Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaLísa Bjarnadóttir dýralæknir notar frystikistuna sem sparnaðartæki Sumarið er skemmtilegur tími hjá Lísu Bjarnadóttur dýralækni. Þá gefst henni gott tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum eins og hesta- mennsku og tennis. Lísa á og rekur Dýraspítalann með fjórum öðrum dýralæknum. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum í raun sex í heimili. Fyr- ir utan mig er það maðurinn minn, Halldór Benediktsson, unglingurinn Aron Breki, bráðum 15 ára, Brimar Breki 9 ára og svo heimilishundarn- ir Búa, 4 ára Labrador og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn Emil, 11 vikna Griffonhvolpur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Þetta klassíska; mjólk, ávaxtasafa, grænmeti og ávexti, smjör og ost. Geymi líka alltaf kaffið í ísskápnum eins og Stína systir mín sagði mér að ég ætti að gera. Það boðar ekki gott ef ekkert kaffi er til. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Úff, hef forðast þessa spurningu lengi því ég hef hreinlega aldrei þorað að taka það saman. Er sem sagt ekki beint þessi hagsýna hús- móðir. Hef þó eins og flestir orðið vör við að útgjöldin eru töluvert hærri en áður. Eyði sjálfsagt allt of miklu í mat, finnst gaman að elda og gera vel í mat og drykk. Get skoð- að matreiðslubækur út í hið óend- anlega og er dugleg að prófa nýjar uppskriftir. Hvar kaupirðu helst inn? Í hverfisbúðinni minni Nettó eða í Hagkaup sem er líka í nágrenninu. En mín uppáhaldsbúð er Fjarðar- kaup í Hafnarfirði. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Fallegt kjöt- og fiskborð. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Tek mig stundum til og elda upp úr frystikistunni. Safna oft allskonar mat sem keyptur hefur verið á til- boði, sem ég svo hreinlega gleymi. Spurningin er kannski hversu góð fjárfesting frystikista er! Hvað vantar helst á heimilið? Það hefur stundum hvarflað að mér að kaupa safapressu en ég hætti jafnfljótt við. Segi sjálfri mér að hún endi inni í búri eins og gufu- suðupotturinn og súkkulaðigos- brunnurinn sem ég varð að eignast en nota helst aldrei! Eyðir þú í sparnað? Já, finnst það nauðsynlegt. Skothelt sparnaðarráð? Nýta afganga. Var alltaf léleg í því en í gegnum árin hefur mér lærst að það borgar sig að geyma mat- arafganga og taka t.d. með sér í vinnuna. Þá þarf maður ekki að skjótast í búðina eða sjoppuna orð- inn ær af hungri í hádeginu og kaupa alls kyns óþarfa. Svo er þetta mun hollara en skyndibitinn. Set þá þó ekki í frystikistuna góðu því þar gleymast þeir mjög líklega. LÍSA BJARNADÓTTIR DÝRALÆKNIR HJÁ DÝRASPÍTALANUM Í VÍÐIDAL Kaffið má ekki vanta Lísa á það til að gleyma hvað hún setti í frystikistuna og nýtir afganga sem nesti. Morgunblaðið/Rósa Braga Uppeldisfræðingar hafa áhyggjur af því að börnum nú til dags standi til boða of mikil afþreying. Alltaf er hægt að kveikja á sjónvarpi, finna myndskeið á YouTube eða spila á leikjatölvuna. Fyrir vikið læra börn ekki að gera sér lítið að góðu: þau kunna ekki að skemmta sjálfum sér eða njóta rólegrar afþreyingar eins og lesturs góðra bóka. Aurapúkinn hefur áhyggjur af þessari þróun peninganna vegna. Rólega og innhverfa afþreyingin er nefnilega mun ódýrari en sú orku- mikla og úthverfa. Ef hægt er að kenna barninu á heimilinu að nota hverfisbókasafnið frekar en vera á stöðugu rápi í næstu versl- unarmiðstöð eða kvikmyndahúsi má spara stórar fjárhæðir. Verst er svo þegar börnin vaxa úr grasi og verða það sem á ensku heitir „high maintenance“. Það er ekki gott veganesti út í lífið að þurfa alltaf að eyða peningum til að skemmta sér. púkinn Aura- Listin að vera nægjusamurS amkvæmt lögum geta Ís- lendingar sem ferðast til útlanda komið með varning til baka fyrir samtals 