Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 en inntur eftir nánari útlistun á við- brögðum forsetans við samkomulag- inu, ítrekaði hann að málið væri ekki í höfn fyrr en það hefði hlotið af- greiðslu á þinginu. „Það eru engir sigurvegarar hérna. Við höfum sagt það frá upp- hafi og munum segja það allt til enda því það er sannleikurinn. Ameríska þjóðin hefur goldið fyrir þetta,“ sagði Carney, spurður að því hvort þetta væri óflekkaður sigur fyrir Hvíta húsið. Hann sagði endurbætur á inn- flytjendalöggjöfinni næsta stóra málið á dagskránni. Hækkun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum í kjölfar þess að fréttir bárust af samkomulaginu en Dow Jones-vísitalan hafði hækkað um 1,36% þegar markaðir lokuðu og Matsfyrirtækið Standard & Poor’s sagði í gær að lokanir opinberra stofnana hefðu kostað bandaríska hagkerfið að minnsta kosti 24 millj- arða Bandaríkjadollara. Heimildir: Fjárlagaskrifstofa þingsins, bipartisanpolicy.org Ríkisstofnunum lokað 800.000 opinberir starfsmenn sendir í launalaust leyfi Ekki nægt fjármagn í ríkisfjárhirslunni til að mæta daglegum útgjöldum Tímabilið þegar ríkið fer að lenda í vanskilum ef skuldaþakið hefur ekki verið hækkað Á gjalddaga: Fyrsti stóri reikningurinn 12 milljarðar dollara vegna almannatrygginga Á gjalddaga: 6 milljarðar dollara vegna vaxtagreiðsla af skuldum ríkisins, endurfjármögnun ríkisskuldabréfa að andvirði 115 milljarða dollara Á gjalddaga: 55 milljarðar dollara vegna Medicare, almanna- trygginga, launagreiðsla heraflans 100 sæti Öldungadeildin 53 45 201 234 2Óháðir Fulltrúadeildin 435 sæti Frá 1. okt. 17. okt. Demókratar Repúblikanar 15. nóv. Á gjalddaga: 12 milljarðar dollara vegna útgreiðslu almannatrygginga $1.363 ma 2014-2023Áætlaður kostnaður við heilbrigðislöggjöf forsetans (Obamacare) Barack Obama $16,772 biljónir Aðrir bandarískir fjárfestar Seðla- bankinn og opinberir reikningar Opinberar skuldir 6,657 4,391 Þrætueplið Eigendur bandarískra ríkisskuldabréfa H æ tta n á gr ei ðs lu fa lli ey ks t 23. okt. 31. okt. 18. okt. 5. nóv. 1. nóv. Erlendir fjárfestar 5,724 Í rjáfri skuldaþaksins Bandarískir stjórnmálamenn hafa staðið í ströngu við að reyna að ná saman um hækkun skuldaþaksins, til að forða Bandaríkjunum frá greiðslufalli sem sumir segja að myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir heimshagkerfið Stríðið um fjárlögin og skuldaþakið stóð ekki ein- göngu milli demókrata og repúblikana, því þeir síð- arnefndu voru margklofnir í afstöðu sinni til málsins. Það reyndist John Boehner, forseta fulltrúadeildar þingsins, á endanum ofviða að ná samstöðu innan flokksins um ásættanlega niðurstöðu en á meðan hóf- samari repúblikanar voru fyrir löngu búnir að gefa upp á bátinn að nota skuldaþakið sem vogarafl í bar- áttunni gegn heilbrigðislöggjöf forsetans þráaðist te- boðsarmur flokksins við. „Við erum að kljúfa repúblikanaflokkinn í stað þess að ráðast gegn demókrötum,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn John McCain 27. september síðastliðinn, þegar lokun ríkisstofnana blasti við. Hann sagðist aldrei hafa upplifað annað eins þrátefli og það í Wash- ington síðustu vikur en deilur repúblikana hafa alls ekki staðið um markmið flokksins, heldur aðferðirnar til að ná þeim. Repúblikanaflokkurinn klofinn DEILDU UM AÐFERÐAFRÆÐINA John McCain Rannsóknarlögreglumönnum, sem rannsaka hvarf Madeleine McCann á ferðamannastað í Portúgal árið 2007, hafa borist fleiri en þúsund símtöl og tölvupóstar með ábend- ingum, síðan lögregla bað um aðstoð almennings í þættinum Crimewatch á mánudag. Í þættinum voru birtar tölvugerð- ar andlitsmyndir af manni sem sást bera barn í átt að ströndinni í Praia da Luz kvöldið sem Madeleine hvarf. Nokkrir einstaklingar sem telja sig vita hver maðurinn er og hafa sett sig í samband við lögreglu hafa bent á sama einstaklinginn. Meðal þeirra sem hafa hringt inn með ábendingar eru ferðamenn sem dvöldu í Praia da Luz á sama tíma og McCann- fjölskyldan en hafa aldrei verið yfir- heyrðir í tengslum við málið. Madeleine var nærri fjögurra ára þegar hún hvarf 3. maí 2007 en for- eldrar hennar, Kate og Gerry McCann, svæfðu stúlkuna og yngri systkini hennar og skildu eftir í íbúð á sumarleyfisstaðnum á meðan þau snæddu kvöldverð á nærliggjandi veitingastað. Þegar móðir stúlk- unnar fór að athuga um börnin nokkru síðar var Madeleine horfin en bresk lögregluyfirvöld telja lík- legt að um skipulegt mannrán hafi verið að ræða. Hafa borist þús- und ábendingar  Rannsaka hvarf Madeleine McCann Eftirlýstur Írsk fjölskylda sá mann- inn bera ljóshært barn, hugsanlega klætt náttfötum, í átt að ströndinni. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík Axel Ó, Vestmannaeyjum Skoðaðu úrvalið á www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Gjafavara Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar, skúlptúra og skartgripa Viðskiptavinir fá persónulega viðgerðar- og viðhaldsráðgjöf á gullsmíðaverkstæði Jens í verslun okkar í Síðumúla Blaðastandur 11.900 kr Innskotsborð sett (tvö borð) 98.500 kr stakt borð 55.900 kr Kökuhnífur með norðurljósamunstri 12.800 kr Eyjafjallajökull 5.900 kr Salattöng með norðurljósamunstri 13.900 kr Vatnajökull 7.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.