Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Síða 59
11.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Hætti kjaftavaðall af enn einni samantekinni bók. (8)
9. Gull og liþíum gera þig að fífli. (4)
10. Ræð unglingi að búa til smán. (11)
11. Ung úr görmunum frá formæðrum. (5)
12. Freyðið vatn sem inniheldur skepnuna. (8)
13. Stjórni skass eitt yfir fjárhirslu. (10)
15. Flani margsinnis með enga fleirtölu. (3,3)
16. Kærasti Barbie er ennþá við ofninn hjá leiðbeinandanum. (9)
18. Felling inn á við er glæpur. (7)
19. Ílát bókar fyrir ungar sem eru góðir pennar. (12)
21. Fólk og arar eru fyrir flöskur af spritti. (7)
22. Drepa frosið vatn með skafli. (10)
23. Fljótur hefur sin í farveginum. (8)
26. Haus stoppar við aðalaðsetur. (12)
28. Með hrópi hlífðir í átökum. (7)
30. Leki á rafmagni er á útleið slagkrafts. (9)
31. Snurfusið S-nafnið á netinu. (7)
32. Heimskulegt eftir innstungu en samt gáfulegt. (12)
34. Draga lífverur að sér súrefni þrátt fyrir að vera ekki lifandi?
(9)
35. Járn brúar tímabil. (7)
LÓÐRÉTT
1. Sleikur við Dan á balli. (10)
2. Fer fúll á blaðamannafundinn. (8)
3. Fallið heimskauta nagdýr lendir hjá Hollendingi. (8)
4. Ha? Girðingar er sagðar gerðar af skáldum. (11)
5. Biðli til stigans á skrá. (8)
6. Sá sem þekkir spýtu er göldróttur (12)
7. Hæsta mastur hjá vönustum. (8)
8. Sá sem er hægt að borða þurrkar kassava. (10)
14. Næla Forngrikkja þvælist um í hópum glæpamanna. (15)
17. Gera meiri þögn með hávaða sem á ekki að vera. (9)
20. Einn enn þrisvar fær nema sem er enn með sjúkdómunum.
(11)
21. Lendir pilluílát fyrir bergsnös út af líkamshluta sem er nokk-
uð kringlóttur. (11)
24. Án auðs lendir maður næstum í þrælahaldi. (5)
25. Í allar áttir nema vestur hendir að gleggstum. (9)
26. Hraðir fá ekkert frá mögrum. (7)
27. Að útskýra hest fyrir telpu. (6)
29. Ávinningur snýst við við að innheimta. (5)
33. Glúrinn fær svefn. (3)
Friðrik Ólafsson er í góðum fé-lagsskap á skákhátíð, „Pega-sus chess summit“, sem
hefst í Dresden í Þýskalandi þann
16. ágúst nk. en ýmsar gamlar
hetjur skákarinnar eru þar kall-
aðar til og heiðraðar fyrir framlag
sitt til skáklistarinnar og vekur
þátttaka Boris Spasskí fyrrver-
andi heimsmeistara mesta athygli.
Nú er ár liðið frá því hann hann
flutti óvænt og með leynd frá
Frakklandi til Rússlands þar sem
hann unir hag sínum vel þrátt fyr-
ir fötlun í kjölfar heilablóðfalls.
Spasskí mun væntanlega taka sæti
í liði Rússa, sem teflir samráðas-
kák við úrvalslið Þjóðverja með
„lifandi taflmönnum“ frá „skák-
bænum Stroeberg“. Viðureignin
fer fram á torginu fyrir framan
Frúarkirkjuna í Dreden. Hún var
endurreist fyrir um 20 árum en
var bókstaflega brædd niður í loft-
árásum Bandamanna á síðustu
dögum seinni heimsstyrjaldar.
