Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 ✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fæddist á Há- konarstöðum á Jökuldal 7. desem- ber 1915. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði, 6. október 2013. Foreldrar henn- ar voru Stefán Bjarnason, f. 6. júní 1884, d. 15. júní 1950 og Guðrún Björg Magnúsdóttir, f. 21. júní 1891, d. 31. júlí 1982. Bróðir Sigríðar er Magnús Stefánsson, f. 28. febrúar 1919, kvæntur Jónu K. Jónsdóttur, f. 13. mars 1924. Eiginmaður Sigríðar var Her- mann Ágústsson, f. 23. júní 1908, d. 25. nóvember 1987. Á æskuárum bjó Sigríður lengst af á Valþjófsstað í Fljótsdal þar sem hún kynntist Her- manni Ágústssyni frá Langhúsum í Fljótsdal en þau gengu í hjónaband árið 1945. Á ár- unum 1941-1944 bjuggu þau á Valþjófsstað og síðan á Arn- aldsstöðum en fluttu til Reyð- arfjarðar árið 1944. Hermann lést 1987. Útför Sigríðar fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju í dag, 17. október 2013, kl. 13.30. Látin er í hárri elli föður- systir okkar Sigríður Stefáns- dóttir. Sigga frænka er eftir- minnileg öllum þeim er henni kynntust. Hún var litrík kona, ákveðin, gat verið snögg upp á lagið en jafnframt var hún hlý og skemmtileg. Hún var af þeirri kynslóð sem ekki var mulið undir. Innan við ferm- ingu veiktist hún af berklum og dvaldi á Kristnesi til lækninga um tíma. Þau veikindi og dvölin á berklahælinu höfðu ef til vill djúpstæðari áhrif á hana en margir vissu. Árin 1940 til 1941 stundaði Sigga frænka nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Hún minntist þeirrar dvalar með ánægju og margir fallegir hlutir liggja eftir hana frá þeim tíma. Sigga og Her- mann stofnuðu heimili á Reyð- arfirði 1944 og bjuggu þar lengst af, að undanskildum ár- unum 1966 til 1971, er þau bjuggu á Akureyri. Á heimili þeirra bjó alla tíð amma okkar, Guðrún, og einnig Skarphéðinn Þorsteinsson frá Þuríðarstöð- um í Fljótsdal. Sigmar Ó. Jóns- son frá Reyðarfirði ólst að nokkru leyti upp hjá þeim. Heimili þeirra Siggu og Her- manns var myndarheimili, þar sem gestrisni og gott viðmót mætti öllum er þangað komu. Oft voru þar fjörugar umræður um málefni líðandi stundar, spilaður lomber, skellt á lær og mikið hlegið. En tvennt var hafið yfir alla gagnrýni í huga Siggu; Framsóknarflokkurinn og Kaupfélagið. Það gat hvinið í frænku okkar ef einhver lét misjöfn orð falla um þessar stofnanir. Sigga frænka hafði unun af lestri góðra bóka en augnsjúk- dómur háði henni við lestur og á margan annan hátt í daglegu lífi. Útivera var henni erfið vegna sjúkdómsins og margir muna fjölbreytt safn gleraugna sem hún notaði til að hlífa aug- unum. Fljótsdalurinn var henni alla tíð mjög kær. Hún talaði um að fara „heim í Fljótsdalinn“ og þangað fóru þau Hermann og amma oft í sunnudagsbíltúra að heimsækja vini og ættingja. Annars gerði Sigga frænka ekki víðreist um ævina en fór þó eina ferð til Danmerkur í fylgd pabba, þá rúmlega átt- ræð. Það var alla tíð mjög kært með þeim systkinunum og skemmtu þau sér oft við að rifja upp minningar úr þeirri ferð. Það var mikið áfall fyrir Siggu frænku þegar Hermann féll frá í nóvember 1987. Hún sýndi þá mikið æðruleysi og bjó á Heiðarveginum allt til ársins 2005 er hún flutti að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Sigga naut þess að eiga góða vini á Reyðarfirði sem heimsóttu hana og litu til með henni öll þau ár sem hún bjó ein. Fjölskylda Siggu þakkar öllu því góða fólki sem gerði henni kleift að búa svo lengi á Heið- arveginum. Einnig viljum við þakka starfsfólki Hulduhlíðar fyrir einstaklega góða umönn- un; Sigga hafði oft orð á því við okkur að þar liði sér vel. