Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ríku-leg ástæðatil að óska íslensku lands- liðsmönnunum, þjálfurum þeirra og öðrum sem koma að und- irbúningi liðsins til ham- ingju. Úrslitin í Noregi (og í Sviss) voru sannarlega ánægjuleg. Og í leiðinni er við hæfi að þakka knatt- spyrnuköppunum góð tilþrif og góða skemmtun. Liðið náði mjög mikilvægum áfanga með landsleiknum gegn Noregi. Knattspyrnuspekingar virðast samdóma um að þar með hafi Ísland náð lengra á sviði knattspyrnunnar en það hefur áður gert, þótt einungis sé um það að ræða að réttur vannst til að kom- ast í tveggja leikja umspil sem skera mun úr um, hvort Ísland verði beinn þátttak- andi í sjálfri heimsmeist- arakeppninni í Brasilíu á næsta ári. Þessi árangur verður ekki flokkaður sem hrein til- viljun eða óvæntur happa- fengur. Keppnisfyr- irkomulagið gerir út af við slíkar kenningar. Riðla- keppnin er í 10 lotum, þar sem mjög reynir á alla helstu eiginleika sem eitt knattspyrnulið þarf að búa yfir. Á meðal andstæðinga íslenska landsliðsins voru öflugar knattspyrnuþjóðir, sem fyrirfram höfðu þótt miklu líklegri til afreka heldur en íslenska liðið. Satt best að segja voru þeir sárafáir sem töldu í keppnisbyrjun að íslenska liðið ætti mikla möguleika. Þær staðreyndir ýta vissu- lega undir fögnuð og sig- urgleði núna. En „við eigum brekku eftir, hún er há“. Hann er að aukast brattinn, sem sækja þarf á. Í undankeppninni í okkar heimshluta hafa 36 þjóðir fallið úr leik og þar á meðal þekktar knattspyrnuþjóðir. Nægir að nefna til sögunnar Austurríki, Danmörku, Ír- land, Noreg, Pólland, Skot- land, Tékkland og Ung- verjaland. Aðeins 8 þjóðir hafa komist í umspil og þar á meðal er Portúgal. Það landslið, sem dragast mun á móti Íslandi í tveggja leikja einvígi, verður eitt af þeim sem náðu öðru sæti í riðlakeppninni og lang- flestar þær knattspyrnu- þjóðir sem til álita koma verða með mun hærra styrkleikamat en íslenska lands- liðið. Þrátt fyrir þann talna- fróðleik getur landsliðið gengið af heilbrigðu sjálfs- trausti til næstu leikja. Því ræður baráttan fram að þessu. Hún sýnir að á góð- um degi getur íslenska landsliðið átt vinningsvon gegn flestum þeim lands- liðum sem verða í um- spilinu. Árangurinn sem náðist í riðlakeppninni hefur nú ver- ið færður til bókar í knatt- spyrnusögu landsins, með feitu letri og flennistórum fyrirsögnum, eins og var við hæfi. Sá árangur verður ekki af íslenskri knatt- spyrnu tekinn héðan af. En um leið ýtir hann undir miklar væntingar og jafnvel kröfur og ekki er víst að raunsætt mat verði mjög fyrirferðarmikið í þeirri umræðu allri. En þetta er veruleiki sem við þekkjum vel. Það vex hugur þá vel gengur og mikið vill meira. Hið jákvæða við þennan „þorsta“, þetta „hungur“ eftir enn betri árangri eru áhrifin sem það hefur á bar- áttuanda liðsins og á þann stuðning sem það mun finna fyrir hjá þjóðinni. Það keppnisskap og sá stuðn- ingur getur ráðið úrslitum í leikjunum tveimur í næsta mánuði, ef menn gæta þess um leið að láta ekkert rugla ró sína og dómgreind. En um leið og utanvall- armenn heita því að draga ekki í neinu úr stuðningi sínum og hvatningu við landsliðið er þeim hollt að skrifa á bak við eyrað að þeir eru um leið ráðnir í því, að taka hverri þeirri nið- urstöðu sem verður með reisn og af myndarskap. Ef svo vel tekst til, að úr- slit falla okkur í hag, er við hæfi að fagna því mjög og kætast eins og kostur er. En verði raunin sú að við drög- um styttra stráið í þeirri baráttu, sem verður í nóv- ember, þá er rétt að halla sér aftur á bak, telja upp á 10 (sem var leikjafjöldinn í undankeppninni) og láta hugann reika til þess góða áfanga sem þegar er í húsi. Nú er íslenska landsliðinu fagnað en annað augað haft á baráttunni framundan} Myndarlegur áfangi S jálfstæðisflokkurinn hefur haft orð á sér fyrir að vera vel skipulagður stjórnmálaflokkur þar sem áber- andi sjálfsagi ríkir meðal flokks- manna. Þetta er flokkur þar sem lítið er um tilfinningaleg upphlaup og sér- viskulega uppsteyta sem eru nær daglegt brauð hjá vinstriflokkum landsins sem geta yfirleitt ekki komið sér saman um nokkurn hlut nema það helst að vera á móti íhaldinu. Í vel skipulögum flokki eins og Sjálfstæð- isflokknum er næsta sjálfsagt að menn setji sig í gírinn þó nokkru áður en líður að kosn- ingum, stilli saman strengi og komi sér saman um áherslur. Þetta hefur ekki orðið raunin hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur deyfðin verið svo mikil að maður er næstum því undrandi á því að borgarfulltrú- um hafi tekist að átta sig á því að borgarstjórnarkosn- ingar eru yfirvofandi. Það er stórfurðulegt að horfa upp á vandræðagang sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Þeir hafa haft langan tíma til að finna sér kröftugt borgarstjóraefni, en alls ekkert aðhafst. Núverandi borgarfulltrúar flokksins eru alveg örugglega mikið ágætisfólk en um leið og Besti flokkurinn tók við í borginni er eins og þessir borgar- fulltrúar hafi sjálfkrafa orðið óvirkir. Þeir hafa ekki beitt sér af neinu afli og haft sáralítið fram að færa. Því ein- kennilegra er það þegar þessir sömu borgarfulltrúar stíga nú fram og segjast sækjast eftir leiðtogasæti í borginni. Hvar og hvernig hafa þeir sannað að þeir séu hæfir leiðtogar? Ekki hafa þeir sýnt fram á ágæti sitt á þessu kjörtímabili þar sem þeir hafa mestallan tímann verið að- gerðalausir og hvorki lagt fram stefnumál né mótaða framtíðarsýn. Þetta er skringileg staða hjá flokki þar sem maður hélt að menn væru vel skipulagðir og þrautþjálfaðir í kosn- ingabaráttu og kæmu fram með athyglisverð stefnumál. Það getur ekki annað en vakið athygli allra sem áhuga hafa á stjórnmálum hversu mátt- leysislega borgarstjórnarflokkur sjálfstæð- ismanna hefur starfað. Ef borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst að borginni hafi verið illa stjórnað þá fellur það undir vinnu- skyldu þeirra að skýra frá því á afdráttar- lausan hátt. Það hafa þeir engan veginn gert. Getur verið að Jón Gnarr og félagar stjórni borginni svo vel og fumlaust að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks finni ekkert athugavert við ákvarðanir meirihlutans? Ansi finnst manni það nú ólíklegt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast ekki hafa verið vel vakandi í vinnunni. Allavega hlýtur þetta að vera einhver syfjulegasti minnihluti sem heyrst hefur um í seinni tíma stjórnmálum á Íslandi. Þegar borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur sig ekki í málflutningi og enginn veit fyrir hvað borgarfulltrúarnir standa, af hverju ættu borgarbúar þá að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Syfjulegur minnihluti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þó Facebook-notendur séuum helmingi fleiri enTwitter-notendur á heims-vísu sýndi nýleg könnun, sem sagt var frá á AFP, að Twitter hefur tekið fram úr Facebook sem vinsælasti samskiptamiðill banda- rískra ungmenna. Facebook- notendur eru í heild um 1,1 millj- arður manna en Twitter notendur rúmur hálfur milljarður. Engu að síður er það mál markaðsmanna að Twitter sé að sækja sig í veðrið gagnvart Facebook. Twitter í 33. sæti Þegar horft er til Íslands í þessu samhengi sést að Twitter er síður en svo í almennri notkun hjá landanum. Samkvæmt upplýsingum frá vefmælingafyrirtækinu Alexa, er Twitter í 33. sæti yfir þær net- síður sem vinsælastar eru hér á landi. Facebook er á hinn bóginn í 1. sæti. Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Mennta- vísindasvið Háskóla Ísland telur erfitt að tilgreina einhverja eina ástæðu á bakvið það að tístið nýtur ekki vinsælda á Íslandi. Hún nefnir þó þrennt sem kunni að skýra þennan mikla mun á Facebook- og Twitternotkun hér á landi. Í fyrsta lagi geri smæð samfélagsins það að verkum að tiltölulega fámennir hópar tengi sig við málefni í gegn- um „hashtögg“ á íslensku. Því vanti nægilegan fjölda til þess að fylgjast með og tísta um þau. Í öðru lagi segir hún fjölmiðla á Íslandi síður notast við Twitter en kollegar þeirra í öðrum löndum. „Fjölmiðlar flestra landa eru duglegri en þeir sem eru á Íslandi við að tengja fréttir sínar við Twitt- er. Twitter byrjaði á því að vera vinsælt hjá blaðamönnum því þeir fengu oft upplýsingarnar fyrst í gegnum tíst um leið og eitthvað gerðist. Ef við tökum dæmi þá koma kannsk tíst inn á Twitter um leið og jarðskjálfti verður þó ekki sé búið að skrifa heila frétt um það. Facebook er hins vegar kannski betri vettvangur fyrir þjóðmála- umræðu þar sem kafað er ofan í málin,“ segir Salvör og líkir hún Twitter við fréttasóp en Facebook við samfélag. Í þriðja lagi nefnir hún net- og farsímaþróun sem hugsanlega skýr- ingu. Útbreiðsla Twitter hafi tengst farsímum og farsímanotkun hafi ekki aukist hraðar á Íslandi en ann- ars staðar. Hins vegar hafi net- aðgengi verið betra hér á landi en víðast hvar og Facebook, sem krefst þess að þú sért „mikið tengdur,“ hafi af þeim sökum náð þessari miklu útbreiðslu á Íslandi. „Ég varpa þessu fram sem hugs- anlegum skýringum en mér finnst líklegasta skýringin og sú helsta vera smæð þjóðarinnar,“ segir Sal- vör. Twitter í boltanum Hjörtur Smárason, markaðs- ráðgjafi og einn fyrsti Twitter- notandinn á Íslandi tekur undir það með Salvöru að smæðin hafi mikið að segja. „Á Facebook eru allir vin- ir og því tengdir saman. En á Twit- ter þá getur þú fylgst með þekkt- um einstaklingum eða þeim sem eru leiðandi í þínum bransa án þess að hafa persónulega tengingu við þá. Kannski er samfélagið á Íslandi þannig upp sett að þú getur orðið vinur þeirra sem þú vilt fylgjast með í gegnum Facebook,“ segir Hjörtur og bætir við: „Það er helst að fótboltasamfélagið hafi notað Twitter til samskipta á Íslandi.“ Telja smæðina vera tístinu fjötur um fót Morgunblaðið/Ernir Á Twitter Tiltölulega fáir Íslendingar hafa tileinkað sér notkun á samskipta- miðlinum Twitter. Helst er að knattspyrnuáhugamenn tísti hér á landi. Hjörtur Smára- son, markaðs- ráðgjafi, hefur kennt sam- félagsmiðla í há- skólanum á Hól- um í Hjaltadal auk þess að hafa haldið fjölda námskeiða um samfélagsmiðla. Hann hefur einna helst notað Twitter til kynningar á ferðaþjónustu, hér- lendis sem og erlendis, með góð- um árangri. Hann bendir á að í nágrannalöndunum hafi Twitter náð útbreiðslu í Svíþjóð og Nor- egi en ekki í Danmörku. „Stjórn- málamenn eru nánast allir með Twitterreikning í Noregi og nota hann mjög mikið,“ segir Hjörtur. Hann bendir á að oft geti Twitt- er-notkun breyst hratt á skömm- um tíma. „Stóra breytingin í Bandaríkjunum varð t.d. þegar Oprah Winfrey fór að nota Twitt- er,“ segir Hjörtur. Oprah skipti sköpum TÍST Í NOREGI OG SVÍÞJÓÐ Hjörtur Smárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.