Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 ✝ Sigurjóna Jak-obsdóttir fædd- ist á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð 4. febrúar 1936. Hún lést 3. október 2013. Foreldrar Sig- urjónu voru Hólm- fríður Þórdís Ingi- marsdóttir, f. 26. júní 1913, d. 5. október 1998, og Jakob Þor- steinsson, f. 1. júní 1912, d. 15. apríl 1994. Foreldrar hennar skildu og ólst Sigurjóna upp á Akureyri hjá föðurafa sínum og -ömmu, þeim Þorsteini M. Jóns- syni, skólastjóra, bókaútgef- anda og fyrrv. alþm., og Sig- urjónu Jakobsdóttur, húsmóður og leikkonu. Systur Sigurjónu: Hildur Kristín, f. 7. mars 1935, d. 23. janúar 2003, og Oddný, f. 4. febrúar 1936. Hálfsystkini Sig- urjónu samfeðra: Sigríður, f. 26. nóvember 1955, Þorsteinn Magnús, f. 10. október 1957, og Ísleifur Óli, f. 14. janúar 1960. Stjúpsystkini Sigurjónu, börn Karls Hjálmarssonar, seinni eiginmanns Hólmfríðar Þórdís- ar: Ásgeir Hjálmar, f. 13. janúar ágúst 1966. Börn hennar og Óskars Friðriks Jónssonar eru Anton Ísak og Agnes Ýr. 4) Benedikt Páll, f. 5. apríl 1968. Dóttir hans og Aðalheiðar Ragnarsdóttur er Katrín Birta. Börn Jóns af fyrra hjónabandi eru: 1) Þórarinn, f. 22. febrúar 1944. Sonur hans er Jón Þór. 2) Ágúst, f. 24. maí 1948, k.h. er Edda Erlendsdóttir. Synir þeirra eru Jón Skírnir og Ágúst Már. Fyrir átti Edda Ásdísi Elv- arsdóttur og Erlend Þór Elv- arsson. 3) Rafn, f. 28. mars 1952, k.h. Sigríður Rafnsdóttir. Börn þeirra eru Soffía Frans- iska, Eiríkur Rafn, Þórdís og Hildur. Fyrir átti Sigríður Ölr- únu Marðardóttur. Sigurjóna var við nám í Cam- bridge á Englandi 1955-6. Hún dvaldist í New York 1958-60 við enskunám og starfaði jafnframt á heimili íslenska sendiherrans. Eftir dvölina erlendis starfaði hún hjá Útvegsbankanum 1960- 63 við ritarastörf. Hún starfaði sem skólaritari hjá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands 1974-8, læknafulltrúi á röntgendeild Landakotsspítala 1978-91, en síðustu ár starfs- ævinnar eða frá 1992 og allt þar til hún lét af störfum fyrir ald- urssakir 2006 starfaði hún sem dómritari í Héraðsdómi Reykja- víkur. Útför Sigurjónu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 17. október 2013, og hefst athöfnin klukkan 15. 1927, d. 2. apríl 1980, Katrín Helga, f. 27. nóvember 1932, og Halldóra, f. 17. febrúar 1936. Fósturbræður Sig- urjónu: Stein- grímur Vikar Björgvinsson, f. 31. maí 1941, og Karl Davíðsson, f. 4. nóvember 1949. Sigurjóna giftist 24. desember 1963 Jóni Þór- arinssyni tónskáldi, f. 13. sept- ember 1917, d. 12. febrúar 2012. Hann var sonur Önnu Maríu Jónsdóttur, f. 6. apríl 1877, d. 8. jan. 1946, og Þórarins Bene- diktssonar, hreppstjóra og al- þingismanns, f. í Keldhólum á Völlum, f. 3. mars 1871, d. 12. nóv. 1949. Börn Jóns og Sig- urjónu eru: 1) Anna María, f. 1. febrúar 1962. Börn hennar og Magnúsar Magnússonar eru Magnús Þór og Sigrún. Dóttir hennar og Marcusar Dougherty er Sara Margrét. 2) Þorsteinn Metúsalem, f. 18. febrúar 1963, í sambúð með Ingibjörgu Egils- dóttur. Sonur þeirra er Jón Metúsalem. Dóttir hans og Önnu Lilju Johansen er Anna María. 