Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Staðan í deilunni um makrílveiðar í
NA-Atlantshafi breyttist verulega
er aflamark næsta árs var aukið um
tæplega 65% fyrir næsta ár. Í stað
þess að ráðgjöfin sé 542 þúsund tonn
eins og var fyrir þetta ár, er hún nú
890 þúsund tonn á næsta ári. Meira
er því til skiptanna og heildarkvóti
næsta árs nálægt því sem veiðist á
þessu ári. Stjórnun makrílveiðanna
verður rædd á fundi í London síðari
hluta næstu viku og virðist tilboð um
lausn deilunnar liggja í loftinu.
Samkomulag hefur verið í gildi
milli Norðmanna og Evópusam-
bandsins um skiptingu á makrílkvót-
anum. Þau hafa aðeins að litlu leyti
tekið tillit til breyttrar hegðunar
makrílsins og stöðugt vaxandi
gengdar á norðlægar slóðir í fæðu-
leit yfir sumartímann. Síðustu sum-
ur hafa yfir 1,5 milljónir tonna af
makríl mælst í íslenskri lögsögu.
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur
lítt verið hlustað á sjónarmið íslend-
inga og Færeyinga og hótanir verið
um viðskiptaþvinganir af hálfu ESB.
Úthlutuðu sér 90%
af ráðlagðri veiði
ESB og Noregur hafa tekið sér
yfir 90% af ráðlögðum makrílkvóta
og skiptu hlutnum þannig að 68,65%
komu í hlut ESB, en 31,35% í hlut
Norðmanna. Íslendingar, Færeying-
ar, Rússar og nú Grænlendingar
hefðu átt að skipta innan við 10% sín
á milli. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa tilboð ESB og Nor-
egs til Íslands alltaf verið vel undir
10% fram til þessa.
Fram kom í blaðinu Shetland
Times á Hjaltlandseyjum í gær að
Íslendingum væru nú boðin 11,9% af
heildarkvótanum samkvæmt samn-
ingstilboði sem framkvæmdastjórn
ESB sé að undirbúa í makríldeil-
unni. Færeyingum yrði jafnframt
boðin svipuð hlutdeild. Í hlut Íslend-
inga kæmu því um 106 þúsund tonn
samkvæmt slíku samkomulagi.
Ákveðin hlutdeild færi síðan til
Rússa.
Gangi þetta eftir kæmu um 70% af
kvótanum í hlut Norðmanna og ESB
samkvæmt nýjum samningi. Þar
sem ráðgjöfin hefur hækkað veru-
lega gæti afli skipa þessara strand-
ríkja eigi að síður aukist á næsta ári
frá því sem var í ár.
Tilraunaveiðar Grænlendinga
Færeyingar settu sér tæplega 126
þúsund tonna makrílkvóta í ár, auk
30 þúsund tonna sem óveidd voru á
fyrra ári og Íslendingar rúmlega 123
þúsund tonn auk 6 þúsund tonna frá
fyrra ári. Grænlendingar hófu
makrílveiðar í fyrrasumar og í ár
tóku þeir sér 55 þúsund tonna til-
raunakvóta í áföngum. Þeir verða
áheyrnarfulltrúar á fundinum í
London í næstu viku og hafa áhuga á
að veiðar þeirra verði áfram skil-
greindar sem tilraunaveiðar.
Rússar eru ekki skilgreindir sem
strandríki í makrílveiðum, en þeir
hafa stundað veiðar á úthafinu. Þeir
hafa tekið sér einhliða kvóta eins og
aðrir undanfarin ár þar sem enginn
samningur er í gildi. Þeir ákváðu
kvóta sinn 68 þúsund tonn í ár og og
hækkuðu sig um 10% á milli ára á
sama tíma og samdráttur var í ráð-
gjöf.
Vanmetin stofnstærð
Undanfarin ár hefur Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið veitt ráðgjöf sam-
kvæmt aflareglu þar sem aflamarkið
ákvarðast af niðurstöðum stofn-
matslíkans. Í ár var ákveðið að
styðjast ekki við stofnmatslíkanið og
er meginástæða þess óáreiðanleg
aflagögn fram til ársins 2006.
Gagnagreining bendir til þess að
stofnstærðin hafi verið vanmetin
undanfarin ár og að ekki sé verjandi
að byggja ráðgjöf áfram á þessum
gögnum.
Vísitölur um stofnstærð makríls
frá fjölþjóðlegum eggjaleiðangri
sem farinn var í sumar sýna að
stofninn hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum. Þá gáfu niðurstöð-
ur fjölþjóðlegs leiðangurs í júlí/ágúst
2013 vísbendingar um vaxandi stofn
og góða nýliðun á undanförnum ár-
um. Þetta bendir til þess að þrátt
fyrir veiðar umfram ráðgjöf undan-
farin ár sé stofninn ekki ofveiddur.
Ráðlagt aflamark fyrir árið 2014
tekur mið af þessum upplýsingum
og er ákvarðað út frá meðaltali
heildarafla síðustu þriggja ára sem
er 889.886 tonn.
Rýnt í öll möguleg gögn
Sérstakur fundur um stofnmat á
makríl verður haldinn á vegum Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins í febrúar
nk. Þar verður rýnt í öll möguleg
gögn sem nýst geta í stofnmati og ný
líkön prófuð. Bundnar eru vonir við
að áreiðanlegra stofnmat fáist með
þeirri vinnu sem hægt verði að nota
til að veita ráðgjöf um aflamark í
framtíðinni, segir í frétt á heimasíðu
Hafrannsóknastofnunar þar sem
greint er frá ráðgjöf ICES.
