Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013
Einhverju sinni kom ég í Reykholt með nor-rænan hóp að vitja fornrar söguslóðar.Séra Geir Waage tók á móti hópnum og tal-
aði hann til okkar í nokkurn tíma. Aðkomumenn
hlustuðu dolfallnir. Það var að vísu ekki svo að
spurt væri hvort þetta væri sonur Snorra, sem
þarna mæltist svo vel, en hitt veit ég að hinum
norrænu aðkomumönnum þóttu þeir vera komnir
harla nærri Söguöldinni við að hlýða á séra Geir
virkja menningararfinn. Einhver hafði á orði að
hann væri á borð við Geysi og Gullfoss. Á und-
anförnum árum hefur víða tekist vel til við að
koma menningararfleifðinni á framfæri. Ég nefni
sem dæmi Hávamálin á heimstungunum í snjallri
framsetningu og síðan fjölmörg söfn víða um land
sem opna okkur og heimsækjendum okkar sýn
inn í menningu þjóðarinnar. Hið frábæra Vest-
urfarasafn á Hofsósi er dæmi um menningarlegt
orkubú.
Og nú er komin tillaga um nýtt safn, sem hlýtur
að vera íhugunar virði: Safn um gerð fornritanna
með þungamiðju í okkar merkasta handriti, Flat-
eyjarbók.
Þessi hugmynd var sett fram í grein sem birtist
í Morgunblaðinu nýlega eftir þau Karl Guðmund
Friðriksson og Sigríði P. Friðriksdóttur. Grein-
arhöfundar vilja að bókin verði kennd við Víði-
dalstungu í Húnavatnssýslu og nefnd Víðidals-
tungubók enda rituð undir handarjaðri Jóns
Hákonarsonar, bónda í Víðidalstungu og síðan
lengi varðveitt þar. Í Flatey hafi bókin hins vegar
stoppað stutt við áður en hún var flutt til Kaup-
mannahafnar.
Ekki er nóg með að þau Karl Guðmundur og
Sigríður telji rétt að kenna Flateyjarbók við Víði-
dalstungu í stað Flateyjar. Þau leggja til að fyrr-
nefnt safn verði reist á tungunni á milli Víðidalsár
og Fitjár og að þar verði sögu Víðidalstungu/
Flateyjar-bókar gerð skil en sérstök áhersla yrði
lögð á að sýna verkun skinna og bókband.
Um þennan verklega þátt handritsgerðar
fjallar Sigurður Nordal m.a. í formálsorðum sín-
um að útgáfu Flateyjarbókar árið 1944. Hann seg-
ir að í bókina hafi farið 113 kálfskinn og hafi það
verið vandasamt og seinlegt „að verka skinnin
með nauðsynlegri varúð, skera þau til og fága, svo
að þau yrðu hæf til bókfells“. Allt hafi þetta verið
„íslensk heimilisvinna, og úr innlendum efnum var
líka blekið og jurtalitir til skreytingar“. Þá hafi
„verið tímafrekt að lýsa bókina, þ.e. prýða hana
með hinum mislitu upphafsstöfum, hugsa til-
breytnina í gerð þeirra og draga þá“. Safnið
stendur lifandi fyrir hugskotssjónum!
Mér þykir þetta vera góð hugmynd. Ég skal
játa að ekki er ég laus við hlutdrægni í afstöðu til
staðarvalsins því fyrir rúmlega hálfri öld var ég
sumarstrákur í Víðudalstungu og á þaðan góðar
minningar. En hvað sem líður hlutdrægni sveita-
drengs úr Tungu þá tala röksemdirnar sínu máli
og myndin sem Sigurður Nordal dregur upp í
fyrrgreindum formála sínum, bæði af bókagerð-
inni og sögu handritsins, gerir það að verkum að
ég get varla beðið að komast í safnið í Víðidalnum
til að fræðast um Víðidalstungubók í því héraði
sem hún varð til fyrir rúmum sex hundruð árum.
Víðidalstungubók
*Ég skal játa að ekki er églaus við hlutdrægni í af-stöðu til staðarvalsins.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Það er löngu landsþekkt hve
upptekinn Páll Óskar Hjálm-
týsson er. Popparinn síkáti til-
kynnti í vikunni á Fésbók að
hann væri loksins
kominn með sér-
lega aðstoðar-
manneskju í anda
ráðherranna, en
Ingibjörg Örlygs-
dóttir, gjarnan nefnd Inga á Nasa,
kemur til með að halda utan
bókunarmál kappans héðan í frá.
Raunar var í nógu að snúast á
Fésbókarsíðu Palla þessa vikuna.