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Siggu frænku allt sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. Guðrún, Guðjón, Stefán og Sólveig. Sómakonan Sigríður Stefáns- dóttir hefur kvatt okkur. Hún hafði nokkur síðustu ár verið aldursforseti Reyðarfjarðar, enda aldurinn orðinn býsna hár. Sigríður var fríð kona og alltaf vel tilhöfð, heil og sönn í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hrein og bein greind- arkona sem ég fékk vel að kynnast, en þessu samferða- fólki heima fækkar nú óðum. Fyrstu verulegu kynni okkar voru þegar sú hæfileikakona Guðrún móðir hennar tók að sér hlutverk í Deleríum búbón- is og með því öllu fylgdist Sig- ríður af miklum áhuga og lagði okkur lið sem og ekki síður þegar Hermann maður hennar Ágústsson lék í Allra meina bót. Þessu góða fólki var einkar gott að fá að kynnast og minn- ing þeirra mæt og nú hefur Sigríður horfið yfir móðuna miklu, enda farin að heilsu og kröftum. Það var afar gott að sækja þær mæðgur Guðrúnu og Sigríði heim, en sérlega kært var með þeim og þær báð- ar höfðingjar í öllu eins og raunin var einnig um Hermann, þann skemmtilega söngmann og hagyrðing. Þau voru öll ágætlega félagslynd sem og frændinn og dansmaðurinn Skarphéðinn Þorsteinsson er bjó þarna einnig. Þau tóku öll fjögur þátt í því sem var í boði hverju sinni heima. En mestu kynnin og þau skemmtilegustu við Sigríði voru sumarið, sem við unnum bæði sjálfboðavinnu fyrir félögin okkar í Fé- lagslundi. Það var nóg að gera, því alltaf var aðsóknin sem bezt varð á kosið og þá reyndi á snör handtök og röska af- greiðslu í eldhúsinu, þar sem Sigríður réð ríkjum og höfum við Sigríður oft minnzt þessa skemmtilega annatíma, síðast í hitteðfyrra úti í Hulduhlíð þar sem hún naut að sögn einstak- lega góðrar umönnunar síðustu æviárin. Sigríður var þarna að vinna fyrir kvenfélagið, en fyrir það og með því starfaði hún vel í fjölda ára. Sigríður var glað- sinna í góðum félagsskap, ákveðin og einörð kona sem hafði sínar skoðanir á hverju einu, enda fylgdist hún vel með. Þau Sigríður og Hermann voru barnlaus, en athvarf hjá þeim átti einkar gott í mörg ár Sig- mar Óðinn Jónsson við hið besta atlæti. Ég er Sigríði þakklátur fyrir afar hugþekka samfylgd áranna mörgu heima og bið henni allrar blessunar á ókunnum eilífðarleiðum. Helgi Seljan. Sigríður Stefánsdóttir Mamma mín var hörkukona, fædd og uppalin í sveit. Lifði og hrærðist fyrir bústörfin þó að það hafi blundað í henni ungri að læra til ljósmóður. Hún hitti pabba minn og varð ófrísk sem líklega hefur breytt eitthvað áætlunum. Hún og pabbi eign- uðust fimm börn og byggðu stórt bú. Reistu húsakost sem var stærri en á mörgum bæjum, ræktuðu land og voru dugleg. En mömmu var ekki ætlað að ganga í gengum lífið áfallalaust, pabbi drukknaði aðeins 39 ára gamall frá konu sinni og fimm börnum og þessu myndarlega búi þeirra. Mamma var hörku- kona sem bognaði en brotnaði ekki. Áfram hélt hún með sitt bú og börnin sín fimm, elsta sextán ára og yngsta þriggja ára. Allir urðu að hjálpast að og systkini mín fengu ung að bera ábyrgð á vinnu sem engan veginn hæfði aldri þeirra og getu. Á ýmsu gekk og ekki stórslysalaust eins og þegar mamma var að draga upp rekavið úr fjörunni á drátt- Margrét Sigrún Viggósdóttir ✝ Margrét Sig-rún Viggós- dóttir fæddist á Skefilsstöðum á Skaga 14. maí 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 3. október 2013. Útför Margrétar fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 12. október 2013. arvél og fór ásamt vélinni 20 metra niður í stórgrýtis- fjöru. Ungu synirn- ir horfðu á og við systurnar biðum skelfingu lostnar á meðan allt fylltist af sveitungum og björgunarmönnum sem komu til þess að ná mömmu upp úr fjörunni og koma henni á sjúkrahús. Ótrú- legt en satt þá slasaðist hún ekki mikið miðað við hvað hefði getað orðið en hún jafnaði sig samt aldrei alveg. Það var samt ekki hægt að sjá á henni eða því sem hún tók sér fyrir hendur. Góðir sveitungar hjálpuðu okkur krökkunum þessar vikur sem mamma dvaldi á sjúkrahúsinu og megi þeir eiga þakkir fyrir. Flestir eiga nóg með sitt en gott er að eiga góða að þegar á þarf að halda. Mamma eignaðist aftur mann, hann Búa sem hún hafði þekkt alla sína tíð. Það var gott að þurfa ekki að basla við allt ein og óstudd. Þau eignuðust einn son sam- an, hann Gunnar sem skírður er í minningu látins eiginmanns og góðs vinar. En mömmu var ekki ætlað að ganga lífið áfallalaust. Hún var ekki gömul þegar hún var greind með Parkinsons- sjúkdóm. Mamma var hörku- kona sem bognaði en brotnaði ekki. Smátt og smátt minnkaði hún við sig bú og vinnu og flutti inn á Sauðárkrók til að eiga nokkur góð ár sem urðu alltof fá. Það átti ekki við hana mömmu að geta ekki gert hvað sem er en þessu aðlagaðist hún eins og hún gat eða kannski ekki. Hún mamma var hörku- kona sem hefur kvatt okkur og þetta líf en lifir samt með okkur í anda, í minningum okkar og hjörtum. Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum ég lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi af degi. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera. En hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. Í hljóði barst þú hverja sorg, sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða ég veit þú munt vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson) Góða ferð, mamma mín, góða ferð. Þín dóttir, Ingibjörg. Kveðja frá Soroptim- istaklúbbi Skagafjarðar Margrét Sigrún Viggósdóttir, Magga okkar Viggós, eins og við í Soroptimistaklúbbi Skagafjarð- ar nefndum hana, er fallin frá. Hún var ein af stofnfélögum klúbbsins og hafði því verið stoltur soroptimisti í 24 ár. Magga skilur eftir sig margar góðar minningar frá samveru- stundum og viðfangsefnum okk- ar systra. Við minnumst hennar sem stolts sauðfjárbónda sem unni sveitinni sinni og bústörf- unum. Við minnumst hennar einnig sem hógværrar hetju sem lengi þurfti að glíma við erfiðan sjúkdóm, en fyrst og fremst minnumst við hennar sem heil- steypts félaga, sem ekki lét sitt eftir liggja meðan kraftar og heilsa leyfðu. Þau verkefni sem hún tók að sér fyrir klúbbinn okkar voru ætíð unnin með sæmd og ábyrgðartilfinningu. Við kveðjum hana í dag með kærri þökk fyrir samveru sem hvergi bar skugga á og sendum ástvinum öllum hugheilar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd systra í Soroptim- istaklúbbi Skagafjarðar, Ingunn Ásdís Sigurðardóttir. HINSTA KVEÐJA Bless amma okkar. Við vildum óska þess að við hefðum kynnst þér áður en þú veiktist. Það hefði verið gaman að geta komið til þín í sveitina og séð þig í kring- um lömbin á vorin, skoða folöldin eða grassprettuna. Keyrt með þér í traktorn- um við heyskapinn eða smalað með þér á haustin. Takk samt fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Þín barnabörn, Smári Freyr og Svandís Ósk. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARÍTAS ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Grundargötu 70, Grundarfirði, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi sunnudaginn 13. október. Útför hennar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Guðjón Elisson, Atli Már Hafsteinsson, Unnur Edda Garðarsdóttir, Árni Þórarinsson, Anna Dís Þórarinsdóttir, Narfi Jónsson, Kristján Guðjónsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN BJARNASON bátsmaður, Fornhaga 17, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 12. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún G. Sæmundsdóttir, Sæmundur E. Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir, Jón Viðar Þorsteinsson, Þórunn Harðardóttir, Rakel Guðrún Óladóttir, Sólveig Níelsdóttir, Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir, Þorsteinn Jakob og Guðmunda Jónsbörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR ELÍASSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 14. október. Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 25. október kl. 13.00. Ásta Vigdís Bjarnadóttir, Eyrún Ingimarsdóttir, Elías Jakob Ingimarsson, Ástmar Ingimarsson, Ingi Vífill Ingimarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR LOFTSSON efnaverkfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 14. október. Útför verður auglýst síðar. Aðstandendur hins látna. ✝ Bróðir okkar, HÖRÐUR HEIÐAR HANNESSON skipstjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar sunnudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 19. október kl. 14.00. Systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR VIKTORSDÓTTIR frá Ólafsfirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 14. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. október kl. 15.00. Marteinn Elí Geirsson, Hugrún Pétursdóttir, Agnes Geirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Helga M. Geirsdóttir, Valdimar Bergsson, Þorvaldur Geir Geirsson, Ólöf Ingimundardóttir, Guðrún Geirsdóttir, Steinar Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.