Tilboð um lausn liggur í loftinu
Meira til skiptanna í makrílveiðum næsta árs Framkvæmdastjórn ESB vinnur að samningstilboði
Hlutdeild Íslendinga og Færeyinga yrði um 11,9% ESB og Norðmenn yrðu með um 70% kvótans
Samtök sjómanna á Hjaltlands-
eyjum vara við því að framtíð upp-
sjávarveiða á eyjunum sé í hættu
ef samningur sem framkvæmda-
stjórn ESB leggur til í makríldeil-
unni verði samþykktur. Sagt er frá
málinu á vef Shetland Times en
þar kemur fram að samtökin hafi
brugðist reið við tillögum embætt-
ismanna í Brussel. Þær feli í sér að
Íslendingum og Færeyingum verði
umbunað fyrir „sjóræningjaveið-
ar“.
Þar kemur jafnframt fram að
samtökin séu að baki um þriðj-
ungs uppsjávarflotans á Bret-
landseyjum. Fiskveiðinefnd Evr-
ópusambandsins fundar í dag og
brýndi Simon Collins, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, fyrir
bresku og skosku sjávarútvegs-
ráðherrunum George Eustice og
Richard Lochhead að ana ekki út í
samninga vegna þrýstings þar um.
Handan alþjóðlegra samninga
Haft var eftir Collins um makríl-
deiluna: „Þótt allir vilji enda deil-
una og sjá stöðugleika á ný, er
þessi samningur einfaldlega umb-
un fyrir sjóræningjaveiðar Íslend-
inga og Færeyinga. Þessar þjóðir,
sem hafa veitt hlutfallslega lítið af
makríl í gegnum tíðina, skömmt-
uðu sér geysimikla kvótaaukningu
á síðustu árum sem var handan al-
þjóðlegra samninga.
Þær hafa vísvitandi virt að vettugi
hið ábyrga kerfi sem komið var á
til að tryggja sjálfbærni makríl-
veiða í Norðaustur-Atlantshafinu.
Nú, verði þessi tillaga Evrópusam-
bandsins samþykkt af hinum
strandríkjunum sem bera ábyrgð á
stjórn makrílveiða, kynni Íslend-
ingum, Færeyingum og Grænlend-
ingum skyndilega að verða umb-
unað með úthlutun hér um bil
30% útgefins afla.“
Samkvæmt samningnum sem til-
laga hefur verið gerð um myndi
flotinn á Hjaltlandseyjum fá heim-
ild til aukinna veiða. Collins hefur
hins vegar áhyggjur af því að hlut-
deild flotans í heildar-makrílafl-
anum myndi „skerðast verulega“.
SJÓMENN Á HJALTLANDSEYJUM VARA VIÐ SAMNINGNUM
Frá Leirvík á Hjaltlandi Veiðar og vinnsla makríls standa á gömlum merg.
Yrði skyndilega umbunað
fyrir „sjóræningjaveiðar“
Staða íslensks manns á þrítugsaldri
sem var handtekinn á flugvelli í
Buenos Aires fyrir viku með fjögur
kíló af kókaíni er óbreytt sam-
kvæmt upplýsingum frá utanrík-
isráðuneytinu. Maðurinn situr í
varðhaldi en honum hefur verið út-
vegaður lögmaður.
Alls er utanríkisráðuneytinu
kunnugt um 26 Íslendinga sem sitja
í fangelsi erlendis í átta löndum og í
fjórum álfum. Einn þeirra hefur að
vísu fengið reynslulausn og dvelur
utan fangelsis en sætir farbanni.
Af þessum 26 sitja 23 inni vegna
fíkniefnabrota en þrír vegna ofbeld-
isbrota. Flestir eru í Danmörku en
þar afplána 16 Íslendingar fangels-
isvist eða sitja í gæsluvarðhaldi.
Nær allir þeirra sem sitja inni er-
lendis eru karlmenn fyrir utan tvær
stúlkur sem setið hafa í gæslu-
varðhaldi í Tékklandi vegna fíkni-
efnasmygls frá því í nóvember í
fyrra.
Ekki er þó útilokað að fleiri Ís-
lendingar séu á bak við lás og slá
erlendis þar sem dæmi eru um að
þeir sem hljóta dóma erlendis vilji
ekki að haft sé samband heim og af-
þakki afskipti íslenskra yfirvalda.
Auk þeirra geta verið einstaklingar
í erlendum fangelsum með tvöfalt
ríkisfang og hafa hlotið dóma án
þess að það sé tilkynnt hingað til
lands.
26 Íslendingar í
fangelsi erlendis
Langflestir vegna fíkniefnabrota
Íslendingar í erlendum fangelsum
Bandaríkin 1 karlmaður afplánun
Brasilía 2 karlmenn afplánun, annar á reynslulausn í farbanni
Danmörk 16 karlmenn afplánun/gæsluvarðhald
Tékkland 2 konur gæsluvarðhald
Spánn 1 karlmaður afplánun
Noregur 1 karlmaður gæsluvarðhald
Ástralía 2 karlmenn gæsluvarðhald
Argentína 1 karlmaður gæsluvarðhald
Heimild: Utanríkisráðuneytið
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
Kringlukast
dagana 17-21 okt.
20% afsláttur
af öllum vörum