Hann birti mynd sem sýndi slá-
andi andstæður Gay Pride í
Reykjavík og Moskvu, en 3.594
Fésbókaraðdáendur hans deildu
henni áfram og í ofanálag eign-
aðist hann sinn 29.000 Fésbók-
araðdáanda –
geri aðrir betur.
Í vikunni var
tilkynnt um komu
trúboðans
Franklins
Graham til
landsins, en hann er meðal ann-
ars er þekktur fyrir afar vafasöm
ummæli í garð samkynhneigðra.
Graham er ætlað að ávarpa Ís-
lendinga í Laugardalshöllinni á
viðburði sem kallaður er Hátíð
vonar. Líkt og gefur að skilja
stuðaði tilkynningin landann, ekki
síst vegna tímasetningar hennar,
en Hinsegin dagar í Reykjavík
voru settir á fimmtudaginn var. Í
kjölfar tilkynningarinnar fór af
stað herferð gegn viðburðinum á
Fésbók og hvöttu ýmsir Fésbók-
arnotendur fólk til að tryggja sér
miða á viðburðinn en skrópa til
að tryggja tóman
sal. Á meðal
þeirra sem
breiddu út boð-
skap þeirrar her-
ferðar var rit-
stýran Þóra
Tómasdóttir.
Einnig voru léttvægari málefni
á dagskrá á Fésbók í vikunni, en
leikkonan Saga
Garðarsdóttir
sá ástæðu til að
senda frá sér eft-
irfarandi tilkynn-
ingu á sinni síðu:
„Að gefnu tilefni
vil ég taka það fram að ég var
ekki lítill grís í fyrra lífi.“ Hvergi
er þó greint frá forsögu tilkynn-
ingarinnar.
AF NETINU
Unnur Bisgaard (áður Mark-
úsdóttir) hefur undanfarin fjögur ár
leitað að málverki eftir Jóhannes
Kjarval sem áður var í eigu föður
hennar. Málverkið fékk faðir henn-
ar að gjöf árið 1963 fyrir störf sín
sem skipstjóri, en hann seldi Gall-
eríi Borg málverkið árið 1999. Mál-
verkið hefur mikið tilfinningagildi
fyrir Unni en hún vonast eftir því
að geta keypt málverkið ef núver-
andi eigandi finnst. „Pabbi minn dó
árið 2009 og ég hef frá þeim tíma
leitað að málverkinu. Ég hef spurst
fyrir um verkið á mörgum gall-
eríum og fylgst með uppboðum en
það hefur engan árangur borið. Ég
ákvað því að leita til fjölmiðla og
vonandi finnst verkið,“ segir Unnur
en faðir hennar var mjög hrifinn af
málverkinu og sá sífellt nýja hluti í
því. „Þetta málverk horfði ég á í
mörg ár og pabbi var mjög ánægð-
ur með það. Hann fann oft eitthvað
nýtt í myndinni eins og tröllkonur
og annað því um líkt en verkið sýn-
ir m.a. íslenskt hraun eins og marg-
ar af myndum Kjarvals,“ segir hún.
Þrátt fyrir að hafa verið búsett í
Danmörku frá árinu 1964 hefur
Unnur sterkar taugar til Íslands,
en hún telur málverkið mikilvægan
hlekk í því að viðhalda tengslum
barna- og barnabarna við Ísland.
„Þetta er nokkuð sem ég vona að
börnin mín geti erft eftir mig og
svo áfram niður ættina. Ég hef
mikinn áhuga á listaverkum og á
mikið af verkum bæði frá Íslandi
og Færeyjum. Þetta er hins vegar
einstakt verk og mér finnst mik-
ilvægt að málverkið haldist innan
fjölskyldunnar þar sem ég vil að Ís-
land verði mikilvægur hluti af arfi
mínum. Þetta verk hefur mikið
minjagildi fyrir mig,“ segir Unnur,
en aðspurð hvort hún sé vongóð um
að verkið finnist segir hún: „Ég
gefst allavega ekki upp. Ég hefði
getað sett auglýsingu á netið eða
eitthvað slíkt en ég taldi rétt að
leita til fjölmiðla fyrst. Vonandi les
einhver þetta í Morgunblaðinu sem
annaðhvort er eigandi verksins eða
þekkir einhvern sem veit hvar
verkið er að finna,“ segir Unnur en
hún biður þá sem vita um afdrif
verksins að senda sér tölvupóst á
netfangið:
unnurbisgaard@hotmail.com. Málverkið sýnir m.a. íslenskt hraun. Unnur segist vongóð um að verkið finnist.
Vill kaupa málverk eftir Kjarval
sem faðir hennar átti
Vettvangur