3) Hallgerður, f. 12. Elsku amma. Þegar við hugsum um þig þá finnum við bara fyrir hlýju og þakklæti. Við vorum svo heppin að búa í sömu götu og þú og fengum að njóta þess að vera mikið með þér. Það var alltaf svo notalegt að vera nálægt þér. Þú vildir alltaf að öllum liði vel og væru sáttir. Barnabörnin þín voru gim- steinarnir þínir og Birta (hund- urinn okkar) var þar á meðal. Þú hélst mikið upp á Birtu, enda átt- uð þið tvær margar góðar sam- verustundir. Þú sagðir alltaf að þú biðir bara eftir því að hún færi að tala. Við gerðum stundum grín að því að Birta væri uppá- haldsbarnabarnið þitt. Þú spurð- ir mömmu alltaf fyrst hvernig Birta hefði það áður en þú vildir fá fréttir af okkur krökkunum. Við gátum hlegið mikið að þessu og þú með. Þú sýndir áhugamálum okkar einlægan áhuga og hvattir okkur áfram með jákvæðni og óbilandi trú á okkur. Varst alltaf að minna okkur á hvað við hefðum mikla hæfileika og að við ættum að láta drauma okkar rætast. Þetta munum við hafa hugfast og fara með út í lífið. Þú trúðir því að Guð væri það góða í fólki. Guð tók mikið pláss hjá þér, elsku amma, í þér var eingöngu hægt að finna fallegt og gott hjarta. Þú varst örugglega með stærsta og hreinasta hjarta í heimi og þú varst dugleg að deila því. Þú varst engin venjuleg amma. Algjör skvísa, alltaf svo flott og fín, fórst í hárgreiðslu til Simba í hverri viku og varst örugglega glæsilegasta amman í bænum þó að víðar væri leitað. Góði Guð hefur leitt þig til afa og við vitum að þar líður þér vel. Þú ert og verður alltaf með okkur. Þín Anton Ísak, Agnes Ýr og Birta. Elsku fallega amma mín er nú komin í faðm elskulegs afa míns á himnum. Eftir situr hafsjór fal- legra og góðra minninga um hlýja, örláta og góðhjartaða konu. Hún amma mín var alveg einstök kona sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hún var ein af mínum bestu vinkonum og helstu fyrirmyndum í lífinu. Á mínum bernskuárum og allt til síðasta dags eyddi ég miklum tíma með ömmu minni. Hún var alltaf að segja mér sögur og er mín uppáhaldssaga án efa um þegar hún og afi kynntust. Þegar ég spurði hana að einhverju hafði hún alltaf svör á reiðum höndum. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar ég spurði hana um Guð og hver hann væri. Þá sagði hún að Guð væri það góða í manni og síð- an þá hef ég tileinkað mér þá sýn. Það var líka hin mesta skemmtun að fara í fataskápinn hennar, þá mátti ég klæða mig í hvert dress- ið á fætur öðru, fara í háa hæla og prýða mig alls kyns gersem- um, svo til að fullkomna „lookið“ setti ég á mig rauðan varalit. Við amma og afi ferðuðumst mikið saman og fórum oftar en einu sinni hringinn í kringum landið. Eitt sinn í einu af okkar ferðlögum vorum við stödd á Seyðisfirði þar sem við dvöldum nokkrar nætur. Þegar við fórum að hátta vildi ég setja á mig alls kyns krem og áburði eins og amma og í raun vildi ég gera allt eins og hún. Eina kvöldstundina sátum við öll þrjú við kvöldverð- arborðið og vorum að ræða um daginn og veginn. Amma var að sýna mér hringana sína og segja mér frá hverjum og einum. Þá velti ég mikið fyrir mér gifting- arhring hennar. Ég furðaði mig á því hvers vegna það stæði Jón inni í hringnum en ekki Sigur- jóna. Þá tjáði hún mér að nafnið í hringnum ætti að vera af þeirri manneskju sem maður giftist og elskar. Ég fékk að máta hann og var svo yfir mig hrifin að ég sagði henni að þegar ég yrði stór ætl- aði ég að giftast manni sem héti Jón og hafa þennan hring og setti hún sig ekkert á móti því. Afi hins vegar gat ekki