Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins komust í gær að samkomulagi um tímabundnar fjárheimildir ríkisins og hækkun skuldaþaksins. Hljóti til- laga þeirra náð fyrir augum þingsins verða opinberir starfsmenn kallaðir aftur til vinnu í vikunni og Banda- ríkjunum bjargað frá yfirvofandi greiðslufalli. Leiðtogi demókrata, Harry M. Reid, tilkynnti samkomulagið á þing- fundi í öldungadeildinni í gær en heimildarmenn Washington Post innan raða demókrata, sögðust í kjöl- farið gera ráð fyrir að tillagan yrði fyrst afgreidd með atkvæðagreiðslu í efri deildinni, áður en hún yrði tekin fyrir í fulltrúadeildinni seinnipart dags eða um kvöldið. Tillagan felur í sér hækkun skuldaþaksins fram til 7. febrúar næstkomandi og tímabundna fjár- mögnun hins opinbera fram til 15. janúar. Þá verður sett á laggirnar þverpólitísk nefnd, leidd af formönn- um fjárlaganefnda beggja þing- deilda, sem er ætlað að skila sam- komulagi um ríkisútgjöldin í desember. Fengu lítið fyrir mikið Niðurstaða samningaviðræðna öldungadeildarleiðtoganna er fjarri þeim markmiðum sem repúblikanar settu sér þegar rimman um fjárlög næsta árs hófst fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur vikum með lokun ríkisstofnana og launalausu leyfi hundraða þúsunda opinberra starfs- manna. Skotmarkið var heilbrigðs- löggjöf forsetans, Obamacare, sem teboðsmenn vildu afnema en aðrir flokksmenn breyta. Í því sambandi var m.a. rætt um frestun sérstaks skatts á lækningatæki og ákvæði sem forðaði vinnuveitendum og tryggingafélögum frá því að þurfa að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem gengi gegn siðferðilegri eða trúar- legri sannfæringu, s.s. getn- aðarvarnir. Það eina sem repúblikanar náðu að knýja fram í frumvarpi Reid og Mitch McConnell, leiðtoga repúblik- ana í öldungadeildinni, var hert eft- irlit með því að fólk sem sækir um niðurgreiðslu á sjúkratryggingum eigi sannarlega rétt á þeim. Eftir að hafa varið þriðjudeginum við að reyna að ná sáttum milli stríð- andi fylkinga innan raða repúblikana um ásættanlega lausn mála, játaði forseti fulltrúadeildarinnar, John Boehner, sig sigraðan og tilkynnti flokkssystkinum sínum á lokuðum fundi í gær að hann og aðrir leiðtogar repúblikana í neðri deildinni myndu greiða atkvæði með samkomulaginu. Líkur þóttu á að tillagan yrði sam- þykkt með atkvæðum allra þing- manna demókrata í fulltrúadeildinni og fáeinna hófsamra repúblikana. Það var mál manna að helsta ljónið í veginum fyrir afgreiðslu tillög- unnar í öldungadeildinni væri þing- maðurinn og harðlínurepúblikaninn Ted Cruz en hann tjáði blaðamönn- um í gær að hann myndi ekki reyna að tefja málið frekar. „Að sjálfsögðu ekki, það var aldrei ásetningur minn að tefja þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði hann. Cruz ítrekaði þó að hann myndi greiða atkvæði gegn sam- komulaginu. „Engir sigurvegarar“ Leiðtogar demókrata stóðust freistinguna að hreykja sér af sigr- inum og sögðu samkomulagið af- rakstur samvinnu flokkanna tveggja. Jay Carney, talsmaður Hvíta húss- ins, sagði að forsetinn, Barack Obama, lýsti velþóknun sinni á sam- starfi leiðtoga öldungadeildarinnar Sátt á elleftu stundu  Leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeildinni komast að samkomulagi um tímabundnar fjárheimildir og hækkun skuldaþaksins  Atkvæðagreiðslur stóðu fyrir dyrum í gærkvöldi AFP Birtir til Það hefur farið mikið fyrir John Boehner í fjölmiðlum vestanhafs síðastliðnar vikur en hann hefur mátt sæta gagnrýni úr öllum áttum fyrir störf sín. Þingmönnum repúblikana, sem fjölmiðlar ræddu við í gær, þótti ólíklegt að gerð yrði tilraun til að þvinga hann úr forsæti fulltrúadeildarinnar. Eftirlifendur 7,1 stigs jarðskjálfta sem reið yfir Filippseyjar á þriðju- dag leituðu ættingja og vina í rúst- um bygginga á eyjunni Bohol í gær. Að minnsta kosti 151 lést í skjálftanum, sem skók í sundur brýr, felldi aldagamlar kirkjur og olli skriðuföllum sem færðu heilu húsin á kaf. Stjórnvöld sögðu í gær að raf- orkuleysi og skemmdir á vegum og brúm hömluðu hjálparstarfi í af- skekktum byggðum. Ástandið var einna verst í strandbænum Loon, þar sem að minnsta kosti 42 létu lífið. Þar sáu íbúar og lög- reglumenn sjálfir um björg- unarstarfið. Bóndinn Serafin Megallen sagð- ist í samtali við AFP hafa þurft að grafa gegnum rústir heimilis síns til að ná til tengdamóður sinnar og frænku. „Þær voru á lífi en létust af sár- um sínum þremur stundum seinna. Það barst engin hjálp, við þurftum að reiða okkur á aðstoð ná- granna,“ sagði hann. AFP Eyðilegging Skjálftinn olli m.a. skemmdum á kirkjum, vegum og brúm. 151 látinn eftir jarð- skjálfta á Filippseyjum  Íbúarnir sjálfir í björgunarstörfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.