Friðrik tók þátt í þessari hátíð í
fyrra og tefldi þá sýningarskák í
gömlum kastala við gamla brýnið
Wolfgang Uhlmann. Annar kappi
sem flýgur yfir hafið til Dresden
er bandaríski stórmeistarinn Willi-
am Lombardy. Kannski er líka
kominn tími til að endurreisa hinn
skapheita og bænheita Bill Lomb-
ardy í hugum vorum því sannleik-
urinn er sá að hann átti ekki lítinn
þátt í uppgangi Bobby Fischers á
sjötta áratugnum, var aðstoð-
armaður hans í Portoroz 5́8 og aft-
ur í „einvígi aldarinnar“ 7́2.
Lombardy vann ýmis mögnuð af-
rek áður hann tók vígslu sem kaþ-
ólskur prestur í byrjun sjöunda
áratugarins; varð heimsmeistari
unglinga árið 1957 með fullu húsi,
hlaut 11 vinninga af 11 mögu-
legum og á heimsmeistaramóti
stúdenta í Leningrad árið 1960
leiddi hann bandarísku sveitina til
sigurs með glæstum árangri á 1.
borði, 12 vinningum af 13 mögu-
legum. Það fór ekki vel í yfirvöld í
Sovét og Spasskí var umsvifalaust
settur út af sakramentinu, þurfti
kannski á því að halda því frægð-
arsól hans reis aldrei hærra en á
árunum 1964-1970. Eftir að hafa
„kastað hempunni“ skömmu eftir
einvígið mikla í Reykjavík hóf
Lombardy að tefla aftur og var í
liði bandarísku sveitarinnar sem
vann gullverðlaun á Ólympíu-
mótinu í Haifa í Ísrael árið 1976.
Hann tefldi á fjölmörgum mótum
hér á landi á tímabilinu 1957-1986.
En lítum á áðurnefnda skák við
Spasskí.
Leningrad 1960:
Boris Spasskí – William Lomb-
ardy
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7
7. Bc4 Da5 8. Dd2 e6 9. O-O
Miklu skarpara er að hrókera
langt eins og Spasskí gerði í
frægri vinningsskák gegn Tigran
Petrosjan vorið 1969.
9. … Be7 10. a3 h6 11. Be3 Re5
12. Ba2 Dc7 13. De2 b5 14. f4
Reg4 15. h3 Rxe3 16. Dxe3 O-O
17. Hae1
Svartur hefur auðveldlega náð
að jafna taflið og stendur heldur
betur betur ef eitthvað er.
17. … e5 18. Rf5 Bxf5 19. exf5
( Sjá stöðumynd)
19. … d5!
Þennan einfalda leik hefði
Spasskí átt að hafa séð fyrir,
svartur hótar að leppa drottn-
inguna með 20. …. Bc5.
20. Dxe5 Bd6 21. De2 Bxa3! 22.
Rd1?
Slakur leikur. Hvítur gat haldið
jafnvægi með 22. rxd5 Rxd5 23.
bxd5 Dc5+ 24. Kh2 Dxd5 25. bxa3
Dxf5 26. c4! o.s.frv. )
22. … Hae8 23. Df3 Bc5+ 24.
Kh1 Hxe1 25. Hxe1 Da5!
Tvöfalt uppnám. Svartur stend-
ur til vinnings.
26. Rc3 b4 27. Rxd5 Dxa2 28.
Rxf6+ gxf6 29. Dc6 Dc4!
– og hér má svara 30. Dxf6 með
30. … Dxf4 o.s.frv. Spasskí gafst
upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Friðrik til fundar við Spasskí og Lombardy í Dresden
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseð-
ilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni
í umslagi merktu: Kross-
gáta Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu
11. ágúst rennur út föstu-
daginn 16. ágúst.
Vinningshafi krossgát-
unnar 4. ágúst sl. eru Ari og Ragnar Blöndal,
Njálsgötu 39a, Reykjavík. Þeir hljóta í verðlaun
bókina Ærlegi lærlingurinn eftir Vikas Swarup.
JPV gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang