Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 23
Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu, um 12.000 km² að stærð. Á hverju ári, allan ársins hring, leggja tugþúsundir manna leið sína þangað til að upplifa íslenska náttúru. Þjóðgarðurinn er víðfeðmur og innan hans eru fjölmargir áfangastaðir. Í Vatnajökulsþjóðgarði má sjá ummerki mikilla eldsumbrota og í þjóðgarðinum og næsta nágrenni hans eru margvíslegar menningarminjar. Þjóð- garðurinn var stofnaður árið 2008 Skaftafell Farið var í uppbyggingu jafnhliða opnun hringvegarins árið 1974. Á þeim tæpu 40 árum sem síðan eru liðin hefur margt breyst og nú er kominn tími á endurbætur og að gerð sé bragarbót á byggingum og nýjar reistar. fylgja ný verkefni. Umferð á jað- artímum eykst ár frá ári sem er gleði- efni. En því fylgir líka álag á göngu- stíga og umhverfi þeirra vegna bleytu og frosts. Þá fengum við vatnsveður hér í febrúar svo að göngustígum í brekkunum hér nánast skolaði burt en við höfum verið svo heppin að njóta aðstoðar sjálfboðaliða við lag- færingar á þeim.“ Skoðanir eru mismunandi Regína hefur verið þjóðgarðs- vörður frá árinu 2007. Hún segir að eðlilega hafi fólk mismunandi skoð- anir á málefnum þjóðgarðsins. „Frá því að þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli árið 1967 hefur samstarf hans og nágranna í Öræfunum þróast. Margir hér í sveit byggja af- komu sína á ferðaþjónustu og eiga eins og þjóðgarðurinn mikið undir því að vel takist til – og að vel sé staðið að vernd og nýtingu náttúrunnar.“ Svipmikið Snæfell norðan Vatnajökuls setur svip á hálendið og blasir við af Héraði og víðar. Hæsta fjall utan landsins utan jökla, er 1.833 metrar á hæð. Þegar Sameinuðu þjóðirnar efndu til Alþjóðlegs árs fjalla 2002 tók Landvernd málið upp á sína arma og efndi til kosninga um hvert væri þjóðarfjallið. Varla kemur á óvart að Herðu- breið varð fyrir valinu; en hún hefur lengi verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Herðubreið er 1.682 metra há og er í Ódáðahrauni norðan Vatnajökuls. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög sem segir, að mati vísindamanna, að merki að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Slík fjöll kallast stapar. Herðubreið er aðeins kleif á einum stað og jafnvel þar er hún ekkert lamb að leika sér við, seg- ir Benedikt Jóhannesson, stærð- fræðingur og útgefandi, sem gekk á Herðubreið fyrir nokkr- um árum. „Leiðin er brött á löngum kafla og grjóthrun getur verið mikið og hættulegt. Steinar losna hátt í hlíðum og eru ekki árennilegir þegar þeir hafa skoppað niður hlíðina. Allir sem upp klífa þurfa að vera með hjálm,“ segir Bene- dikt. Á Herðu- breið er fagurt útsýni til allra átta. „Af há- tindinum sést um öll norður- og austur- öræfi landsins og enn víðar í heiðskíru. Snæfell blasir ögrandi við í austri. Enginn ætti að leggja á fjalladrottninguna nema vera búinn að æfa sig á bæjarfjallinu heima hjá sér áður, en þeir sem sigrast á henni fá ríkulega umb- un erfiðis síns. Stundin situr í minningunni.“ sbs@mbl.is Þjóðarfjallið Herðubreið í Ódáðahrauni Morgunblaðið/RAX Þjóðarfjallið Herðubreið er 1.682 og er tilkomumikil að sjá á hálendinu. Sést um öll öræfin Grímsvötnum og á Grímsfjall og þaðan svo fram í Kverkfjöll. „Fljótlega eftir Grímsvatnagosið árið 2011 fór ég inn á Vatnajökul og lenti í allskonar ævintýrum; braut drifsköft, fóðringar og fékk ösku inn í allt það fínasta í gangvirki bílsins. Þetta borgaði sig samt, því þarna náði ég mörgum fantagóðum mynd- um sem síðan hafa farið út um allan heim til birtingar í fjölmiðlum – svo sem forsíðumynd í National Geog- raphic,“ segir Ragnar. Bætir við að raunar hafi eldgosin í Eyjafallajökli árið 2010 og svo Grímsvatnagosið verið sér heilt ævintýri. Það varð þeim Ara Trausta Guðmundssyni efniviður í ýmsum verkefnum. Þá má einnig nefna bókina Vatnajökull – frost og funi sem þeir sendu frá sér árið 1996; þá í kjölfar annars Gríms- vatnagoss. „Náttúran er stórkostlegt mynd- efni – og á Vatnajökli eru andstæð- urnar mestar, það er eldsumbrot og ís. Og niðri á láglendinu getur verið gaman að sjá regnvotan og ljós- grænan dýjamosann,“segir Ragnar sem er með á prjónunum ýmis áhugaverð verkefni viðvíkjandi Vatnajökulssvæðinu. Þannig eru til dæmis í vor væntanlegir hingað til lands bandarískir ljósmyndarar á námskeið, sem Ragnar og Einar Er- lendsson hjá www.focusonnature.is standa fyrir. Þar munu þeir kenna kollegum sínum þá list að mynda stjörnur, tungl, vetrarbrautina og norðurljós, hvar þau stíga villtan dans á næturhimni. sbs@mbl.is Aska Ragnar fór, eins og fleiri, að Grímsvötnum í gosinu 2011. Barnið hefur braggast vel enda var vandað til verka við regluverk þegar þessari starfsemi var ýtt úr vör,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hún var umhverf- isráðherra þegar reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð var undirrituð í júní 2008. Saga málsins nær þó langt aftur, en hugmyndin um þjóðgarð kom upphaflega frá Hjörleifi Guttormssyni. Umræða yfir langan tíma svarf málið til, sem loksins náðist í gegn. „Þvert yfir náðist góð sátt um þetta mál, til dæmis um verndaráætlanir þeirra fjögurra ólíku svæða sem þjóðgarðurinn spannar. Ólík sjónarmið, um verndun, nýtingu og ferðaþjónustu var hægt að samræma. Í dag eru því miður ekki veittir til þjóðgarðsins þeir fjármunir sem vera skyldi. Það er miður, því 90% þeirrar tæplega einu milljónar ferðamanna sem til Íslands koma á ári mæta á svæðið til að njóta náttúrunnar. Því er mikilvægt að gefa í, þjóðgarður er arðbær fjárfesting.“ VANDAÐ VAR TIL VERKA Í VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Þórunn Sveinbjarnardóttir Arðbær fjárfesting  Næsti áningarstaður í 100 daga hringferð Morgunblaðs- ins er Stöðvarfjörður. Á morgun Benedikt Jóhannesson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.