Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 49
Velferðarsjóður Suðurnesja sér um að borga skólamáltíðir fyrir 50 börn.
Morgunblaðið/Sverrir
„Árið 2009 voru 467 fjölskyldur á Suð-
urnesjum sem þurftu aðstoð frá Hjálp-
arstarfi kirkjunnar,“ segir Hjördís. „Það
þýðir að það geta verið svona 1.500 manns
á bak við þessa tölu sem er langt í frá að
vera eðlileg staðreynd.“ Hún segir að enn í
dag sjái Velferðarsjóður Suðurnesja um að
borga skólamáltíðir fyrir 50 börn. Það sé
þó aðeins brot af þeim sem þurfi á því að
halda því alls ekki allir leiti eftir aðstoð.
Sumir vita ekki af henni, aðrir telja sig ekki
hafa rétt á henni og enn aðrir þori það ekki.
Hjördís segir að stór hluti af þessu fólki
hafi ekki getað farið með börnin sín til
tannlæknis í mörg ár. „Það er ekki svigrúm
fyrir neinn aukakostnað, t.d. ef barnið þitt
þarf gleraugu eða þarf að fara til tann-
læknis, þetta setur stórt strik í reikning-
inn.“
Ásta segir að tannheilsu fari hrakandi hjá
fötluðum í félagsstarfi Sjálfsbjargar. „Maður
finnur það bara á lyktinni en enginn hefur
efni á því að gera neitt, það hefur hreinlega
ekki efni á því að fara til tannlæknis.“
Hafa ekki efni á tannlækni fyrir börnin
ekki einstæðir foreldrar, það er fólk í sambúð
sem er að svindla.“
Sæta stöðugri niðurlægingu
Eftir bílslysin tvö hefur Íris verið með mikla
verki í baki og öxlum og er með vefjagigt.
Hún finnur fyrir kvíða að þurfa að fara til
læknis og fá lyfin sem hún þarf á að halda
vegna viðmótsins sem hún fær.
Íris: „Ég finn fyrir mikilli fyrirlitningu þeg-
ar ég fer til læknis, sérstaklega hjá læknum
hér á Suðurnesjum. Ég er að biðja um
verkjalyf sem bæklunarlæknar og gigt-
arlæknar segja mér að taka inn en þeir hunsa
mann hérna eins og um væri að ræða lyfja-
fíkil. Ég lenti í leiðinlegri reynslu hér um
daginn og var hvött í kjölfarið til að skrifa
kvörtunarbréf. Það var sem betur fer tekið til
greina en mér leið rosalega illa eftir þetta.“
Ásta: „Viðhorfið í samfélaginu er þess eðlis
að ef fátækt er annars vegar eða hvers kyns
neyð þá gerir fólk ráð fyrir að viðkomandi
hafi kallað þetta yfir sig, með t.d. víni eða
fíkniefnum. En það er alls ekki þannig, stund-
um koma slæmir hlutir fyrir gott fólk og það
vindur upp á sig.“
Íris: „Ég vildi að ég hefði bara efni á því að
fara í ríkið og kaupa mér eina helvítis
bokku!“
Þær hlæja allar og eru sammála um að vín-
flaska yrði seint keypt inn á heimilið enda
ekki peningar til að eyða í slíkt.
Bæturnar duga skammt
Samkvæmt frásögn kvennanna er hver einasti
mánuður barátta við að ná endum saman.
Oftar en ekki komi upp sú staða að ekki sé til
peningur fyrir mat. Íris sagði örorkubætur
sínar svo litlar að þegar hún væri búin að
borga alla föstu reikningana ætti hún um 30
þúsund krónur eftir til þess að lifa út mán-
uðinn með 3 börn og eitt barnabarn. Hún seg-
ir að þegar 10. þess mánaðar er runninn upp
sé peningurinn yfirleitt farinn.
En hvert leitið þið þá þegar þið eigið ekki
fyrir mat?
Íris: „Öllum útrunnum mat úr búðunum er
hent í gámana en nú er búið að læsa þeim því
fólk var þarna mætt fyrir utan til að ná sér í
útrunninn mat.
Ég var í Bónus um daginn og átti gjafa-
kort, það voru aðeins 400 krónur eftir inni á
því. Mér varð litið til ungs manns sem hlóð
kerru af kjúklingabringum úr hillunum. Ég
spurði hvað hann væri að gera og hann sagði
að þetta væri útrunnið og ætti að henda. Ég
spurði hvort ég mætti ekki fá að eiga þetta
eða fá þetta á afslætti og hann neitaði því.
Þessu ætti að farga.
Það er hræðilegt að þurfa að biðja um
þetta. Mig langar stundum að gefast upp. Ég
væri löngu búin að því ef ég hefði ekki börnin
mín. En dæmið gengur bara ekki upp, að
vera einstæður á örorkubótum að hugsa um
lítil börn.“
Ásta: „Þú gætir komið þér í gegnum
þriggja mánaða tímabil á þessum tekjum en
að lifa að staðaldri á þessum tekjum og þurfa
að ala upp börn, það er mannskemmandi og
skaðar börnin til framtíðar.“
Laufey: „Aðalvandamálið er að dæmið
gengur ekki upp. Ef þú ert á lágum launum,
atvinnuleysisbótum eða framfærslu þá er
þetta ekki nóg fyrir reikningum og að lifa af
mánuðinn.“
Íris: „Ástandið er að versna, matarverð er
að hækka, vöruverð er að hækka, leiga er að
hækka en bæturnar hækka ekki í samræmi
við það. Hér á ekkert eftir að batna nema
eitthvað verði að gert.“
Ásta segir að með ráðstefnunni sé hægt að koma skilaboðum til embættismanna.
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Vinur við veginn
Fyrr á árinu kom út skýrsla um farsæld
og baráttu gegn fátækt á Íslandi en hún
var gefin út á vegum EAPN á Íslandi. Í
skýrslunni er leitað að lausnum til að
berjast gegn fátækt á Íslandi og einnig
lögð áhersla á það að nálgast þurfi um-
ræðu og aðgerðir gegn fátækt á annan
hátt en gert hefur verið. Huga þurfi að
mannlegri reisn og mannréttindum og
leggja þá ölmusuhugsun til hliðar sem
hefur verið viðvarandi í okkar samfélagi.
Nú þurfi að ganga út frá styrkleikum
fólks fremur en veikleikum og virkja fólk
til að nýta styrkleika sinn.
Hjördís segir þessa skýrslu vera góðan
grundvöll til þess að taka á þessu vanda-
máli. Í skýrslunni sé einnig skoðað hvað
vinni á móti öðru í samfélaginu og hvað
megi betur fara.
„Sem sagt ef þú ert til dæmis á þess-
um bótum og ert að vinna á þessum
stað þá skerðir hér,“ segir Hjördís.
„EAPN vill að það verði búinn til nokk-
urskonar umboðsmaður fátækra. Það er
mikilvægt að samtök á borð við EAPN
reyni að taka á svona hlutum. Er það al-
veg eðlilegt að ung fjölskylda með barn
geti ekki keypt eina litla jólagjöf á jól-
unum, eða eigi ekki fyrir jólamat? Þig
langar kannski að leyfa þér eitthvað örlít-
ið meira en að smyrja kjötfarsi á brauð-
sneiðar á jólunum.“
Huga að mannlegri reisn
Allir vilja geta haldið jólin hátíðleg.
Morgunblaðið/Golli