Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 36
ÓTALMARGAR SNIÐUGAR VÖRUR ÚR GRÆJUDEILDINNI MÁ HAFA MEÐ Í ÚTILEGUNA. BÆÐI GETUR VISTIN ORÐIÐ ÞÆGILEGRI OG SKEMMTILEGRI. HÉR ER STIKLAÐ Á STÓRU EN AUK ÞESS SEM TÍNT ER TIL MÁ NEFNA LÉTT ÚTVARPSTÆKI, AÐ SJÁLFSÖGÐU MEÐ RAFHLÖÐUM, FERÐA- GEISLASPILARA OG FULLT AF SKEMMTILEGUM GEISLADISKUM, LÍKA FYRIR BÖRNIN. ÞÁ ER LÍTIÐ KOLAGRILL SNIÐUGT, PRÍMUS, HITAMÆLIR OG JAFNVEL FERÐAKLÓSETT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Græjur í útileguna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gott er að gera gátlista fyrir útileguna þannig að hvorki prímusinn né fótboltinn gleymist. Útilegukvöld eru ekki fullkomin nema með ljóstíru frá notaleg- um lampa. Tjaldljós eru til í mörgum stærðum og gerðum í Everest, Skeifunni 6. Verð: Frá 2.495-9.995 kr. Silva Pocket-kíkir til að fylgjast með fuglum og nágrönnum í næstu tjöldum. Útsýni er tæplega 100 metrar. Útilíf. Verð: 8.990 kr. Primus hitabrúsi fyrir kakóið og kaffið. Ellingssen, Fiskislóð 1. Verð: 3.990 kr. Fyrir þá sem vilja vera gull- tryggðir: Þjófavörn frá Lockalarm fyrir hjólhýsi og húsbíla. Útilegumaðurinn, Korputorgi. Verð: 4.950 kr. Góður áttaviti með spegli, sem er einkar hentugt fyrir byrjendur. Vegur aðeins 44 grömm. Íslensku Alparnir, Faxafeni 8. Verð: 4.985 kr. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Algengt er að sjá ungmenni á rafskutlum, jafnvel mjög ung að manni finnst, en svo rekst maður líka á eldri ökumenn, enda henta þær vel til að komast í og úr vinnu eða skjótast í skreppu. Það er ókostur við raf- skutlur að maður hjólar ekki og því mikilvægara að búa sig betur en ella, því hjólreiðamaður framleiðir eigin hita og verður því sjaldnast kalt. Kosturinn fest svo vitanlega í því að ekki þarf að stíga pedala og því hitnar ökumaður ekki og svitnar ekki. Ef fara á langan veg er ómögu- legt að vera á reiðhjóli nema hægt sé að fara í sturtu þegar komið er á leiðarenda, en á rafskutlunni er hægt að byrja að vinna nánast um leið og komið er á leiðarenda. Raf- skutlan er líka kostur fyrir þá sem eiga erfitt með hreyf- ingar, enda kemst hún sitt. Rafskutlur ýmissa framleiðenda hafa fengist hér á landi, en ég fékk að grípa í Traffico- skutlu frá kínverska framleiðandanum Gu- angzhou Dayun, sem er fjórði stærsti útflytjandi mótorhjóla í Kína. Hátækni flytur hjólin inn en ýmsir selja og verðið er í kringum 140.000 kr. Skutlurnar eru til í fimm litum, silfruð, svört, blá, bleik og rauð. Þær komast ekki hraðar en 25 km á klst., eru með 350 W mótor og framleiðandi lofar allt að 40 km með 80 kg farþega. Skutlan er 68 kg með rafhlöðunni. Vinsældir rafknúinna farartækja hafa varla farið framhjá nokkrumvegfaranda á göngustígum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim semstungið hafa í samband eru allmargir á rafknúnum reiðhjólum, en fleiri á rafknúnum skutlum sem menn kalla líka vespur. Vinsældir rafskutlunnar byggjast ekki síst á því að slík farartæki hafa verið flokkuð með reiðhjólum og eru því hvorki skráningar- né tryggingaskyld ólíkt því sem háttar með vélhjól almennt. Fyrir vikið henta þær vel fyrir ungmenni sem ekki hafa aldur til að aka vélhjólum, enda þarf ekki próf til að aka rafskutlu þar sem þær ná ekki meiri hraða en 25 km á klst. Ekki má nota rafskutlur í almennri umferð en leyfilegt að nota þær á hjóla- og gangstígum og lokuðum svæðum. Fyrir vikið hættir mörg- um til að líta á þær sem leikföng, en því er öðru nær, því 25 kílómetra hraði er nokkur hraði, ekki síst ef hjólið lendir í árekstri, utan stígs fyrir einhverjar sakir eða ökumaður dettur. Þegar við bætist að skutlan getur ver- ið um 60 kíló að þyngd, gefur augaleið að nauðsynlegt er að fara með gát og vera með hjálm að minnsta kosti. HJÓLINU STUNGIÐ Í SAMBAND RAFMAGNSFARARTÆKJUM FJÖLGAR Á GÖNGU- OG HJÓLASTÍGUM, SUMUM TIL AMA EN NOTENDUM ÞEIRRA TIL ÁNÆGJU. TRAFFICO ER MEÐ VINSÆLUSTU RAFSKUTLUM UM ÞESSAR MUNDIR. Græja vikunnar * Eins og getið er þarf ekkipróf á rafskutlur sem þessa, en í undirbúningi eru ný umferðarlög þar sem skutlurnar verða skrán- ingarskyldar og skylda að sækja námskeið til að öðlast réttindi til að aka þeim. Þær verða þó ekki skoðunarskyldar. * Hjólin á skutlunni eru 16"á álfelgum, vökvademparar, far- angursrými undir sæti og box á bögglabera. Bremsurnar eru skálabremsur og varla þarf að taka fram að það eru engir gírar – þetta er rafmagnshjól. ÁRNI MATTHÍASSON * Rafhlaðan er 48 V 12 AHog með sérstöku hleðslutæki næst að fullhlaða hana á sex til átta tímum. Að sögn má hlaða rafhlöðuna ríflega 500 sinnum, en fer eftir notkuninni og því hversu vel menn gæta að hleðslunni. Græjur og tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.