orða bundist og sagði að þegar kæmi að stóra deginum mínum ætlaði hann rétt að vona að sá heppni hefði efni á kaupa sinn eigin hring og þar við sat. Alla tíð hef ég sagt og segi enn að ég ætli að verða eins og amma. Hún var alltaf vel tilhöfð, fallega klædd, með fínt hár, lakkaðar neglur, vel skóuð og með varalit. Hver sem leit hana augum hafði ávallt orð á því hversu glæsileg hún væri. Ég fyllist miklu stolti þegar fólk segir að við séum líkar enda ekki leiðum að líkjast. Amma var með hjarta úr gulli og er ég henni afar þakklát fyrir allt sem hún gefur gefið mér. Orð fá því ekki lýst hversu stóran sess hún hefur skipað í mínu lífi og hversu mikið ég elska hana. Nú sefur hún værum blundi á himn- um þar sem englarnir syngja. Því segi ég nú eins og hún sagði alltaf við mig, bonne nuit, buonanotte, gute Nacht, god nat, good night og góða nótt. Sigrún. Það er haust, veturinn boðar komu sína, það dimmir og kólnar. Farfuglarnir eru flognir á vetr- arslóðir sínar en koma flestir til baka með hækkandi sól og hlýn- andi veðri. Kær vinkona, Sigurjóna Jak- obsdóttir, er einnig horfin frá okkur. Hún kemur ekki aftur með vorinu eins og fuglarnir, brottför hennar er endanleg og eftir verður stórt skarð sem ekki verður fyllt. Sigurjóna var einstaklega hlý og umhyggjusöm, hjálpfús, trygglynd og góður vinur. Hún setti sjálfa sig ekki í fyrsta sætið, þar voru aðrir, fólkið hennar, eig- inmaðurinn, Jón Þórarinsson, börnin þeirra, barnabörnin og nánasta fjölskylda, að ógleymd- um vinunum. Hún var almennt veitandi en ekki þiggjandi í mannlegum samskiptum, lagði mikla alúð við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í einkalífinu eða við störf utan heimilis. Fyrir meira en hálfri öld lágu leiðir okkar Sigurjónu saman þegar við deildum sömu skrif- stofu á vinnustað okkar. Það vakti strax athygli mína og að- dáun hversu ljúf, hjálpsöm og kát hún var, alltaf vel til fara, smekk- lega klædd og vel snyrt án þess að vera með öfgar. Þessi samvera varð upphafið að vináttu okkar sem hefur varað alla tíð síðan. Ekki spillti fyrir þegar við urðum nágrannar um árabil nokkrum árum seinna, báðar komnar með heimili og börn. Það var ekkert leiðinlegt að fara í heimsókn í Bólstaðarhlíðina, njóta fé- lagsskapar við bæði eldri og yngri. Börnin okkar voru vinir og undu sér vel saman á sínum yngri árum, þannig að gagn- kvæmar heimsóknir voru alltaf eftirsóknarverðar. Síðar þegar lengra varð á milli heimila okkar, börnin uxu upp og við fórum aftur út á vinnumark- aðinn af fullum krarfti, urðu sam- verustundirnar færri en gæði þeirra minnkuðu ekki. Alltaf var fylgst með afkomendunum, fjöl- skyldum og sameiginlegum vin- um. Ánægjulegar voru þær stundir sem við Sverrir áttum með þeim Sigurjónu og Jóni og stundum fleiri vinum við ýmis tækifæri. Alltaf fórum við ríkari af þeim fundum. Síðustu árin voru Sigurjónu að mörgu leyti þung í skauti. Veik- indi hennar sjálfrar og hnignandi heilsufar Jóns sem hún tók mjög nærri sér reyndu á þolrifin hjá henni. Þá kom vel í ljós þraut- seigja hennar og umhyggja fyrir öðrum. Á hverjum degi fór hún til Jóns og sat hjá honum eftir að hann var kominn á sjúkrastofn- anir. Voru börn hennar og barna- börn styrkar stoðir þar sem endranær. Við fráfall Jóns á síð- asta ári myndaðist mikið tóma- rúm hjá henni, söknuðurinn