Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Hvutti hundsaður Þessi gáskafulli hundur í Laugaráshverfinu í Reykjavík var ólmur í að bregða á leik með kettinum sem var hins vegar afskaplega var um sig og vildi ekkert með hann hafa. Golli Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 587,6 milljarðar og gjöld 587,1 milljarður. Af- gangurinn verði því 500 milljónir á árinu. Samkvæmt rík- isreikningi fyrir árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar rík- isins 1.952 milljarðar um síðustu áramót. Svona stórar tölur skilur auðvitað enginn venjulegur mað- ur. Setjum þetta í samhengi sem ís- lensk heimili, sem eru 78.168 tals- ins, gætu kannast við. Ef þessum upphæðum væri skipt jafnt þeirra á milli þá liti áætlun meðalheimilis fyrir næsta ár svona út: Tekjur á mánuði væru 626.429 krónur og gjöld 625.896 krónur. Afgangur hvers mánaðar væri því 533 krón- ur. Skuldir heimilisins væru 25 milljónir. Ef við ímyndum okkur að heimilismenn ætli sér að fara vel með þennan afgang og nota hann til að borga inn á höfuðstól skuldanna þá tæki 3.904 ár að borga upp skuldirnar. Heimilið væri því skuldlaust árið 5918. Til einföldunar er hér litið framhjá áhrifum vaxtavaxta. Ofan- greint dæmi gerir ráð fyrir að allur af- gangurinn fari sann- arlega í að borga niður skuldirnar. Jafnframt þyrfti áætlunin að stand- ast, en því miður eru heimilismenn ekki betri í áætlanagerð en svo að afgang- urinn hefur nær allt- af verið minni en þeir reikna með og raunar yfirleitt neikvæður. Það er því líklegra að skuldirnar muni halda áfram að aukast og börnin á heimilinu, og afkomendur þeirra, þurfi að borga sífellt stærri hluta af tekjum sínum í vexti af vaxandi skuldum. Ef við breytum dæminu og ímyndum okkur að afgangur af rekstri ríkisins væri 10 milljarðar þá væri 10.661 krónu afgangur á fjölskyldu á mánuði. Samt sem áð- ur tæki 195 ár að greiða niður skuldirnar og fjölskyldan væri á skuldaklafa til ársins 2208. Af- gangurinn þyrfti því að vera miklu meiri en það. Svona getur þetta ekki gengið áfram. Rétt eins og heimilin þurfa að hafa stjórn á útgjöldum til að ná endum saman verða stjórn- málamenn að hafa dug í sér til að draga verulega úr ríkisútgjöldum. Einungis þannig verður kleift að draga úr opinberum skuldum og bæta hér aftur lífskjör. Eftir Davíð Þorláksson » Stjórnmálamenn verða að hafa dug í sér til að draga veru- lega úr ríkisútgjöldum. Davíð Þorláksson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Skuldlaust Ísland árið 5918 Á meðan starfsfólk grunnþjónustu Reykja- víkurborgar kvartar undan sívaxandi álagi og skólabyggingar liggja undir skemmdum vegna viðhaldsleysis, forgangs- raðar meirihluti Sam- fylkingar og Besta flokksins fjármunum í þágu gæluverkefna sinna. Mörg þessara verkefna snúast um að teppa mikilvægar umferðargötur og sjá til þess að það taki Reykvíkinga lengri tíma en áður að komast á milli staða. Með því að lengja tímann í umferðinni, styttist sá tími sem fólk hefur til frjálsr- ar ráðstöfunar, t.d. til frístundaiðkunar eða samverustunda með fjölskyldunni. Klúður við Hofsvallagötu Hofsvallagötuklúðrið er dæmi um þetta en ein afleiðing þess hefur auk þess orðið sú að beina umferð inn í nær- liggjandi íbúahverfi. Fjölmennur íbúa- fundur var haldinn í Vesturbænum í síðasta mánuði um breytingarnar á Hofsvallagötu. Æðstu yfirmenn verk- legra framkvæmda hjá borginni, Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, sáu ekki ástæðu til að sækja fundinn og hlusta þar á sjónarmið íbúa. Þess í stað lýsti einn æðsti embættismaður borgarinnar því yfir í upphafi fundar að Jón Gnarrr borgarstjóri bæri enga ábyrgð á fram- kvæmdunum. Varla er hægt að finna skýrara dæmi um það hvernig Jón Gnarr smeygir sér markvisst undan þeirri ábyrgð, sem fylgir starfi borgarstjóra. Breytingar á Borgartúni Borgaryfirvöldum hafa borist ýmsar athugasemd- ir frá hagsmunaaðilum varðandi yfirstandandi breytingar á Borgartúni. En með breytingunum er ekki gert ráð fyrir út- skotum fyrir biðstöðvar strætisvagna við götuna og þarf því að stöðva þá á miðri akrein með tilheyr- andi umferðartöfum. Þá hafa atvinnu- rekendur við Borgartún lagst gegn því að aðkoma að fyrirtækjum þeirra sé þrengd í tengslum við breytingarnar og bílastæðum fækkað enda ekki bætandi á hinn mikla bílastæðaskort sem er nú þegar í götunni. Ástæða er fyrir borgaryfirvöld að taka tillit til þessara athugasemda enda gegnir Borgartún mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulíf borgarinnar og raunar alls landsins. Þrátt fyrir að málið hafi verið mikið í fréttum að undanförnu kemur í ljós að borgarstjóri þekkir lítið til þess og virðist hafa takmarkaðan áhuga á sjónarmiðum hagsmunaaðila þegar hann er spurður út í það í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Lengi hefur verið litið svo á að borg- arstjórinn í Reykjavík gegni þrenns konar meginhlutverki. Hann sé fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, op- inber fulltrúi borgarinnar og pólitískur leiðtogi meirihlutans. Þrátt fyrir að ólíkir menn hafi gegnt embættinu, hef- ur ætíð verið skýrt, þar til nú, að borg- arstjóri beri endanlega ábyrgð á fram- kvæmdum borgarinnar og svari fyrir þær gagnvart borgarbúum. Af þessu leiðir að borgarstjóri þarf að vera vel inni í helstu framkvæmdum hverju sinni og reiðubúinn að hlusta á at- hugasemdir borgarbúa varðandi þær. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna um að þessi framkvæmdastjóri Reykja- víkurborgar lætur ekki fjölmiðla ná í sig langtímum saman út af ákveðnum málum eða svarar út í hött. Þannig vík- ur borgastjóri sér ítrekað undan ábyrgð sinni. Á kjörtímabilinu hafa Samfylkingin og Besti flokkurinn breytt stjórn- skipulagi ráðhúss Reykjavíkur í þeim tilgangi að losa sitjandi borgarstjóra undan skyldum sínum. Í meginnið- urstöðum sex mánaða gamallar skýrslu úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheppilegt sé að litið sé svo á að það sé að einhverju leyti valkvætt með hvaða hætti æðsti embættismaður borgarinnar (borgarstjóri) hagi að- komu sinni að því starfi. Þessi fráleita stjórnsýsla er í boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Eftir Kjartan Magnússon » Gæluverkefni Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar hafa þau mark- mið að stífla mikilvægar umferðargötur í borginni. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Borgarstjóri víkur sér undan ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.