Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Ef viðrar til ferðalaga á næstunni er gott að fylgjast með nýjustu straumum í útilegufatnaði »40
H
vernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég
hugsa að honum sé best lýst sem „urban“.
Hver eru bestu fatakaupin þín? Gráar ull-
arsmekkbuxur sem ég keypti árið 2007 í
KronKron og það er alveg ljóst að þær haldast al-
gjörlega tímalausar.
Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna?
Það mun vera eitís-tímabilið, þá aðallega vegna tíma-
mótanna sem áttu sér stað og hversu vel fólk skemmti
sér í tísku. Annars er gaman núna líka.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum? Já heyrðu, ég
fékk einu sinni sítt loðvesti að láni/gjöf … Ég nota það
samt enn.
Hverju er mest af í fataskápnum? Yfirhöfnum.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Það eru
ansi margir sem koma til greina. En til að nefna
nokkra þá held ég meðal annars mikið upp á Yohji
Yamamoto, Dries Van Noten, Margiela, Gaultier og
Vibskov. Þó er Juun J svona helst í uppáhaldi núna.
Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í?
Chanelbúðin í París tók þetta á allt annað level.
Hver er veikleiki þinn: Föt, skór eða skart? Yf-
irhafnir.
Hvar færð þú innblástur fyrir fataval þitt? Frá því
sem ég hef gaman af í lífinu og í kringum mig. Jú, og
út frá skapinu sem ég er í hverju sinni.
Hvar kaupir þú fötin þín? Þar sem ég finn þau. Ann-
ars er netið farið að koma sterkt inn.
Á myndinni er Andri
Hrafn í ullarsamfest-
ingnum sínum sem hann
segir vera bestu kaupin.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Andri Hrafn er duglegur við
að þeyta skífum á meðan
hann situr á skólabekk.
Hönnuðirnir Yohji Yamamoto
og Juun Ju eru meðal þeirra sem
eru í uppáhaldi hjá Anda Hrafni.
HÖNNUÐURINN JUUN J Í UPPÁHALDI
Veikur fyrir
yfirhöfnum
ANDRI HRAFN UNNARSON ER NEMI Í FATAHÖNNUN Í LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS OG
STARFAR SEM BARÞJÓNN OG PLÖTUSNÚÐUR SAMHLIÐA NÁMI. ANDRI ELSKAR NÍUNDA
ÁRATUGINN OG CHANEL-BÚÐINA Í PARÍS OG KAUPIR FÖTIN SÍN AÐALLEGA Á NETINU.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is