Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
BÓK VIKUNNAR Rósablaðaströndin eftir Dorothy
Koomson er á metsölulista vikunnar, en bækur höfundar
hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Stundum hittir maður rétta fólkið á röng-
um tíma. Ég vildi til dæmis hafa hitt
finnska rithöfundinn Arto Paasilinna þó
nokkuð seinna en ég gerði. Fyrir mörg-
um árum var ég í Finnlandi og tók við
hann viðtal sem tókst reyndar ágætlega
því auk þess að vera með eigin spurn-
ingar var ég vel nestuð af spurningum
sem finnskumælandi vinkona mín og
sannur aðdáandi rithöfundarins hafði
gefið mér. En ég var ekki á nokkurn hátt
upp með mér að hitta rithöfund sem mér
var sagt að væri frægur og dáður í heima-
landinu og nyti mikillar virðingar erlend-
is. Stundin með rithöfundinum var nota-
leg og ég hitti fyrir mann sem var
greinilega sterkur persónuleiki og man
eftir heimili sem var fullt af listmunum.
Seinna las ég skáldsögur rithöfund-
arins Ár hérans,
Dýrðlegt fjölda-
sjálfsmorð og
Maðurinn sem
spangólaði. Sá
lestur gerði höf-
undinn að einum af
mínum eftirlæt-
ishöfundum á
Norðurlöndum. Og
nýlega kom út á ís-
lensku bók eftir
hann, Heimsins
besti bær, sem
enginn ætti að missa af, svo skemmtileg,
frumleg og kaldhæðin er sú saga. Mikið
þætti manni vænt um að fá fleiri bækur
eftir þennan merka rithöfund þýddar á
íslensku.
Þegar ég tók viðtalið við Paasilinna á
heimili hans í Finnlandi var ég með túlk,
unga og sérlega vingjarnlega og elsku-
lega finnska stúlku sem tilbað rithöfund-
inn. Það var stóratburður í lífi hennar að
hitta þetta átrúnaðargoð sitt og hún bað
mig um að mynda þau saman á myndavél
sem ég var með.
Eftir heimkomuna sendi ég henni
myndirnar og fékk svarbréf þar sem hún
hellti yfir mig þökkum og sagðist vera
með myndirnar í ramma heima hjá sér,
auk þess sem hún hefði látið gera jólakort
eftir þeim og sent fjölskyldu, vinum og
kunningjum. Mér leið eins og ég hefði
gert stórkostlegt góðverk. En ég vissi
líka hvernig þessari finnsku stúlku leið.
Ef maður tekur ástfóstri við bækur rit-
höfundar þá fer manni að þykja vænt um
manneskjuna sem skrifaði bækurnar.
Um leið verður rithöfundurinn að eins
konar kraftaverkamanneskju.
Orðanna hljóðan
EKKI
RÉTTI
TÍMINN
Hinn frábæri finnski rithöfundur Arto
Paasilinna er vel þekktur hér á landi.
Heimsins besti bær
er nýkomin út.
H
alla Margrét Jóhannesdóttir
leikari og höfundur hefur
sent frá sér fyrstu ljóðabók
sína. Ljóðabókin ber titilinn
48 en svo vill til að Halla
Margrét er einmitt 48 ára gömul. „Ég er
skotin í tölum, það er heill heimur á bak
við þær,“ segir Halla Margrét. „Kannski
varð ég fyrir áhrifum af því að pabbi var
loftskeytamaður og radíóamatör. Þegar þú
hefur samskipti á morsi skipta tölur miklu
máli, 73 þýðir til dæmis kær kveðja og 88
þýðir ást og kossar. Þannig að tölurnar
hafa merkingu út fyrir sig sjálfar, rétt eins
og orð í ljóði.“
Ljóðabókin skiptist í fjóra hluta: Bernska
– Morgnar – Leikir og Myndir. „Upp-
haflega hugmyndin að bókinni var að skrifa
48 myndir, svona eins og albúm með ljóð-
um. Eitt ljóð fyrir hvert ár í lífi mínu. En
ég ákvað að skoða fyrst það sem ég átti
skrifað og þá röðuðust ljóðin nánast sjálf-
krafa upp í fjóra hluta. Það kom mér
nokkuð á óvart að sjá ljóð sem ég hélt að
ættu ekkert erindi hvert við annað rata
saman,“ segir Halla Margrét. „Það er
skemmtileg sköpun þegar það sem maður
heldur að eigi ekki saman vill vera saman.“
Hver eru svo yrkisefnin?
„Ljóðin eru nokkurs konar sýnishorn úr
lífi og þá mikið til úr mínu eigin lífi. Sýn-
ishorn verður samt aldrei lífið sjálft heldur
ákveðið sjónarhorn, svona eins og ein flís
eða fleygur úr trjábol.“
Ortirðu fyrir skúffuna áður en þú fórst í
ritlistarnám?
