Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 skólabarnanna til skiptis. Þegar fé- lagsheimilið í Heiðarbæ var byggt flutti svo skólahaldið þangað. Það er gaman að hafa náð í skottið á farskólunum.“ Elín var í Laugaskóla, fram- haldsdeild Víghólaskóla, Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands, stundaði framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun við Nýja hjúkr- unarskólann, lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði við HA 1995 og MSc-námi frá Glasgow University 1998. Elín starfaði lengi á ýmsum deildum Sjúkrahússins á Akureyri, var þar m.a. deildarstjóri gjör- gæsludeildar, starfaði á gjörgæslu- deild í Stafangri í Noregi um tíma og við skóla- og heimahjúkrun. Elín hefur lengst af starfað við Háskólann á Akureyri frá 1999, fyrst á RHA en síðan við Símennt- un. Auk þess hefur hún sinnt stundakennslu. Á leið til Vínarborgar Elín var bæjarfulltrúi á Akureyri sl. kjörtímabil, hefur setið í ýmsum nefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sinnt félagsstörfum sem for- eldri. Hún er einn stofnenda La- dies Circle á Íslandi og var fyrst til að veita landssamtökunum forsæti. Áhugamál Elínar tengjast útivist, bókmenntum og listum af ýmsu tagi, en hún heldur upp á þessi tímamót, ásamt nokkrum úr nán- ustu fjölskyldu, með menningarferð m.a. til Vínarborgar. Fjölskylda Eiginmaður Elínar er Kjartan Helgason, f. 3.11. 1952, lög- reglumaður. Foreldrar hans voru Helgi Haraldsson, f. 1915, d. 1998, verkamaður á Akureyri , og Mars- elína Kjartansdóttir, f. 1925, d. 1989, sjúkraliði á Akureyri. Börn Elínar og Kjartans eru Jón Helgi Kjartansson, f. 12.4. 1990, nemi í tölvunarfræði við HR; Frey- dís Björk Kjartansdóttir, f. 4.10. 1994, nemi við VMA. Alsystir Elínar er Álfhildur Hall- grímsdóttir, f. 20.8. 1955, fé- lagsfræðingur Reykjavík. Hálfsystkini Elínar, sammæðra: Kristján Þorvaldsson, f. 9.10. 1960, bílstjóri í Reykjavík; Stefán Þor- valdsson, f. 16.10. 1962, stýrimaður í Reykjavík; Sveinn Rútur Þor- valdsson, f. 17.11. 1963, skrif- stofumaður Reykjavík; Halldór Þorvaldsson, f. 16.12. 1964, skrif- stofumaður Reykjavík; Þorvaldur Þorvaldsson, f. 13.5. 1966, bílstjóri í Bergen. Hálfsystkini Elínar, samfeðra, eru Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1.10. 1957, listamaður á Akureyri; Þorbergur Hallgrímsson, f. 13.1. 1959, flugvirki í Reykjavík; Ásgerð- ur Hallgrímsdóttir, f. 3.10. 1962, leikskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Elínar: Svava Sigríður Kristjánsdóttir, f. 13.7. 1929, d. 1.9. 2001, húsfreyja í Reykjavík, og Hallgrímur Jónsson, f. 22.6. 1927, lögreglumaður í Reykjavík. Fósturforeldrar og föðurfor- eldrar Elínar voru Jón Helgi Þor- bergsson, f. 31.7. 1882, d. 5.1. 1979, bóndi á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu, og Elín Vigfús- dóttir, f. 29.9. 1921, d. 22.8. 