88.000 kr. án þess að greiða af þeim skatta og gjöld. Ef ferða- langur kemur til landsins með nýjar vörur fyrir meira en sem nemur þessari heimild ber honum að gefa sig fram í rauða hliðinu í tollinum og gera skil á öllum gjöldum á því sem er umfram heimildina. Ekki er erfitt að eyða meira en 88.000 kr. í skemmtilegri ferð til útlanda, sérstaklega ef leiðin ligg- ur um heimsfrægar versl- unargötur. Margir kunna því að vilja freista þess að fara í gegnum græna hliðið og setja upp sinn besta sakleysissvip. Slíkt getur þó reynst dýrt sprell því ef tollverð- irnir góma viðkomandi og inn- flutningurinn er yfir mörkum þá er varningurinn haldlagður og sendur til frekari meðferðar hjá Tollstjóra þar sem sekt er ákvörð- uð með útreiknuðum aðflutnings- gjöldum að viðbættu 15% álagi. Eftir sektargreiðslu er farþega heimilað að tollafgreiða varninginn sem löglega innflutta vöru að því gefnu að varan sé til einkanota. Rétt er að fara sérstaklega var- lega ef ferðalangurinn hefur feng- ið „tax free“-endurgreiðslu á flug- vellinum úti á leiðinni heim því tollayfirvöld í ýmsum löndum eiga í samstarfi sín á milli og kunna að láta kollega sína á Íslandi vita ef von er á ferðalangi með sérlega dýr innkaup í farteskinu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það hafa verið skref í rétta átt þegar innflutningsheimildin var hækkuð í vor og sú regla numin úr gildi að engin stök vara megi kosta meira en sem nemur hálfri heimildinni. Samtökin birtu fyrr í sumar grein á heimasíðu sinni um nýju regl- urnar og hlekk í reiknivél sem nota má til að finna út hvaða gjöld má gera ráð fyrir að greiða af innflutta varninginum. Jóhannes myndi gjarnan vilja sjá innflutningsheimildina hækk- aða enn frekar enda gott fyrir neytendur að geta notið góðs af hagstæðu verði erlendis. „Neyt- endasamtökin myndu frekar tala fyrir hærri upphæð en lægri, en á meðan þetta eru lögin þá marg- borgar sig að fylgja reglunum og standa skil á öllum gjöldum frek- ar en hætta á að fá háar sektir.“ Munar um frímarkið Að fara í rauða hliðið getur líka verið ódýra en fólk heldur, því „frímarkið“ gengur upp í verð þeirrar vöru sem greiða þarf gjöld af. Þá getur ferðamaðurinn valið að greiða frekar gjöld af þeim vörum sem bera lægri gjöldin en láta heimildina dekka vörur sem bera hærri gjöld. Þannig getur t.d. verið hagkvæmara fyrir þann sem flýgur inn frá Bandaríkjunum með nýja tölvu sem kostar 88.000 og nýja flík sem kostar það sama, að velja að borga frekar gjöldin af tölvunni en flíkinni því gjöldin af flíkinni myndu verða hærri. Með fríheimildinni er lítil ástæða til að óttast himinháan reikning þó fjár- fest hafi verið í eins og einum iPhone eða fartölvu í ferðalaginu. Sævar Sævarsson lögfræðingur hjá Tollstjóra minnir á að allt sem keypt er í fríhöfninni er talið með upp í 88.000 kr heimildina. „Þá gilda sérstakar reglur um matvæli en heildarverðmæti matvælanna má ekki fara yfir 25.000 kr og þyngdin ekki yfir 3 kg.“ segir hann. Sævar bendir líka á að sér- reglur gildi um þá sem hafa haft fasta búsetu erlendis í ár eða lengur og eru þeim ekki settar jafnstrangar skorður og almennum ferðamönnum, enda sé um að ræða búslóð manna sem séu að flytjast búferlum til Íslands. FERÐALANGAR MEGA KOMA MEÐ VÖRUR TIL LANDSINS FYRIR 88.000 KR. ÁN ÞESS AÐ GREIÐA GJÖLD Trekktar taugar í tollinum AÐ FARA Í GEGNUM RAUÐA HLIÐIÐ OG BORGA FULL GJÖLD AF ÞVÍ SEM KEYPT VAR ERLENDIS GETUR VERIÐ ÓDÝRARA EN FÓLK GRUNAR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Leigubíll fyrir utan lúxusvöruverslunina Harrod’s í Lundúnum. Þar er auðvelt að fullnýta 88.000 kr. fríheimild ferða- manna á einu augnabliki. Heimildin hækkaði í vor og gerðar voru breytingar sem juku svigrúm ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.