Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Slitastjórnir föllnu bankanna vilja fé þeirra úr landi og krefjast þess að komast í gjald- eyriseign þeirra, sem mér skilst að sé um 3.000 milljarðar, og sömuleiðis að þær og aðrir aflandskrónu- eigendur fái að skipta krónueignunum, sem eru víst um 1.200 millj- arðar, yfir í gjaldeyri. Deilt er um hvernig á að leysa málið og einnig hvernig losa megi um gjald- eyrishöftin, sem sé ekki hægt með þetta hangandi yfir okkur. Hvers vegna er lausnin ekki nýtt? Það er næsta furðulegt að menn séu enn að kýta um þetta þegar úr- ræðin liggja fyrir. Ég og aðrir hafa margbent á þau og finnst því miður nauðsynlegt að ítreka þau enn einu sinni og vona að það þreyti menn til þess að hætta að hugsa nema í lausn- um. Hverjir eru kröfuhafarnir? Enginn veit hverjir eigendur krafnanna í þrotabúin eða þá hræ- gammarnir eru, en tvö þeirra eiga tvo af stærstu bönkunum. Því þarf að setja strax á lög þar sem þeim verður öllum gert undanbragðalaust að upp- lýsa um eignarhald sitt, alveg niður í það smæsta, og nafngreina einstak- lingana, sem standa á endanum á bak við þá. Eigendurnir vilja fela sig á bak við félög, sem eru í eigu annarra félaga, sem eru í eigu enn annarra fé- laga, sem gjarnan eru svo í ein- hverjum skattaparadísum, en með þessu væri komin ákveðin pressa og tangarhald á þeim. Nýr íslenskur gjaldmiðill Með því að taka hér upp nýjan ís- lenskan lögeyri, ríkisdal, væri ým- islegt hægt. Verðgildi ríkisdalsins yrði væntanlega sem næst hið sama í krónum og gengi Bandaríkajadals væri á skiptideginum, en ríkisdal- urinn yrði fasttengdur við dollarinn, þ.e. dalur á móti dal við Bandaríkja- dal, sem notaður er í um 90% milli- ríkjaviðskipta heimsins. Gengi rík- isdalsins sveiflaðist þá með Banda- ríkjadal gagnvart öðrum gjald- miðlum. Þetta kostaði mjög lítið og við höfum gert svipað áður þegar nýkrónan var tekin upp, en með þessu öðluðumst við þegar eins mik- inn gengisstöðugleika og hægt er að ná og sveiflur þá mjög vægar. Rík- isdalurinn er einnig lykillinn að öðr- um mikilvægum aðgerðum, sem væru ekki mögulegar ef við hefðum t.d. þegar tekið upp einhverja erlenda mynt því þá ryki allt stjórnlaust úr landi og við sætum aðeins uppi með allar skuldirnar. Með hinum nýja lögeyri þyrftu allir að skipta gömlu krónueignunum yfir í ríkisdalinn, en setja má lög um tak- markanir á því hverjir fái hinn nýja lögeyri og hverjir ekki. Þannig mætti undanskilja erlenda krónueigendur og þrotabúin, en dómurinn í Icesave- málinu og síðast dómur hæstaréttar kveða á um að greiða megi kröfu- höfum bankanna í íslenskum krónum og kæmist landið þá yfir hina stóru gjaldeyriseign þrotabúanna. Þannig væri hægt að festa alla þá viðkomandi sem við viljum í gömlu krónunum og gera þeim að geyma þær á sérstökum lokuðum reikningum og greiða geymsluvexti af. Að semja út frá styrk Nú væri orðið sorfið að liðinu og komin sterk alvörusamningsstaða og vandséð með hvaða hætti öðrum eða á hvaða forsendum hægt væri að ná einhverjum bitastæðum samningum með svipuðum árangri, því nú gætum við sett skilmálana svo til ein- hliða. Til þess að við- komandi losni úr prís- undinni byðum við þeim að þiggja skulda- bréf í Bandaríkjadöl- um til langs tíma á aflandskrónugengi og með 90-95% afföllum. Þeir hafa þó þegar makað krókinn með hávaxtatekjum og hafa náð að koma arð- greiðslum úr landi í gjaldeyri í sér- stöku vildarboði seðlabankans og við skulum muna að allir viðkomandi eru áhættufjárfestar og að vogunar- sjóðir eru alls staðar afar óvinsælir svo ekki er að búast við miklum mót- mælum að utan, enda um löglegar neyðarráðstafanir að ræða. Þessir umræddu peningar yrðu nú þannig hjá íslenska ríkinu en ekki þrotabúunum, aflandskrónueigend- um eða nýjum hræætum. Næg eru verkefnin fyrir þetta fé, sem svo má alls ekki eyða ónauðsynlega vegna skuldaleiðréttingar heimilanna, enda vonandi búið að leysa það mál með aðferð magnbundinnar íhlutunar og afnámi verðtryggingarinnar, en þetta er einnig fljótvirkasta aðferðin til þess að losna við gjaldeyrishöftin. Athugum að engin önnur gjaldmið- ilsbreyting, hvorki evra né nokkuð annað, hefði áhrif á skuldastöðu rík- isins eins og þessi leið gerir svo vel. Hagsmunir Íslands þarna eru gríðarlegir og til samantektar um ábata þess að taka hér upp ríkisdal- inn er að með því næðist m.a.: Gengisstöðugleiki og lægri vextir Samningar út frá styrk við þrota- bú bankanna og aflandskrónu- eigendur. Stórfé rennur til ríkissjóðs, skuld- ir hans greiddar niður og ýmsar hag- felldar aðgerðir loks mögulegar. Gjaldeyriseign þrotabúanna upp á þrjú þúsund milljarða tekin yfir og erlendar skuldir Íslands greiddar niður, þ.m.t. rándýr lánsgjaldeyris- varaforði seðlabankans. Möguleiki á afnámi gjaldeyris- haftanna fyrr en síðar. Möguleiki á að hleypa einhverju af fé lífeyrissjóðanna til erlendra fjár- festinga. Þetta verður að gerast. Það eru eins og sumir séu ann- aðhvort hugumsmáir eða þá nagl- fastir í íhaldssömum viðhorfum sín- um, en það þarf ekkert hugrekki. Aðeins smáímyndunarafl. Þetta mundi breyta miklu og er lífsspurs- mál fyrir þjóðina. Vandamál eða lausnin á fjárhags- vanda ríkisins? Eftir Kjartan Örn Kjartansson »Með því að taka hér upp nýjan íslenskan lögeyri, ríkisdal, verður ýmislegt hægt. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. – Bloggsíða: framavid.com. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.