1986, húsfreyja á Laxamýri. Úr frændgarði Elínar Margrétar Hallgrímsdóttur Elín Margrét Hallgrímsdóttir Sigríður Narfadóttir kennari og ljósmóðir á Gullberastöðum Vigfús Pétursson b. á Gullberastöðum í Borgarfirði Elín Vigfúsdóttir húsfr. á Laxamýri Hallgrímur Jónsson lögreglum. í Rvík Jón Helgi Þorbergsson b. á Laxamýri í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu Þóra Hálfdánardóttir húsfr. á Helgastöðum og Höskuldsstöðum Þorbergur Hallgrímsson b. á Helgastöðum og Höskuldsstöðum í Reykjadal, af Hraunkotsætt Þóra Kristín Einarsdóttir húsfr. á Hjöllum og Kleifum Magnús Guðmundsson b. á Hjöllum og Kleifum í Ögurhreppi Margrét Jóhanna Magnúsdóttir húsfr. á Ísafirði Kristján Gíslason sjóm. á Ísafirði Svava Sigríður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Sveinbjörg Kristjánsdóttir húsfr.í Hvammi, systurdóttir Bjarna, föður Markúsar skólastj. Stýrimannaskólans Gísli Kristjánsson b. í Hvammi í Dýrafirði Björn Gunnar Jónsson b. á Laxamýri Vigfús Bjarni Jónsson hreppstj. og vþm. á Laxamýri Þóra Jónsdóttir skáldkona Björn Pálsson Flygenring læknir Hallgrímur Þorbergsson b. á Halldórsstöðum Jónas Þorbergsson alþm. og útvarpsstjóri Jónas Jónasson útvarpsmaður Sigurður Gíslason b. á Hamraenda í Borgarfirði Sigurður Sigurðsson sjómaður. Jóhann Sigurðsson leikari Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari Jón Haraldsson arkitekt fæddistí Reykjavík 17.10. 1930. Hannvar sonur Haraldar Björns- sonar leikara og k.h., Júlíönu Frið- riksdóttur hjúkrunarkonu. Bróðir Haraldar var Jón, skóla- stjóri og heiðursborgari Sauð- árkróks, faðir Stefáns arkitekts, föð- ur Stefáns Arnar arkitekts. Jón var auk þess faðir Þorbjargar skóla- stjóra, Jóhannesar Geirs myndlist- armanns og Ólínu Ragnheiðar, móð- ur Óskars Magnússonar, útgefanda Morgunblaðsins. Systir Haralds leik- ara var Björg, móðir Baldurs, hrepp- stjóra í Vigur, Sigurðar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Sigurlaugar, fyrrv. alþm, móður Bjargar lagapró- fessors. Móðir Haraldar var Þor- björg Stefánsdóttir, systir Sigurðar, pr. í Vigur, og Stefáns skólameistara, föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðs- ins, föður Helgu leikkonu og Huldu blaðamanns en systir Valtýs var Hulda skólastjóri, móðir Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Bróðir Jóns arkitekt var Stefán Haraldsson, bæklunarskurðlæknir og yfirlæknir við Landspítalann. Jón lauk stúdentsprófi frá MR 1950, stundaði nám við Handíðaskól- ann og Frístundamálaraskólann í Reykjavík 1950-52, lauk tannlækna- prófi frá HÍ 1956, stundaði nám í arkitektúr við Norges Tekniske Hog- skole í Þrándheimi og lauk þaðan prófum 1960 og stundaði framhalds- nám og störf við skipulag borga og bæja hjá Olli Kivinen, arkitekt og prófessor við Háskólann í Helsinki 1960-61. Jón vann við tannlækningar 1956 og 1957, var arkitekt í Kaupmanna- höfn 1961-62 en starfrækti síðan eig- in teiknistofu í Reykjavík frá 1962. Meðal verka Jóns má nefna Apó- tekið á Dalvík, einbýlishúsið Fitjar á Kjalarnesi og Stykkishólmskirkju. Hann fékk fyrstu verðlaun í sam- keppni um skipulag Hafnarfjarðar 1962 og skrifaði bók um skipulag. Jón var í hópi þekktari íslenskra arkitekta á sinni tíð, hafði ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum og var óhræddur að láta þær í ljós. Jón lést 28.5. 