Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 A níta Hinriksdóttir varð fyrsti Íslending- urinn til að verða heimsmeistari þegar hún vann 800 m hlaupið á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu um síðustu helgi. Hún vann með tals- verðum yfirburðum og var rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda á tímanum 2:01,13 mín- útum og bætti mótsmetið um rúma hálfa sekúndu. Aðeins stang- arstökkvarinn Vala Flosadóttir hef- ur komist nálægt því að verða heimsmeistari en hún varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu innan- húss í Maebashi fyrir 14 árum. Aníta komst síðan örugglega í úr- slit á EM 19 ára og yngri á fimmtudaginn og mun keppa til verðlauna á laugardag. Tími hennar á fimmtudaginn var 2:02,62 og var hún langt á undan næsta keppanda. Hugsanlega landar hún sínu öðru gulli á rúmri viku í dag. Helga Margrét Þorsteinsdóttir vann bronsverðlaun á HM fyrir 19 ára og yngri í Monckton á Ný- fundnalandi fyrir fjórum árum en þessi mikla hæfileikastelpa fékk brjósklos fyrir nokkru og hefur ekki keppt síðan. En komist hún yfir meiðsli sín eru allir sammála um að gera megi miklar væntingar til hennar. Aníta Hinriksdóttir stefnir á mót fullorðinna á Evrópumeist- aramótinu í Zürich í Sviss á næsta ári og ljóst er að spenningur er í loftinu. Árangur Íslendinga í frjálsíþróttum Það er sjaldan sem Íslendingar hafa átt menn sem hafa verið svo framarlega að þeir hafi átt mögu- leika á gulli á heimsmeistaramótum í frjálsíþróttum. En það ber að líta til þess að heimsmeistaramótið sjálft er ekki nema 30 ára gamalt en það var haldið fyrst í Helsinki 1983. Á undan því voru aðalkeppnir íslenskra frjálsíþróttamanna Norð- urlandamótið, Evrópumeistaramótið og Ólympíuleikarnir. EM 19 ára og yngri og 22 ára og yngri eru ekki heldur gamlar keppnir. EM 19 ára og yngri var fyrst haldið 1964 og EM 22 ára og yngri hefur verið haldið síðan 1992. EM keppnin var áður haldin á fjögurra ára fresti og ljóst að gömlu kempur Íslendinga í frjáls- um íþróttum hefðu safnað meira af gulli og silfri ef keppnirnar hefðu verið jafn tíðar og þær eru í dag. Í dag eru stórkeppnir á hverju ári, en nú eru EM og HM haldin annað hvert ár til skiptis úti og inni. Ól- ympíuleikarnir eru einu leikarnir sem hafa haldið fjögurra ára bili sínu frá endurupptöku leikanna ár- ið 1896. Gullöld íslenskra frjálsíþrótta Það er gjarnan talað um að gullöld íslenskra frjálsíþrótta hafi verið um miðja síðustu öld. Gunnar Huseby vann til gullverðlauna í kúluvarpi á Evrópumeistaramótinu í Osló árið 1946. En hápunkti íslenskra frjáls- íþrótta var líklegast náð á árunum 1950 og 1951. Á Evrópumeist- aramótinu í Brussel árið 1950 voru margir Íslendingar í fremstu röð í sínum greinum. Haukur Clausen, Ásmundur Bjarnason og Guðmundur Lárusson komust allir í úrslitahlaup sín. Haukur endaði í 5. sæti í 100 m, Ásmundur náði líka 5. sæti í 200 m og Guðmundur varð í 4. sæti í 400 m. Þessir þrír auk Finnbjörns Þor- valdssonar skipuðu sveitina sem náði 5. sæti í 4x100 m hlaupi. Hreint út sagt frábær árangur en það besta var eftir. Stangarstökkvarinn og lang- stökkvarinn Torfi Bryngeirsson komst í úrslit í báðum greinum sín- um en var svo óheppinn að úrslit þessara keppna fóru fram á sama tíma þannig að hann þurfti að velja á milli. Hann var fyrst og fremst stangarstökkvari en hafði langstökk sem hliðargrein. Því kom það öllum að óvörum að hann valdi lang- stökkið og vann það. Gunnar Huseby vann síðan ann- að gull Íslendinga á mótinu og sitt annað Evrópumeistaramót í röð þegar hann vann kúluvarpið örugg- lega. Örn Clausen átti síðan eftir að leiða keppnina í tugþrautinni nær allan tímann en endaði með silfur í höndunum á lokametrunum. Þrír Íslendingar enduðu á verðlauna- palli, 2 gull og 1 silfur komu í hús. Ísland varð í 8. sæti í þessari keppni af 22 þjóðum og af Norð- urlöndunum voru aðeins Svíar ofar Íslendingum. Árið 1951 vann síðan Ísland sögulegan sigur í landskeppni við Norðmenn og Dani í frjálsum Verðlaunahafar þriggja stærstu mótanna *Vala Flosadóttir vann eitt gullið á EM yngri en 22 ára og silfrið vann hún á EM yngri en 19 ára. Aníta Hinriksdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir unnu sín verðlaun á HM yngri en 19 ára. Vala Flosadóttir EM & HM & Ól * Gunnar Huseby EM Torfi Bryngeirsson EM Hreinn Halldórsson EM Aníta Hinriksdóttir HM * Jón Arnar Magnússon EM & HM Vilhjálmur Einarsson Ól & EM Örn Clausen EM Pétur Guðmundsson HM Helga Margrét Þorsteinsdóttir HM * Ólympíuleikarnir, Evrópumeistaramótið og Heimsmeistaramótið Gull Silfur Brons Draumur um aðra gullöld í frjálsíþróttum ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR ANÍTU HINRIKSDÓTTUR ÞEGAR HÚN VANN TIL GULLVERÐLAUNA Á HEIMSMEISTARAMÓTINU Í ÚKRAÍNU HEFUR VAKIÐ UPP GAMLAR MINNINGAR UM ÞAÐ ÞEGAR ÍSLENDINGAR ÁTTU MENN Í FREMSTU RÖÐ Í MÖRGUM GREINUM Í FRJÁLSÍÞRÓTTUM. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.