Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tillögu um að efna til átaks í fjölgun útilistaverka í íbúðarhverfum í eystri hluta borgarinnar var á fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur á þriðjudag vísað til menningar- og ferða- málaráðs. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram og lýsir hann von- brigðum með að hún skuli ekki hafa verið samþykkt í borgarstjórn í ljósi almennt jákvæðra viðbragða meiri- hlutans. Óttast hann að málið verði svæft í nefnd, en afgreiðsla málsins var hörmuð í sérstakri bókun borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég vissi að dreifing listaverkanna væri ójöfn í borginni en ákvað að kanna málið og það kom mér á óvart hvað munurinn er mikill. Samkvæmt vef Listasafns Reykjavíkur eru þetta tæplega 100 verk, og þá tel ég ekki með sérgarða eins og söfn Einars Jónssonar og Ásmundar Sveins- sonar. Af þessum nærri 100 verkum eru 46 þeirra í póstnúmeri 101 og snarfækkar eftir því sem austar dregur. Þannig eru afar fá listaverk í Breiðholti og ekkert í Grafarholti eða á Kjalarnesi,“ segir Kjartan en skipt- inguna eftir póstnúmerum má sjá nánar á kortinu hér til hliðar. Kjartan telur tilvalið að fjölga lista- verkunum og ná betri dreifingu. Hægt sé að endurgera verk frá Lista- safni Reykjavíkur eða færa til lista- verk. Fordæmi séu fyrir því. Þannig sé hægt að ná fram markmiðum til- lögunnar án þess að leggja út í mik- inn kostnað. „Núverandi meirihluti vinnur meira í því að færa verkin nær mið- bænum, eins og frá Veðurstofu niður í Lækjargötu og það stendur til að flytja annað verk við Snorrabraut niður í bæ,“ segir Kjartan og telur samkeppni um ný listaverk einnig koma til greina í íbúðarhverfunum, í samráði við hverfisráðin. Kjartan segir að með meiri dreif- ingu listaverkanna verði stuðlað að auknum menningarbrag. Þau gegni einnig mikilvægu hlutverki við grenndarkennslu nemenda í leik- og grunnskólum. Slík kennsla sé vaxandi þáttur í skólastarfinu. Útilistaverk komi á skipulag Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, tekur almennt vel í tillögu Kjartans. Segir að hún muni fá frekari umfjöllun í ráðinu. Hann bendir hins vegar á að listaverkin séu fleiri en fram komi á vef Listasafns Reykjavíkur. Þann lista þurfi að uppfæra því listaverkum hafi fjölgað í hverfum eins og Graf- arvogi og Breiðholti. Alls séu þetta 144 útilistaverk og að jafnaði þrjú til fimm verk í hverju hverfi. Einar segir það jafnframt ágætis árangur í 227 ára sögu Reykjavíkurborgar að hafa sett upp listaverk á eins og hálfs árs fresti. „Mér telst til að í Grafarvogi séu 18 listaverk. Miðborgin er með flest verk því sá hluti borgarinnar er elst- ur. Svo eru tvö ný verk að koma í Breiðholtið,“ segir Einar Örn, sem telur að borgin hafi á undanförnum áratugum ekki sinnt því nógu vel að setja listaverk í almenningsrými. „Það er ekki fyrr en að undanförnu sem tillit er tekið til þess að listaverk eigi að vera nær íbúunum en ekki bara í Grasagarðinum, svo ég nefni dæmi.“ Einar Örn telur það jafnframt ámælisvert að á síðustu áratugum hafi ekki verið í skipulagi borgarinnar hvar setja eigi niður útilistaverk. Móta þurfi stefnu í þá veru. „Tillagan verður tekin fyrir í menningar- og ferðamálaráði, þar sem við höfum fjallað um fjölgun úti- listaverka, sérstaklega eftir konur og af konum. Þar hefur hallað verulega á kvenkynið,“ segir Einar Örn, sem bendir einnig á að samkvæmt lögum um listskreytingarsjóð beri að verja minnst 1% af heildarbyggingarkostn- aði hverrar opinberrar nýbyggingar til listaverka í henni og umhverfi hennar. Útilistaverk í Reykjavík Póstnúmer 101 Póstnúmer 107 5 útilistaverk Póstn. 103 1 útilistaverk 13 útilistaverk Póstnúmer 104 3 útilistaverk Póstn. 108 0 útilistaverk Póstnúmer 116 4 útilistaverk Póstnúmer 112 Póstn. 109 2 útilistaverk 1 útilistaverk Póstn. 111 3 útilistaverk Póstnúmer 110 0 útilistaverk Póstnúmer 113 Heimild: Vefur Listasafns Reykjavíkur. Póstnúmer 105 46 útilistaverk 16 útilistaverk Útilistaverkin verði dreifðari  Tillaga í borgarstjórn fer til nefndar  Langflest útilistaverkin eru í 101 Kjartan Magnússon Einar Örn Benediktsson Ekið með styttu Ólafs? » Ekki náðist í Jón Gnarr borgarstjóra eða aðstoðar- mann hans en í umræðu á fundi borgarstjórnar lagði hann fram formlega tillögu um að gera brjóstmynd af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fv. borgarstjóra, og koma henni fyrir utandyra. » Var þeirri tillögu einnig vís- að til menningar- og ferða- málaráðs. » Þá kom Jón með þá hug- mynd að ekið yrði með styttu af Ólafi Thors um hverfi borg- arinnar, vefmyndavél yrði kom- ið fyrir í haus styttunnar og ræður Ólafs spilaðar um leið. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugar daga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð – það er Tengi. Baðinnréttingarnar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUMFRÁ IFÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.