„Ég var ekki skrifandi barn. Ég hef ekki
ort fyrir skúffuna heldur höfuðið. Sem leik-
ari hef ég lengi verið að vinna með texta.
Leikari er stöðugt að finna nýtt sjónarhorn,
dýpka merkingu og leyfa mistökum að
verða að tækifærum. Alls kyns textar hafa
verið inni í höfðinu þótt þeir hafi ekki rat-
að skipulega á blað fyrr en ég byrjaði í
námi í ritlist í Háskóla Íslands. Ég var í
ljóðasmiðjum hjá Sigurði Pálssyni og það
var mjög gefandi, bæði hann sem kennari
og eins samfélagið við samnemendur. Ljóð-
in eiga flest rætur í þær smiðjur. Fyrir
leikarann í mér var afar gott að setjast
niður og skrifa. Þegar maður frumsýnir
leikrit þá er mikil spenna og hleðsla, sköp-
unin er hér og nú og áhorfandinn er hluti
af þeirri sköpun en við skriftir er langt í
að lesandinn mæti á svæðið og ég sjálf
verð löngu búin að yfirgefa það þegar les-
andinn vill lesa það sem ég hef skrifað.
Fyrir mig var það ákveðinn léttir að gefa
út. Ég naut þess að sleppa takinu, færa
lesendum verkið og ráða engu um það hve-
nær eða hvernig þeir tækju á móti því.
Þetta er allt annað en í leikhúsinu þar sem
maður sýnir og áhorfendur taka við á sama
tíma.
Það felst hvatning í því að gefa út bók.
Það er aldrei réttur tími til að gefa út bók
og heldur ekki rangur tími. Maður á að
treysta og framkvæma. Ég stofnaði Nikku
forlag til að gefa út 48 og sem fram-
kvæmdastjóri og gjaldkeri þess get ég ekki
annað en verið ánægð með viðtökurnar, það
er ekki á hverju kvöldi sem ljóðskáld selur
fyrir prentkostnaði í útgáfuhófinu.
Núna er ég að skrifa sögu um unga
stúlku, ég veit ekki hvort það verður saga
fyrir ungt fólk eða kannski bara saga fyrir
gamlar konur.“
MAÐUR Á AÐ TREYSTA OG FRAMKVÆMA, SEGIR HALLA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR
Sýnishorn úr lífi
„Ég naut þess að sleppa takinu, færa lesendum verkið og ráða engu um það hvenær eða hvernig
þeir tækju á móti því,“ segir Halla Margrét sem hefur gefið út fyrstu ljóðabók sína.
Morgunblaðið/Rósa Braga
HALLA MARGRÉT JÓHANNESDÓTT-
IR STOFNAÐI EIGIÐ FORLAG TIL AÐ
GEFA ÚT FYRSTU LJÓÐABÓK SÍNA.
Upp á síðkastið hef ég verið að pæla gegnum bækurnar eftir Jo
Nesbø og hefur líkað vel. Sú síðasta, doðranturinn Brynhjarta, er
fantagóð og bráðskemmtileg lesning. Hana prýðir allt sem prýða á
góða glæpasögu: Breyska hetju, fagrar samverka-
konur, bragðmikil illmenni og yfirmenn, sem þrátt
fyrir að vera klárir á sinn hátt, mæta ofjarli sínum í
hetjunni Harry Hole. Hann er afar skrautleg per-
sóna og flest verður honum að böli ofan á það að
vera forfallinn fyllibytta.
Meðan ég hef gert Nesbø skil hefur hugurinn oft
hvarflað að gömlum perlum Sjöwall og Wahlöö
sem ég er alltaf á leiðinni að lesa aftur. Önnur bók
sem ég hugsa mér að lesa aftur er Skuggaleikir eftir José Carlos
Somosa og gerist í Aþenu til forna. Þetta er frábær bók í alla staði
og lifir lengi með manni. Annar Spánarmögur sem festi sig í minni er
Carlos Ruiz Zafón og bók hans Skuggi vindsins. Hún gerist í
Barcelona á miðri þarsíðustu öld og er seiðandi og dularfull eins og
Gotneska hverfið þar. Ekki má gleyma heljarmenninu Jack Reacher
sem er bráskemmtileg hugarsmíð Lee Child, en sögurnar um hann
finnst mér best að lesa á frummálinu.
Af matarmeiri verkum er þríleikur Jóns Kalmanns ofarlega í huga
enda ekki langt síðan ég lauk við þá síðustu. Fyrsta bókin, Himnaríki
og helvíti finnst mér standa upp úr og þar sannast að fá orð segja oft
meiri sögu en mörg.
Í UPPÁHALDI
HALDOR G HALDORSEN
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Haldor G. Haldorsen er, eins og fjölmargir aðrir, aðdáandi hins norska Jo
Nesbø og las nýlega þá mögnuðu spennusögu Brynhjarta.
Morgunblaðið/Ómar