Morgunblaðið - 17.10.2013, Page 8

Morgunblaðið - 17.10.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Nokkrir þingmenn Sjálfstæð-isflokksins hafa endurflutt þingsályktunartillögu Sigurðar Kára Kristjánssonar frá síðasta kjörtímabili um rannsókn á emb- ættisfærslum og ákvörðunum ís- lenskra stjórnvalda og sam- skiptum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Ice- save. Gerð er tillaga um sérstaka rannsóknarnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir.    Starf íslenskra stjórnvalda ásíðasta kjörtímabili er sam- felld röð mistaka og þar fer Ice- save-málið vafalítið fremst í flokki þó að önnur séu líka risa- stór. Ef þjóðin hefði ekki gripið inn í væri býsna nöturlegt um að litast á landinu og sjálfsagt að kannað verði hvernig ráðherrar stóðu að málum.    Margt annað kallar á ýtarlegaskoðun, svo sem afhending stjórnvalda á nýju bönkunum í hendur kröfuhafa. Ásgeir Jóns- son hagfræðingur hefur bent á að hefði hagnaður bankanna runnið til Íslands en ekki kröfuhafanna hefði ríkið nánast getað unnið upp tap sitt af falli þeirra.    Gríðarhátt skuldabréf í er-lendri mynt sem þáverandi stjórnvöld samþykktu á milli gamla og nýja Landsbankans er þriðja dæmið um afdrifarík mis- tök sem landsmenn eru enn að súpa seyðið af.    Þeir stjórnmálamenn sem ákaf-astir voru að rannsaka mis- tök og kalla saman landsdóm á síðasta kjörtímabili geta varla sett sig upp á móti því að þessi mál verði rannsökuð í þaula. Mörgum spurn- ingum ósvarað STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 alskýjað Nuuk 0 þoka Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 5 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 10 skúrir Glasgow 11 skúrir London 16 léttskýjað París 15 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 12 léttskýjað Moskva 8 skúrir Algarve 23 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal 17 skúrir New York 17 alskýjað Chicago 11 alskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:26 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 8:37 17:59 SIGLUFJÖRÐUR 8:21 17:42 DJÚPIVOGUR 7:57 17:29 Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi flugafgreiðslumaður, lést í ferðalagi á Spáni síðastliðinn sunnudag, 87 ára að aldri. Sigurður var einn af þeim sem björguðust þegar Goðafossi var sökkt af þýskum kafbáti í seinni heimstyrjöldinni. Sigurður var fæddur á Akureyri 7. apríl 1926, sonur Guðmundar Ólafs- sonar og Ástu Jónínu Daníelsdóttur. Hann ólst upp á Akureyri, í Skaga- firði og víðar og fór til sjós 14 ára gamall. Var á kaupskipum, meðal annars Goðafossi og Lagarfossi. Hann var háseti á Goðafossi sem þýskur kafbátur sökkti við Garð- skaga 10. nóvember 1944 en var í hópi þeirra sem björguðust. Meðal annars hefur verið skrifað um atburðinn í Útkallsbókinni Árás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson en hún kom út fyrir tíu árum. Þegar þýsk útgáfa bók- arinnar var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt 2011 hitti Sigurður Horst Koske sem var loftskeytamaður á þýska kafbátnum. Það var tilfinn- ingarík stund. Koske lést fyrir ári. Sigurður lærði vélvirkjun á Seyð- isfirði þar sem hann bjó með fyrri eiginkonu sinni, Hólmfríði Gísladótt- ur. Hann hóf störf hjá Loftleiðum í byrjun sjötta áratugarins og starfaði hjá félaginu og síðar Flugleiðum, meðal annars við flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, í tæp fjörutíu ár. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Hrefna Björnsdóttir sem vann síma- og verslunarstörf. Þau bjuggu í Grindavík í 20 ár og síðan í Reykja- vík. Sigurður lætur eftir sig tvö upp- komin börn, Guðmund og Hjördísi. Andlát Sigurður Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Fundur Sigurður Guðmundsson, sem er til vinstri, og Horst Koske hittust á Bókamessunni í Frankfurt 2011 vegna útgáfu bókar um Goðafoss. Meirapróf Næsta námskeið hefst 23. október 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Ný ríkisstjórn tók við ráðuneytum sínum í Noregi í gær. Á meðal þeirra sem hófu störf var Reynir Jóhannesson. Hann er pólitísk- ur ráðgjafi sam- gönguráðherra Noregs, Ketil Sol- vik Olsen. Reynir er 28 ára stjórnmálafræð- ingur frá Háskóla Íslands. Hann er fæddur og uppalinn á Siglufirði þar sem hann bjó til átta ára aldurs. Þá flutti hann til Noregs og varð bæj- arstjórnarfulltrúi fyrir Framfara- flokkinn (FrP) þar í landi 18 ára að aldri. Hann flutti síðan til Íslands til þess að læra stjórnmálafræði við HÍ og hér kynntist hann einnig eigin- konu sinni, Ástu Hrund Guðmunds- dóttur, áður en hann flutti aftur til Noregs. Var byrjaður í einkageiranum „Þegar ég flutti aftur til Noregs hóf ég störf á samskiptasviði þing- flokks Framfaraflokksins. Ég starf- aði fyrir hann fram að kosningunum nú í haust og var í raun hættur og bú- inn að hefja störf í einkageiranum. En eftir aðeins 14 daga þar var svo hringt í mig, og mér boðið þetta starf, þannig að það varð mjög stutt stopp,“ sagði Reynir í samtali við Mbl.is. „Þetta gerðist allt á svo fáum klukku- stundum, þannig að ég er enn að koma mér fyrir.“ Alls hefur ráðherrann fjóra póli- tíska ráðgjafa, þrjá frá FrP og einn frá Hægriflokknum (Høyre). Aðspurður hver stærstu verkefni samgönguráðuneytisins séu sagði hann þau vera vega- og lestakerfið. „Við í FrP höfum verið talsmenn þess að breyta vegakerfinu og finna nýjar leiðir til að fjármagna það.“ bmo@mbl.is Valdi sér íslenskan ráðgjafa  Vinnur fyrir sam- gönguráðherra Noregs Reynir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.