Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 1
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þreifingar hafa verið bak við tjöldin undanfarið um lausn á deilunni um stjórnun makrílveiða í Norðaustur- Atlantshafi. Samkvæmt því sem fram kemur í Shetland Times á Hjaltlands- eyjum vinnur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að samnings- tillögum um lausn þar sem Ísland fengi 11,9% hlut í heildaraflanum. Færeyingum yrði boðin svipuð hlut- deild, að því er fram kemur í blaðinu. Um 106 þúsund tonn Í ár tóku Íslendingar sér rúmlega 123 þúsund tonna kvóta af 542 þús- und tonna heildarkvóta, en heildar- veiði ársins varð um 900 þúsund tonn. Samkvæmt tillögunni fengju íslensk skip að veiða um 106 þúsund tonn eða 11,9% af 890 þúsund tonna heildar- kvóta. Hvorki kemur fram í fréttinni hvort slíkur samningur tæki gildi strax eða í hversu langan tíma hann ætti að gilda, né hvort einhver aðlög- un yrði að honum. Síðari hluta næstu viku ræða strandríkin um stjórn makrílveiða á fundi í London. Sigurgeir Þorgeirs- son er formaður íslensku sendinefnd- arinnar og staðfestir hann að óform- legar viðræður hafi farið fram, en neitar að staðfesta fréttina eða tjá sig um hana efnislega. »12 Þreifingar í makríldeilu  Fréttir um að Íslandi séu boðin 11,9% af heildarafla  Strandríkjafundur um stjórn makrílveiða í næstu viku F I M M T U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 3  241. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG SANNAR SÖGUR AF ÓTRÚLEGUM VERULEIKA ER ARÐBÆRT AÐ VERA GRÆNN? FYRSTUR AÐ SKORA Í FIMM LEIKJUM Í RÖÐ VIÐSKIPTILJÓSMYNDIR ÞORKELS 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Kristinn Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson.  Standist sú túlkun að arður frá samlagshlutafélögum sem eru ósjálfstæðir skattaaðilar og sölu- hagnaður hlutabréfa sé að fullu skattskyldur þá yrði hagnaður slíkra félaga í reynd tvískattlagður. Samkvæmt heimildum hefur emb- ætti ríkisskattstjóra staðfest þetta álit sitt við ýmsa skattalögfræð- inga. Fyrrnefnt félagaform hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár og er þekktasta félagið Framtaks- sjóður Íslands. Skúli Eggert Þórðarson, ríkis- skattstjóri, segir ekki unnt að stað- festa þessa túlkun embættisins og að unnið sé að greinargerð um mál- ið. »Viðskipti Þýddi að fjárfestar yrðu tvískattlagðir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þýska fyrirtækið Bremenports hef- ur að lokinni frumathugun ákveðið að setja aukið fé í rannsóknir á fýsi- leika þess að gera umskipunarhöfn í Finnafirði. Eru uppi hugmyndir um að viðlegukanturinn yrði 1.500 metrar í 1. áfanga og 5.000 metrar þegar höfnin yrði fullbyggð. Fulltrúar fyrirtækisins kynntu heimamönnum í Langanesbyggð áformin í síðustu viku, ásamt fulltrúum Eflu verkfræðistofu og sveitarfélaga á Norðausturlandi. Taki þrjú til fimm ár Siggeir Stefánsson, oddviti sveit- arstjórnar Langanesbyggðar, segir þýska fyrirtækið munu nota næstu þrjú til fimm ár til að afla gagna. Fram kom á kynningunni fyrir austan að líklega yrði um 3-5 áfanga að ræða en jafnframt er til skoð- unar að byggja 1.200 metra olíu- höfn. Siggeir segir ótímabært að ræða kostnað eða hversu margir gætu starfað á svæðinu fullbyggðu. Umskipunarhöfnin yrði fullbyggð álíka stór og samanlagðar helstu hafnir í Reykjavík og á Akranesi en dýpið hins vegar meira. Viðlegukantur yrði 5 km  Þýskt stórfyrirtæki setur aukið fé í rannsóknir á Finnafirði  Viðlegukanturinn yrði 1.500 metrar í 1. áfanga og 5 km alls Lengdarmetrar á hafnarbökkum (lengdir á viðlegum)* *Lengd bryggju sem stærri skip geta lagst að. Reykjavík – Gamla höfnin 2.686 m Akranes 920 m Finnafjörður – 1. áfangi 1.500 m Finnafjörður – fullbyggt 5.000 m Finnafjörður með olíuhöfn 6.200 m Sundahöfn 2.457 m MRisahöfn möguleg »16-17 Söngvarar æfa fyrir frumsýningu á hinni vin- sælu og ástríðuþrungnu óperu Carmen eftir Georges Bizet. Söngvararnir voru málaðir fyrir rennsli í gær- kvöldi, meðal annars Kristín Sigurðardóttir sem er í kór Íslensku óperunnar og fer með hlutverk hermanns í sýningunni. Frumsýning Íslensku óp- erunnar á Carmen verður í tónlistarhúsinu Hörpu næstkomandi laugardag. Söngvarar búa sig undir ástríðuþrungið kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska óperan frumsýnir Carmen um helgina  Tortóla-félag í eigu Bakkavarar- bræðranna Ágústs og Lýðs Guð- mundssona var skráð hjá Fyrirtækjaskrá hér á landi síðast- liðið sumar svo að hægt væri að nýta fjármuni fyrirtækisins til þess að fara fjárfestingarleið Seðla- bankans. Það var gert samhliða kaupum á 25% hlut í Bakkavör fyrir fjóra milljarða króna. Fjárfesting- arleið Seðlabankans veitir um 20% afslátt á krónukaupum fyrir er- lendan gjaldeyri gegn því að fjár- fest sé hér á landi til lengri tíma. Bræðurnir eiga 38% hlut í Bakkavör í gegnum Tortóla-félagið Alloa Finance. Það á 20% hlut í Bakkavör í eigin nafni og dóttur- félag þess, Korkur Invest, á 18% hlut. Korkur var settur á stofn til þess að fara fjárfestingarleið Seðla- bankans. »Viðskipti Keyptu í Bakkavör í gegnum Tortóla-félag Tæplega 1.500 erlendir ríkisborg- arar frá Austur-Evrópu fluttu til landsins á fyrstu níu mánuðum árs- ins og voru þeir um helmingur þeirra erlendu ríkisborgara sem hingað fluttust á tímabilinu. Hátt í 2.400 af um 3.000 innflytjendum á tímabilinu eru frá Evrópu. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Kringlunni Landsmönnum fjölgar. Straumur frá A- Evrópu til landsins ÍÞRÓTTIRKOLBEINN SETUR MET

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.