Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 2
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu minnihluta D-listans þess efnis að boðað yrði til íbúafundar þar sem m.a. yrði kannaður áhugi á stofn- un félags um rekstur matvöruversl- unar á Hvolsvelli. Tillagan er fram komin vegna umræðu í sveitinni um hátt verðlag í verslun Kjarvals á Hvolsvelli. Um nokkurt skeið hafa yfirvöld í sveitarfélaginu lagt að Kaupási hf., að í stað Kjarvals verði opnuð lágverðs- verslun. Tillagan á fundinum er sprottin af þeim viðræðum en einnig því að sveitarfélagið eignaðist nýverið allt það húsnæði sem hýsir verslunina og leigusamningar við Kaupás eru lausir um áramót. Kaupás hefur ósk- að eftir framlengingu á samningnum en sveitarfélagið hefur tilkynnt fyr- irtækinu að samningur verði ekki framlengdur óbreyttur. Í grein- argerð með tillögunni segir meðal annars að til framtíðar litið sé líklegt að verslunarrekstur verði arðsamur. „Ástæðulaust er að afhenda alla slíka þjónustu í hendur stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og viljum við láta reyna á hvort samtakahugur íbú- anna er nægilegur til að menn sam- einist um stofnun og rekstur slíks fyr- irtækis,“ segir þar jafnframt. Íbúafundur um stofnun verslunar  Óánægðir með hátt verðlag á matvöru 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekkert verðlaunafé fylgir því að ís- lenska karlalandsliðið í knattspyrnu komst í umspil um sæti á heimsmeist- aramótinu sem fer fram í Brasilíu á næsta ári, að sögn Þóris Há- konarsonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Há peningaverðlaun renna hins vegar til þeirra liða sem ná í loka- keppnina. Á síðasta heimsmeist- aramóti fengu lið sem féllu út eftir riðlakeppnina jafnvirði hátt í 1,2 milljarða króna að núvirði í verð- launafé og undirbúningsgreiðslu frá FIFA. „Ég hef bara ekkert velt þessu fyr- ir mér. Við tökum bara einn leik í einu áður en við spáum í það,“ segir Þórir. Dregið verður um það á mánudag hvaða lið mætast í umspilinu og fara leikirnir fram 12. og 19. nóvember. Ekki verður ljóst fyrr en á mánudag hvorn daginn heimaleikur Íslands verður en ábyggilegt er að gríðarleg eftirsókn verður eftir miðum á hann. Vegna alþjóðlegra reglna verður þó ekki hægt að bæta við sætum á Laug- ardalsvelli. „Því miður er það bannað í dag. Það mega ekki vera neinar bráða- birgðastúkur. Aðsóknin er búin að vera mjög flott undanfarna leiki. Ég reikna með því að það komist færri að en vilja,“ segir Þórir. Styrkleikalisti FIFA verður upp- færður í dag en Ísland situr nú í 54. sæti hans. Ætla má að liðið taki stökk upp listann eftir árangurinn í und- ankeppninni. Það kemur Íslandi til góða fyrir undankeppnina fyrir næsta Evrópumót sem hefst næsta haust en dregið er í riðla eftir styrk- leikaflokkum. „Það gefur okkur aukna möguleika í næstu undankeppni. Við vorum í neðsta styrkleikaflokki í þessari und- ankeppni og við ættum að vera eitt- hvað ofar í því,“ segir Þórir. » Íþróttir Háar greiðslur fyrir lokakeppnina  Ekki mögulegt að bæta við sætum á Laugardalsvelli  Styrkleikalisti FIFA uppfærður í dag  Lið sem komust á síðasta heimsmeistaramót en féllu út eftir riðlakeppni fengu 1,2 milljarða Morgunblaðið/Kristinn Áhugi Reikna má með að færri komist á næsta landsleik í fótbolta en vilja. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heim- sótti í gær krabbameinsdeild Landspítalans. Fékk hún meðal annars að sjá línuhraðalinn, en Þjóðkirkjan stendur sem kunnugt er fyrir söfn- un handa sjúkrahúsinu fyrir nýjum hraðli. Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðl- isfræðideildar spítalans, fór yfir virkni hraðals- ins með Agnesi, ásamt þeim Þórarni E. Sveins- syni og Guðrúnu Sigurðardóttur. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Biskupinn heimsótti krabbameinsdeildina Söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli Læknafélag Ís- lands hefur hafið undirbúning að stofnun verk- fallssjóðs. Álykt- un þess efnis var samþykkt á nýaf- stöðnum aðal- fundi félagsins. Þorbjörn Jóns- son, formaður Læknafélagsins, segir ástæðuna vera óánægju lækna með kjör sín. Samningar lækna losna þann 1. febrúar 2014. „Ef til verkfalls myndi koma yrði það ekki fyrr enn á næsta ári þegar búið væri að láta reyna á samningsviðræður og ljóst að ekki yrði komið til móts við kröf- ur okkar,“ segir hann. Læknar ætla að stofna verkfallssjóð Þorbjörn Jónsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Okkur myndi bregða ef við sæjum ekki Esjuna út um gluggann í Reykjavík, en það er það sem hefur gerst með næturhimininn, að vísu á mörgum áratugum,“ segir Mörður Árnason, formaður starfshóps um myrkurgæði og ljósmengun sem Svanhvít Svavarsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði í mars 2012, en hópurinn sendi frá sér 108 blaðsíðna greinargerð í gær. Mörður segir að áhugamenn um stjörnuskoðun hafi fyrst bent á kosti þess að geta litið næturhim- ininn augum án ljósmengunar og að það felist ákveðinn missir í því að geta ekki notið myrkursins á náttúrulegan hátt. Þá bendi rannsóknir til þess að mann- skepnan þurfi að hafa ákveðna hrynjandi í lífi sínu til þess að henni líði vel. „Þá má nefna að auki að á Íslandi eru bein efnahagsleg gæði af myrkrinu okkar, því ferðamenn eru farnir að sækja hingað vegna myrkurgæða á Íslandi með norðurljósum,“ segir Mörður og bætir við að því megi líta á myrkrið sem verðmæti sem ekki megi spilla. Í greinargerð starfshópsins eru lagðar fram ýmsar tillögur til þess að varðveita megi eða bæta myrkurgæði hérlendis. Þar á meðal er lagt til að sett verði ákvæði í skipulagslög og mannvirkjalög um skilgreiningu á „ljósvist“ og gerðar lágmarkskröfur um hana eftir að- stæðum. Þá er fjallað um möguleika þess að gera þjóðgarðinn á Þingvöllum að myrkurgarði. Mörður segir að hugmyndin hafi verið á kreiki áður hjá starfsmönnum garðsins og nefndarmönnum í Þingvallanefnd. „Starfsliðið þar hefur reynt að varð- veita myrkrið með því að hamla miklum ljósagangi í nágrenninu,“ segir Mörður og bendir á að hægt sé erlendis að fá vottun erlendra sam- taka, IDA, um að staður sé myrk- ursvæði. Þeim svæðum fylgi jafn- framt sértæk ferðamennska. Gæði leynast í myrkrinu Norðurljós Ferðamenn sækjast eft- ir myrkurgæðum og norðurljósum.  Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði myrkurgarður  Verðmæti sem ekki má spilla  Leggur til að sett verði ákvæði í skipulags- og mannvirkjalög um ljósvist Mörður Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.