær af þeim aríum sem hún syngur henta betur fyrir mezzósópran og tvær betur fyrir sópran, en raddblærinn þarf auðvitað að vera dökkur,“ segir Hanna Dóra, sem sjálf hóf feril sinn á sínum tíma sem sópran en hefur sl. fimm ár skilgreint sig sem mezzósópran. „Raunar leið- ast mér þessar formlegu skilgreiningar í ann- aðhvort sópran eða mezzósópran, enda syng ég hvoru tveggja jöfnum höndum. Ég hef allt- af verið staðsett raddlega mitt á milli þessara tveggja radda og vil því helst bara skilgreina mig sem söngkonu,“ segir Hanna Dóra og bendir á að fyrr á tímum hafi prímadonnur óperuhúsanna sungið það sem hentaði rödd- inni hverju sinni án allra skilgreininga. Spennandi að takast á við ný verk „Þegar ég gekk með yngri son minn fann ég að röddin breyttist og í samráði við Neil Sem- er, söngkennara minn, ákvað ég að vinna markvisst með röddina sem mezzósópran. Við það jókst hæðin reyndar samhliða, þannig að í raun víkkaði röddin í báðar áttir,“ segir Hanna Dóra og bendir á að þar sem röddin sé lifandi hljóðfæri haldist hún ekki óbreytt alla ævi heldur taki breytingum með hliðsjón af reynslu, aldri, þroska og notkun. Aðspurð segist Hanna Dóra hafa haft nóg að gera síðan hún lauk námi úr Listaháskól- anum í Berlín árið 1998, en hún hefur um árabil sungið í þýskumælandi löndum við góð- an orðstír. „Ég hef ávallt sóst eftir því að vera lausráðin enda felst ákveðið frelsi í því,“ segir Hanna Dóra sem m.a. hefur sungið við Ríkisóperuna í Berlín, en árið 2010 söng hún í uppsetningu á sólóóperunni Miss Donnith- orne’s Maggot eftir Peter Maxwell Davies sem var opnunarverk á nýju sviði hússins. „Síðustu ár hef ég einbeitt mér sérstaklega að uppsetningum á nýjum verkum,“ segir Hanna Dóra, en sl. áratug hefur hún árlega tekið HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR SYNGUR CARMEN Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í HAUST „Hún er heillandi karakter“ EFTIR TVEGGJA ÁRATUGA VERU Í BERLÍN FANNST HÖNNU DÓRU STURLUDÓTTUR TÍMI TIL KOMINN AÐ FLYTJA AFTUR HEIM. Í FRAMHALDINU BAUÐST HENNI AÐ SYNGJA CARMEN Í SAMNEFNDRI ÓPERU GEORGES BIZET OG SEGIR HÚN GAMAN AÐ HEFJA HEIMKOMUNA MEÐ GLÆSIBRAG. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hanna Dóra í hlutverki sínu sem Anna í Dauða- syndunum sjö eftir tónskáldið Kurt Weil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.