Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Page 13
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 íþróttum á Bislett-leikvanginum í Osló. Þar vann Gunnar Huseby gull í kúluvarpi og kringlukasti. Örn Clausen vann gull bæði í 110 m og 400 m grindahlaupi, Hörður Har- aldsson vann gull í 200 m hlaupi, Torfi Bryngeirsson vann bæði í langstökki og stangarstökki og Skúli Guðmundsson vann hástökkið. Íslendingar unnu bæði 4x100 m og 4x400 m boðhlaupin. Á sama tíma og þessi sögulegi sigur náðist í frjálsíþróttum vann Ísland Svíþjóð í landsleik í knatt- spyrnu á Melavellinum 4:3, þannig að stolt hinnar nýfrjálsu þjóðar var mikið þennan dag. Silfur á Ólympíuleikunum Vilhjálmur Einarsson er eini Ís- lendingurinn sem hefur náð silfri á Ólympíuleikunum í einstaklingsí- þrótt, en því náði hann í Melbourne í Ástralíu árið 1956, en Bjarni Frið- riksson og Vala Flosadóttir náðu bronsi seinna á öldinni. Eins og algengt var á þeim tíma var Vilhjálmur á fullu í annarri vinnu en sinnti frjálsíþróttunum í frítíma sínum. Um sumarið 1956 tekur hann sér frí til að keppa á móti í Svíþjóð enda hafði hann not- að bók sænska þjálfarans Gösta Holmers um þrístökk sér til stuðn- ings. Holmers hleypti honum samt ekki inn á æfingar með sænsku hetjum þrístökksins fyrir mótið þar sem hann vildi ekki koma upp um leyndarmál sænska landsliðsins. Vilhjálmur fékk samt í fyrsta skipt- ið á ævinni þrjár vikur sem hann gat notað eingöngu í það að æfa þrístökkið. Þegar kom að mótinu stökk hann strax í fyrsta stökki svo langt að hann setti nýtt Norð- urlandamet. Sænsku landsliðs- mönnunum brá svo við að Íslend- ingur sem enginn kunni deili á hefði slegið Norðurlandametið í fyrsta stökki að þeir hrukku í bak- gír og stukku allir langt undir getu á mótinu. Um haustið mætti Vilhjálmur á Ólympíuleikana í Melbourne og setti nýtt heimsmet í öðru stökki sínu. Það stóð reyndar aðeins í tvær klukkustundir því Bras- ilíumaðurinn de Silva sló heims- metið og tók gullið í síðasta stökki sínu. En silfrið var Vilhjálms og varð hann að þjóðhetju fyrir vikið. Kúluvarparar Meðal skærustu stjarna frjáls- íþróttanna á síðustu áratugum ný- liðinnar aldar voru kúluvarpararnir Hreinn Halldórsson og arftaki hans Pétur Guðmundsson. Lengst náði Hreinn á alþjóðlegum mótum þegar hann varð Evrópumeistari í kúlu- varpi í San Sebastian á Spáni árið 1977. En Hreinn komst einnig í úr- slit í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og endaði í 9. sæti á leikunum en á þeim leikum keppti einnig Óskar Jakobsson í kúluvarpi og endaði í 11. sæti. Sigrar Péturs Guðmundssonar voru margir og glæstir en lengst náði hann með bronsverðlaunum á EM innanhúss 1994. Eins og áður er getið var Örn Clausen einn sterkasti tugþraut- armaður í heiminum um nokkurra ára skeið en hætti aðeins 24 ára. Valbjörn Þorláksson var um ára- bil gríðarlega öflugur í tugþraut og náði meðal annars 12. sæti á Ól- ympíuleikunum í Tókýó 1964 og varð Norðurlandameistari árið eft- ir. Jón Arnar Magnússon vakti fyrst verulega athygli í unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins 1985 þar sem hann vann til verðlauna í öllum greinum nema einni. Hann átti síð- ar eftir að leggja tugþraut fyrir sig og verða Norðurlandameistari í þeirri grein og keppti tvisvar á Ól- ympíuleikunum. Hann náði silfri á heimsmeistaramóti og bronsi á Evrópumeistaramóti í sjöþraut. Stangarstökkið