Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frumathugun þýskra sérfræðinga hjá Bremenport bendir til þess að Finnafjörður geti verið ákjósan- legur staður fyrir umskipunarhöfn í Norður-Atlantshafi. Hefur því verið ákveðið að halda rannsóknum á staðháttum ásamt þróun verkefn- isins áfram til næstu þriggja til fimm ára og afla þá nauðsynlegra gagna. Að sögn Siggeirs Stefánssonar, oddvita sveitarstjórnar Langanes- byggðar, var verkefnið kynnt á íbúafundum hinn 10. október sl. Framsögu héldu fulltrúar þýska fyrirtækisins Bremenports, Haf- steinn Helgason, verkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, og fulltrúar sveitarfélaganna, bæði á Þórshöfn og á Vopnafirði. Áður, eða í sept- ember sl., var verkefnið kynnt land- eigendum í Finnafirði. Búið er að kynna verkefnið fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þingmönnum svæðisins en forseti Íslands kynnti verkefnið opinberlega fyrst í júní sl. Á íbúafundunum kynntu fulltrúar þýska stórfyrirtækisins og fulltrúi frá Eflu verkfræðistofu ásamt sveitarfélögunum hugmyndir um umskipunarhöfn í firðinum. Kom fram í máli þeirra að framkvæmd- irnar myndu hvorki hafa áhrif á nú- verandi sauðfjárbúskap á svæðinu né skógræktarsvæði, auk þess sem almennt yrði hugað vel að umhverf- inu. Þá væri líklega hentugt að hafa skógrækt við fyrirhugaða höfn. Gerðu viljayfirlýsingu 2012 Spurður um þessar hugmyndir segir Siggeir forsöguna þá að fyrir nokkrum misserum hafi Efla verk- fræðistofa verið beðin um að kynna hugmyndina fyrir erlendum fag- aðilum. Það hafi svo leitt til þess að í desember 2012 hafi sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjörður annars vegar og Bremenport hins vegar gert með sér viljayfirlýsingu um að þýska fyrirtækið gerði frum- athugun á fýsileika hafnargerðar í Finnafirði. Frumathugun gaf það góð fyrirheit að Bremenport vill skoða það til hlítar hvort það sé hagkvæmt og raunhæft að byggja umskipunarhöfn á svæðinu sem gæti vaxið og stækkað í umsvifum í áföngum á næstu áratugum sam- hliða breytingum í norðurhöfum. „Þeir vinna nú að áætlun um rannsóknir og athuganir sem ætl- unin er að taki þrjú til fimm ár,“ segir Siggeir og tekur fram að Þjóðverjarnir muni alfarið bera kostnaðinn af verkefninu. Þeir hafi lengi fylgst með þróun og umræðu um breytingar á norðurslóðum og því þekkt vel til mála þegar þeir komu til Íslands. Einnig hafa þeir skoðað aðra valkosti í Noregi og á Íslandi. „Þjóðverjarnir munu gera marg- háttaðar rannsóknir í tengslum við verkefnið eins og að rannsaka öld- ur, strauma og dýpi í Finnafirði og gera nánari athuganir á veðurfari þar. Þess má geta að skammt frá er veðurstöð í Miðfjarðarnesi. Eins verða gerðar jarðfræðilegar rann- sóknir á landinu í Finnafirði. Sam- hliða gagnaöflun og úrvinnslu á fyrirliggjandi gögnum og nýjum verður ráðist í frumhönnun á mögu- legri umskipunarhöfn.“ Allt að 5.000 metra kantur Spurður hvað taki við að þessu loknu segir Siggeir að ef niður- staðan verði sú eftir þrjú til fimm ár að það sé raunhæft og hagkvæmt að byggja umskipunarhöfn verð það gert í áföngum. „Það er reiknað með, ef af verður, að fyrst í stað verði hugað að viðlegukanti sem verði allt að 1.500 metrar en aðal- skipulagið býður upp á það að þarna sé hægt að koma fyrir um 5.000 metra viðlegukanti. Jafnframt færu nokkur hundruð hektarar lands undir umskipunarhöfn í byrj- un sem væri svo hægt að stækka. Fulltrúum Bremenport þykir það spennandi við Finnafjörð að þar fer saman nægt landrými, mikið dýpi og möguleiki á uppbyggingu á löngum viðleguköntum í áföngum. Þarna eru góðir framtíðar- möguleikar eins og að stækka hafnarmannvirkin í síðari áföngum, enda er í aðalskipulagi Langanes- byggðar gert ráð fyrir um 1.500 hektara landrými undir iðnaðar- og hafnarsvæði. Nýtt aðalskipulag Langanesbyggðar var samþykkt síðastliðið vor, en það var búið að vera nokkur ár í þróun og vinnslu.“ Stofnkostnaðurinn óþekktur Spurður út í áætlaðan kostnað við verkið segist Siggeir ekki hafa upp- lýsingar um hver stofnkostnaður við slíka höfn yrði. Það verði eitt af því sem verði skoðað samhliða rannsóknum á næstu árum. Hvað snertir staðarvalið segir Siggeir einkum horft til þess að svonefnd miðleið yfir norðurpólinn verði talin fýsileg ef ísinn haldi áfram að hopa. Sé sú leið farin komist siglingafélög hjá gjöldum sem rússnesk stjórn- völd innheimti fyrir siglingar um þann hluta norðausturleiðarinnar sem er í rússneskri landhelgi. Þá sé Risahöfn möguleg í Finnafirði  Þýskt stórfyrirtæki er ánægt með frumathugun og undirbýr rannsóknir Ljósmynd/Bremenports/Birt með leyfi fyrirtækisins Risavaxin Hér má sjá viðlegukantinn í Bremerhaven úr lofti. Gríðarlegur fjöldi gáma fer um höfnina á hverju ári. 40% afsláttur af völdum töskum Kringlan Sími 533 4533 Kringlukast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.