Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 35
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Listinn tekur mið af fjölda einkaleyfa sem sótter um miðað við íbúafjölda og þéttleika byggð-ar. Reiknað er út hlutfall einkaleyfa fyrir hverja 10.000 íbúa. Þó eflaust megi deila um aðferðafræðina er for- vitnilegt að skoða þessar niðurstöður. Hvern hefði til dæmis grunað að Eindhoven bæri höfuð og herðar yfir aðrar borgir á slíkum lista? Er þar líklega helst um að þakka góðum árangri Hollendinga við rekstur svokallaðra þekkingarþorpa. Sömu sögu má eflaust segja af Svíþjóð, en ekki eru mörg ár síðan Malmö var talin einn helsti útnári Norðurlanda, en fjárfest- ingar í ungum háskóla og margs konar stuðningi við nýsköpun hefur breytt miklu þar í borg. LISTI FORBES YFIR EINKALEYFI Uppfinningaglöðustu borgir heims FORBES HEFUR TEKIÐ SAMAN LISTA YFIR „UPPFINNINGAGLÖÐUSTU“ BORGIR HEIMS Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 15 borgir með flest einkaleyfi Borg Land Einkaleyfi pr. 10.000 íbúa Eindhoven Holland 22,58 San Diego Bandaríkin 8,95 San Francisco Bandaríkin 7,57 Malmö Svíþjóð 6,85 Grenoble Frakkland 6,23 Stuttgart Þýskaland 6,18 Boston Bandaríkin 5,80 Stokkhólmur Svíþjóð 5,72 Minneapolis Bandaríkin 5,06 Munchen Þýskaland 4,97 Mannheim Þýskaland 4,95 Gautaborg Svíþjóð 4,40 Seattle Bandaríkin 4,25 Kaupmannahöfn Danmörk 3,75 Raleigh Bandaríkin 3,74Ráðstefna um ómönnuð ökutæki var haldin í vöggu upp- finninga í heiminum, á hátæknigarði í Eindhoven í Hollandi. AFP Tæknin getur stundum veriðgöldrum líkust enda gerirhún okkur oft kleift að fram- kvæma hluti líkt og um yfirnátt- úrulega krafta væri að ræða. Hverjum hefði t.d. dottið í hug að hægt væri að skipta um rás á sjón- varpinu án þess að standa upp og ganga að því áður en sjónvarps- fjarstýringin kom til sögunnar? Tæknin getur auðveldað líf okkar til muna og ungir vísindamenn láta sig daglega dreyma um tæki og efni sem geta framkvæmt eitthvað sem áður þótti ósennilegt. Núna er komið á markað efni frá fyrirtækinu Ross Nanotechnology sem nefnist NeverWet. Hugmyndin bak við efnið er að gera hluti vatnshelda sem eru það ekki, jafn- vel hluti sem soga í sig vatn eins og svampa eða klósettpappír. Hvern hefur ekki dreymt um það að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að skórnir blotni í rigningu eða eiga föt sem ómögulegt er að sulla mat niður á, án þess að þurfa að ganga um í plastgalla. Nú segja sérfræðingar hjá Ross Nanotechnology að hægt sé að láta þessa drauma rætast með því að úða efninu á hlutinn sem á að vatnsverja og hann mun hrinda frá sér öllu vatni. Hér skiptir ekki máli hvort það er iPhone eða kló- settpappír. Engin bleyta kemst í gegn. Hvort efnið hefur einhverjar aukaverkanir er ekki enn vitað. Því ættu þeir sem vilja kynna sér efnið betur kannski að googla það. ÓTRÚLEGAR UPPFINNINGAR NeverWet virðist virka vel í að hrinda vætu frá. Skórnir haldast hvítir þótt súkkulaðisósu sé hellt á þá, ef marka má myndband af undrum efnisins. Ný vatnsvörn KOMIÐ ER Á MARKAÐ EFNI SEM VATNSVER BETUR EN NOKKUÐ SEM ÁÐUR HEFUR ÞEKKST. EFNIÐ VIRKAR SVO VEL AÐ HÆGT ER AÐ ÚÐA ÞVÍ Á KLÓSETTPAPPÍR OG HANN HRINDIR FRÁ ALLRI BLEYTU. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þegar þú kaupir þér BOBS skó gefur Skechers annað skópar til nauðstaddra barna Meira en 4 milj. skóparahefur verið dreift Fæst á souk.is Guatemala Uganda Haiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.