Íslendingar hafa verið farsælir í stangarstökki en áður er getið Torfa Bryngeirssonar sem ólst upp í Vestmannaeyjum þar sem einn af hápunktum þjóðhátíðar var stang- arstökk sem hann síðar gerði að að- algrein sinni og varð Norð- urlandameistari í en fékk reyndar óvænt gullið á EM í Brussel fyrir hliðargrein sína, langstökkið. Vala Flosadóttir varð sigursæl, hún varð Evrópumeistari í stang- arstökki innanhúss 1996, en það var í fyrsta skipti sem keppt var í stangarstökki kvenna á stórmóti, og hafnaði í þriðja sæti á Evr- ópumeistaramótinu árið 1998. Hún vann Evrópumeistaramót 22 ára og yngri 1999 og varð önnur á evr- ópska unglingameistaramótinu 1997. Hún er ein þriggja Íslendinga sem hafa komist á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í einstaklings- íþrótt en hún fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástr- alíu 2000. Þess má geta að Þórey Edda El- ísdóttir tvíbætti Íslands- og Norð- urlandamet Völu, þó að hún næði ekki á verðlaunapall, en hún varð í fimmta sæti á Ólympíuleikunum 2004 og 6. sæti á HM 2001. Framtíð frjálsíþróttanna Aníta Hinriksdóttir er eitt mesta efni sem Ísland hefur alið í frjáls- um íþróttum og allra augu eru á þessari hæfileikastelpu. Íslendingar hafa ekki átt hlaupara á heims- mælikvarða í flokki kvenna síðan Guðrún Arnardóttir komst í úrslit Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og endaði þar í 7. sæti í 400 m grindahlaupi. Aníta er fyrst Íslend- inga til að vinna heimsmeistaratitil og tryggði sér á fimmtudaginn sæti í úrslitum 800 metra hlaupsins á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri á Ítalíu af miklu öryggi. Hún á mikla möguleika á að vinna gull í úrslitakeppninni sem fer fram í dag laugardag, klukkan 15.15. Nokkrir Íslendingar hafa unnið heimsmeistaratitla í frjálsum íþrótt- um öldunga en þau mót eru ekki innan Alþjóðasambands frjálsra íþrótta (IAAF). Á Evrópumeistaramótinu í Zür- ich í Sviss á næsta ári mun Aníta Hinriksdóttir væntanlega keppa í fyrsta skipti á móti fullorðinna. Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hefur sett sér það markmið að senda góðan hóp íþróttamanna á EM í Zürich á næsta ári, enda lofar frammistaða ungu íþróttamannanna mjög góðu. Fara þær Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta þar fremstar í flokki, en margir efnilegir og ung- ir frjálsíþróttamenn eru í mikilli framför um þessar mundir. Augu Íslendinga verða á mótinu. Morgunblaðið/Ómar Vala Flosadóttir er sigursælasti íslenski frjálsíþróttamaðurinn á EM, HM og Ólympíuleikunum. Morgunblaðið/Sverrir Sigursælasta lið Íslendinga á alþjóðlegu stórmóti til dagsins í dag er án vafa það lið sem fór á EM í Brussel árið 1950. Flestir enduðu í einhverju af efstu sætunum í sinni grein og þar af tveir í fyrsta sæti og einn í öðru sæti. Fremst frá vinstri: Ásmundur Bjarnason, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Örn Clausen og Jóel Sigurðsson. Miðröð: Magnús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Pétur Einarsson, Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson. Aftast: Ingólfur Steinsson, Garðar S. Gíslason og Benedikt Jakobsson landsliðsþjálfari. * Árið 1951vann síðanÍsland sögulegan sigur í landskeppni við Norðmenn og Dani í frjálsum íþróttum. DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir á óskalistann ykkar. Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.