var mikill en reisn sinni og glæsileika hélt hún eftir sem áður. Alltaf var mjög náið og gott samband milli Jóns, Sigurjónu, afkomenda þeirra og fjölskyldna. Nutu þau þess og mátu mikils, ekki síst þegar aldurinn færðist yfir. Með þakklátum huga votta ég og fjölskylda mín fólkinu hennar Sigurjónu innilega samúð okkar svo og öðrum þeim sem nú syrgja hana. Minningin um góða mann- kostakonu mun lifa með þeim sem voru henni samferða í lífinu. Hún er sá gimsteinn, sem geisla mun af um ókomin ár. Björg Gunnlaugsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki við Héraðsdóm Reykjavíkur Sigurjóna Jakobsdóttir kom til starfa í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar það embætti varð til, sum- arið 1992 og vann þar til hún varð sjötug, í febrúar 2006. Starfs- mannavelta embættisins var lengst af lítil og við erum því nokkuð mörg sem störfuðum með Sigurjónu í á annan áratug. Sigurjóna var samviskusamur starfsmaður, vantaði varla dag í vinnu. En það er ekki vinnusemi hennar sem gerir hana okkur svo eftirminnilega. Sigurjónu fylgdi gleði. Henni fannst gaman að vinna og vera með okkur. Sagði okkur oft hvað henni fyndist við „öll æðisleg“ og hvað henni þætti vænt um alla hjá embættinu. Hún hafði einstakt lag á að hrósa okkur fyrir útlit, fatnað eða hvað eina og gerði það óspart. Við sem nutum urðum aðeins betri og glaðari fyrir vikið. Þyrfti hún á aðstoð að halda, sýndi hún ein- lægt þakklæti. Hún var umtals- góð og þoldi illa deilur og ósætti. Já, hún kunni svo sannarlega að gleðjast. Hún var orðin elsti starfsmaðurinn hjá embættinu undir lokin en það sást ekki þeg- ar til gleðskapar var blásið. Við minnumst hennar, gjarnan í glæsilegri dragt, á svimandi háum hælum, með nýlagt hárið, rauðan varalit og naglalakk, svíf- andi milli hópa í samkvæmum, brosandi, hlýja, glaða og inni- lega. Gleði hennar smitaði frá sér og við nutum öll góðs af. Við minnumst Sigurjónu með virðingu og minningar okkar um hana kveikja bros og gleði. Nú, að leiðarlokum, kveðjum við, full þakklætis fyrir samfylgdina. F.h. samstarfsfélaga við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, Sigrún Agnes Njálsdóttir. Kveðja frá röntgen- systrum á Landakoti Okkur langar að minnast kærrar starfssystur okkar, Sig- urjónu, með fáeinum orðum, en hún vann með okkur á Landa- kotsspítala meðan hann var og hét. Það var einhver blessun sem fylgdi spítalanum og systrunum (nunnunum) sem fylgdi okkur í anda og starfi og eru margir sem sakna hans. Við vorum fjórar, Inga, Mattý, Kolla og Svana, all- ar læknaritarar. Þetta var ynd- islegur tími fyrir okkur allar. Vegna þrengsla og plássleysis á spítalanum komum við okkur notalega fyrir í kjallaranum þar sem okkur var úthlutað sérher- bergi, þar fór vel um okkur innan um appelsínugular innréttingar, hver í sínum bás, alveg örmjótt. Unnum við saman í sátt og sam- lyndi. Mikið var hlegið og skrafað um ýmsa hluti og Sigurjóna alltaf svo hress og kát enda vorum við alveg út af fyrir okkur. Starfs- fólkið kom líka niður til að fylgj- ast með, því það var alltaf svo gaman hjá okkur. Börnin okkar komu oft í heimsókn þannig að þetta var eins og ein stór fjöl- skylda. Þurftum við að hlaupa upp og niður á aðra hæð til að ná í spólurnar frá læknunum, þann- ig fengum við leikfimitíma líka, ekki var