Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 16
*Grísku eyjarnar Santorini og Mykonos urðu fyrir valinu í brúðkaupsferð Emils og Ásu »18Ferðalög og flakk Nú er árið í Glasgow brátt á enda runnið og stefnan tekin út í lífið. Síðastliðið ár hef ég dvalið í vesturenda Glasgow, ásamt tveimur góð- um vinum sem ég kynntist í háskóla. Vesturendi Glasgow er flestum Íslendingum ókunnur þó að borgin sjálf hafi verið vinsæll áfanga- staður í mörg ár. Glasgow hefur upp á margt að bjóða, sérstaklega fyrir ungt fólk, en þar má nefna fjölda veitingahúsa, skemmtistaða og viðburða árið um kring. Það sem hefur verið hvað eftirminnilegast við dvöl okkar hérna hef- ur verið allt það yndislega fólk sem við höfum kynnst frá ýmsum heimshornum, allt frá Ástralíu til Kanada. Einnig hafa margir vinir okkar frá Íslandi sótt okkur heim og notið borgarinnar, jafnt að vetri sem og sumri. Glasgow hefur fullkomlega staðið undir væntingum. Axel Sigurður Óskarsson, framhaldsnemi í verkfræði. Axel (lengst til hægri) ásamt samnemendum sínum á góðri stundu. Háskólinn í Glasgow. Lífið í Glasgow Fyrir utan Gallery of Modern Art. PÓSTKORT F RÁ SKOTLAN DI HLUPU 96 KM Á 3 DÖGUM Móar, þúfur, hraun og snjór H laupaferðafyrirtækið Arctic Running stóð fyrir þriggja daga hlaupaferð með leiðsögn frá Mývatni norður í Ásbyrgi í byrjun mánaðarins. Sex hlauparar lögðu af stað frá Reykjahlíð, upp í Leirhnjúk, í Gjástykki og að Eilífs- vötnum þar sem var tjaldað fyrri nóttina. Meðal hlaupara var Bryndís Ernstdóttir langhlaupari og móðir hins nýbakaða heimsmeistara Anitu Hinriksdóttur, en Bryndís á sjálf að baki glæstan feril í langhlaupum. Hópurinn tók marga aukakróka á þessari fallegu leið og voru hlaupnir 39 kílómetrar fyrsta daginn. „Leiðin upp í Leir- hnjúk var mögnuð, við þurftum að forðast skafla en kíktum upp á Hlíðarfjall og rétt náðum útsýninu áður en þokan kom. Það var algjörlega magnað en hafði áhrif á lær- vöðvana daginn eftir,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir hjá Arctic Running og hlær. „Við tókum hring um Leirhnjúk og skoðuðum sprungur og hella og leirhveri. Fórum þaðan upp í Víti og fylgdum nýja hrauninu alveg norður í Gjástykki sem var töluverð áskorun því það var svo mikið af snjó og landslagið krefjandi. Móar og þúfur og kjarr, sandar. En við Hágöngur var svo fallegt útsýni að við hlupum niður að Eilífsvötnunum og nutum stundarinnar. Það var kraftmikil stund. Í hugum útlendinganna var þetta stund ferðarinnar.“ Lambalæri og bað í læk Við Eilífsvötn beið þeirra tjöld, eldhústjald og farangurinn þeirra sem hafði verið keyrður frá Reykjahlíð yfir daginn. Það viðraði vel til hlaupa þennan dag, þrátt fyrir að kalt væri (hitinn var um 6°C). Daginn eftir var hlaupið svokallað þingeyskt þúfuhlaup frá Eilífsvötnum yfir í Vatnajökulsþjóðgarð að Dettifossi. Það þótti þægileg leið þar sem engir snjóskaflar voru á þeim hluta. Sama dag var hlaupið frá Dettifossi eftir hádegismat, í Hafragils- undirlendi og Jökulsárgljúfrum fylgt norður að Hólmatungum og tjaldað í Vesturdal. Þar grillaði hópurinn læri og hlauparar böðuðu sig í læknum eftir 35 km hlaupadag. Þriðja daginn var farið í Svínadal, svo Jökulsárgljúfrunum fylgt þar til komið var að Ásbyrgi, hlaupið uppi á barmi byrgisins og svo niður í byrgið og endað við Botnstjörn. Í heildina var leiðin 96 km með öllum aukakrókunum en stoppað var við skemmtilega staði til að njóta þeirra. „Við ætlum aftur, ekki spurning. Förum í lok ágúst og fólki finnst svolítið merkilegt að þetta er ekki nein keppni. Þarna er hlaupið til að njóta.“ SEX HLAUPARAR FÓRU Í ÞRIGGJA DAGA HLAUPAFERÐ UM NORÐ- AUSTURLAND. BYRJAÐ VAR Í MÝVATNSSVEIT OG ENDAÐ Í ÁSBYRGI MEÐ KRÓKUM Á LEIÐINNI. FERÐIN VAR ÆVINTÝRI LÍKUST Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hópurinn við Jök ulsárgljúfur. Í þokunni er gott að stoppa og átta sighvar maður er staddur. Við Hafragilsu ndirlendi. Birkir hleypur meðfram nýjaKröfluhrauni Bryndís Ernstsdóttir, A rnfríður Kjartansdóttir , Birkir Már Kristinsson, Sasha Brown og Brian McCurdy. Sjötti hlaupa rinn, Örn Haraldsson, tók myndina. Hópurinn gisti við Eilífsvötn fyrstu nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.