1989. Merkir Íslendingar Jón Haraldsson 90 ára Guðrún R. Gísladóttir Hulda S. Sigurðardóttir 85 ára Guðmundur H. Garðarsson Helga Eiríksdóttir Vigdís Guðmundsdóttir 80 ára Elísabet Sara Guðmundsdóttir Frímann Þorsteinsson Guðrún Bjarnadóttir Gunnar Albert Ólafsson Gyða Ingólfsdóttir Hannes Steingrímsson Óli Jón Ólason Sigríður Kristín Lister Sigrún Árnadóttir Sverrir Guðjónsson Þorsteinn Magnússon 75 ára Bjarney G. Sigurðardóttir Kristín Hafsteinsdóttir Steinar Guðjónsson Svala Grímsdóttir 70 ára Ásdís Pétursdóttir Elvar Guðni Þórðarson Gunnlaugur Höskuldsson Hrafnhildur Reynisdóttir Jónína Ebenezersdóttir Jósefína Sigurbjörnsdóttir Margrét Gústafsdóttir 60 ára Auðunn Eiríksson Fanney Einarsdóttir Hafsteinn Hafsteinsson Hjördís Ólafsdóttir Hrafn Þórir Hákonarson Ingibergur F. Gunnlaugsson Ólafur Már Stefánsson Radojka Grbic Ragnheiður M. Guðmundsdóttir Sigrún Bergmann Baldursdóttir Sigurður Haraldsson Svanhildur Eyjólfsdóttir 50 ára Anna María Jónsdóttir Dröfn Kristmundsdóttir Edilberto Caneda Villaespin Elísabet Pálsdóttir Eric Farley Hearn Gissur Guðmundsson Guðjón Steinar Þorláksson Gunnlaug Lára Valgeirsdóttir Maciej Jacek Zaorski Margrét Svavarsdóttir Sigrún Björg Einarsdóttir Sigurður Pétur Guðmundsson 40 ára Anna María Björnsdóttir Guðmundur Steinar Skúlason Guðrún Sverrisdóttir Hafþór Árnason Halla Björk Stefánsdóttir Íris Björk Hafþórsdóttir Phonphrom Phatthanawongchai Ragnar Magnússon Sigurður Sigurbergsson Thelma Þórðardóttir Van Son Bui 30 ára Aneta Beczkowska Ágúst Snær Hjartarson Barbara Malgorzata Stezewaska Michal Piotr Kaczynski Sigurður Þórólfsson Unnur Gísladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valdimar ólst upp í Reykjavík, er búsettur á Akureyri, lauk stúdents- prófi frá Keili og starfar nú hjá Becromal á Ak- ureyri. Systur: Elsa María Krist- ínardóttir, f. 1989, og Margrét Rún Sverr- isdóttir, f. 1997. Foreldrar: Guðbjörg Kristín Valdimarsdóttir, f. 1964, leikskólakennari, og Daníel Karlsson, f. 1962, búsettur í Danmörku. Valdimar Daníelsson 30 ára Kristinn ólst upp á Þingeyri, er búsettur í Reykjavík, stundar nám við Stýrimannaskólann og er háseti á Júlíusi Geir- mundssyni ÍS - 270. Maki: Karlotta Ein- arsdóttir, f. 1984, bílstjóri. Foreldrar: Ragnheiður Halla Ingadóttir, f. 1965, gjaldkeri, og Jón Pét- ursson, f. 1959, fyrrv. hót- elstjóri. Stjúpaðir: Ólafur Kristján Skúlason, f. 1966, sjómaður á Þingeyri. Kristinn Már Jónsson 30 ára Sigrún ólst upp á Flúðum, lauk BEd-prófi frá KHÍ, BSc-prófi í líf- fræði frá HÍ og er nú að ljúka MSc-námi í líf- og læknisvísindum við HÍ. Maki: Ólafur Óskar Eg- ilsson, f. 1981, tölv- unarfræðingur. Dóttir: Helga Rún, f. 2010. Foreldrar: Sigríður Helga Karlsdóttir, f. 1958, og Guðjón Birgisson, f. 1959, garðyrkjubændur. Sigrún Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.