hægt að hafa það betra. Síðustu ár höfum við komið saman af og til á kaffihúsi eða heima hjá hver annarri til að rifja upp gamla tíma og voru það ánægjulegar og skemmtilegar stundir. Hennar verður sárt saknað í hópnum og viljum við flytja börn- um hennar og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Inga, Matthildur, Kolbrún og Svanhildur. Sumt fólk er þannig, að það veit hvað það vill og hefur þrek og kjark til að fylgja eftir sann- færingu sinni. Þannig var Sigur- jóna Jakobsdóttir allt til enda. Sigurjóna var ung kona þegar hún kom inn í líf föður og tengda- föður okkar fyrir rúmlega 50 ár- um. Hann var snöggtum eldri en hún, fráskilinn þriggja barna fað- ir, en hún stóð keik við hlið hans og var dyggur förunautur hans og stoð og stytta alla tíð. Sigurjóna var ekki stórvaxin kona, en hún var mikil kona. Það var aldrei lognmolla þar sem Sig- urjóna var. Hún hafði sterkan persónuleika, hafði skoðanir á flestu og gat oft verið býsna föst fyrir í skoðanaskiptum um menn og málefni. Okkur þótti m.a. þess vegna alltaf gaman að heimsækja þau, en þar að auki var enginn svikinn af veitingum sem heim- sótti Sigurjónu. Í því sambandi minnumst við ekki síst jólaboð- anna á jóladag um margra ára skeið. Sigurjóna var mikill vinnu- þjarkur, vann oft drjúgan vinnu- dag, m.a. sem ritari í Héraðs- dómi Reykjavíkur, og sinnti að auki með myndarbrag heimilinu og börnum þeirra Jóns að ógleymdum heimilishundinum. Hún sýndi hve kraftmikil og hug- rökk hún var þegar hún tókst á við illvígt krabbamein fyrir nokkrum árum. Með ótrúlegum viljastyrk tókst henni að vinna bug á sjúkdómnum og öðlast fyrri krafta. Það má sannarlega segja að Sigurjóna hafi verið „töff“ kona. Fráfall Sigurjónu er mörgum þungbært, ekki síst börnum hennar og fjölskyldum þeirra, enda stóð hún þeim ávallt mjög nærri. Við trúum því að minning um góða konu muni veita þeim og öðrum, sem eiga um sárt að binda, styrk í sorginni. Ágúst og Edda. Sigurjónu kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var móðir þáverandi konu minnar og amma barnanna minna, þeirra Magnúsar Þórs og Sigrúnar. Þrátt fyrir skilnað okkar á sínum tíma hafði hún alltaf sýnt mér hlýju og væntumþykju. Hún var góð kona og reyndist börnum mínum vel. Ég minnist hennar með miklum söknuði og þakk- læti. Sandra og Telma votta fjöl- skyldunni sína dýpstu samúð og senda henni styrk á þessum erf- iðu tímum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Magnús Magnússon. Sigurjóna Jakobsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Magnús Þór Magnússon. Dýrðin var ávallt dagsins regla, dreymi þig stillt við vetrarlín. Skýin þinn svip í skörðin negla, skaflarnir ljóma, vina mín. (S.Þ.) Sigmundur Sigurðsson (Simbi) . ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og systur, ARNÞRÚÐAR STEFÁNSDÓTTUR sjúkraliða, Strikinu 8. Sérstakar þakkir viljum við færa Friðbirni Sigurðssyni krabbameinslækni, starfsfólki krabbameinsdeildar, heimahlynningu og líknardeild Landspítalans fyrir þeirra góða starf. Einnig viljum við þakka öllum þeim er minntust hennar. Arna Valdís Kristjánsdóttir, Vilberg Kristinn Kjartansson, Stella Kristjánsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Jóhanna Kristín Gísladóttir, Jana Björk Ingadóttir, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.