Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Björgunarhestar eru nýjung innan björgunarsveitanna en sérstök sveit, Björgunarhestar Íslands, hefur ver- ið stofnuð. Innan hennar er þjálfað fólk og þjálfaðir hestar í leit og björgun við margvíslegar aðstæður. Að sögn Höllu Kjartansdóttur, sem er í stjórn Björgunarhesta, eru kostir hesta við björgun ótvíræðir. „Þeir komast hraðar yfir en gang- andi og hafa afbragðsgóð skynfæri sem geta skynjað fólk eða eitthvað óvenjulegt í umhverfinu löngu áður en björgunarmaðurinn gerir það. Svo er hægt að nota þá til þess að flytja búnað, vistir, björgunarfólk og lítið slasaða sjúklinga þar sem öku- tæki komast ekki að eða mega ekki fara. Það er hægt að fá björgunarmann á hesti til að þjóna sem endurvarpi þar sem talstöðvarsamband er lélegt og eins er hægt að nota þá til að loka vegum eða öðru. Annar ótvíræður kostur er að björgunarmaður sem er á hesti hefur betri yfirsýn, þarf ekki að horfa alltaf niður fyrir tærnar á sér þegar hann gengur og leitar og heldur því einbeitingunni lengur,“ segir Halla. Í síðustu viku var haldið í fyrsta sinn á íslensku námskeiðið Hestar við leit og björgun. Þátttakendur voru sex og stóðust þeir allir próf í alþjóðlegu HRE-mati í björgun á hestum. Síðasta laugardag tóku svo tveir björgunarmenn á hestum þátt í landsæfingu björgunarsveita í Borg- arfirði. Sjálfstæðir og duglegir „Við vorum tvær sem tókum þátt í þeirri æfingu og vorum með tvo sér- lega aðstoðarmenn með okkur sem einnig eru í Björgunarhestum Ís- lands. Við vorum báðar með tvo hesta og fengum leitarverkefni með öðrum sveitum þar sem voru týndir einstaklingar á ákveðnum svæðum. Við þurftum að flytja einn á hesti, sem gekk mjög vel,“ segir Halla. Spurð hvernig hestar henti best í slík verkefni segir Halla það vera hesta sem eru traustir, fótvissir, hæfilega sjálfstæðir og duglegir. Það skipti líka miklu máli að sam- starf hests og knapa sé gott og traust, þeir þekki hvor annan og geti tekist saman á við margvísleg verk- efni. „Hestarnir taka þessu misjafn- lega en eru flestir fljótir að aðlagast. Það er virkilega gaman þegar mað- ur er á duglegum hesti sem er vak- andi fyrir því sem er að gerast í kringum okkur og lætur vita hvar hinir leitarmennirnir eru og eins þegar þeir sjá eitthvað sem við erum að leita að.“ Notaðir víða um heim Halla segir björgunarhesta not- aða til leitar og björgunar á nokkr- um stöðum í heiminum á þennan hátt, t.d. í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. „Á síðasta ári fórum við sex félagar í Björgunarhestum í heimsókn til björgunarhestahóps í Maryland og Virginíu í Bandaríkj- unum. Þar fengum við að taka þátt í æfingahelgi með þeim og hitta marga viðbragðsaðila þeim tengda. Í kjölfarið kom stjórnandi þeirra, Tomi Finkle, til Íslands, var með fyrirlestra á Björgun 2012 og hélt fyrir okkur námskeið. Það var virki- lega áhugavert og gaman að fá að kynnast þeim og þeirra starfi.“ Björgun Hestunum er kennt að bakka á milli samsíða spýtna. Myndin er tek- in á námskeiðinu Hestar við leit og björgun sem var haldið í Flókadal. Gott samstarf hests og knapa  Meðlimir í Björgunarhestum Íslands eru þjálfaðir í leit og björgun  Hestar nýtast vel við björgun við margvíslegar aðstæður  Hafa afbragðsgóð skynfæri  Þurfa að vera traustir og fótvissir Æfing Þarna er verið að hjálpa „sjúklingi“ sem slasaður er á fæti af hest- inum til að flytja hann í „sjúkrabílinn“. Hesturinn er rólegur. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Augnlæknir Haraldur Sigurðsson flytur fyrirlestur hjá ESOPRS-samtök- unum, einum virtustu á sínu sviði í heiminum, en hann er fyrsti Norður- landabúinn í 33 ára sögu samtakanna til að halda slíkan fyrirlestur. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Jú, auðvitað er þetta til marks um ákveðið traust því yfirleitt eru stóru nöfnin fengin í þetta verkefni. Ég hef aldrei litið á mig sem eitt þeirra,“ segir Haraldur Sigurðsson augnlæknir af hæversku. Hann flutti heiðursfyrirlestur á árlegum fundi augnlækna með sérmenntun í skurð- aðgerðum og uppbyggingu augn- umgjarðar (ESOPRS) í Barcelona á Spáni nýverið. Samtökin eru ein virtustu á sínu sviði í heiminum en Haraldur er fyrsti Norðurlandabúinn í 33 ára sögu samtakanna sem valinn er til að flytja slíkan heiðursfyrirlestur. Hann játar að þetta sé heilmikil við- urkenning bæði fyrir sig og starf augnlækna hér á landi. Umfjöllunarefni Haraldar var augneinkenni í skjaldkirtils- sjúkdómi: augntótt og meðferð. Hann er með reyndustu mönnum á landinu í augnskurðlækningum og hefur verið í fararbroddi á Landspít- alanum undanfarin tuttugu ár. Stöndum framarlega „Við stöndum frekar framarlega í greininni. Unga fólkið er vel mennt- að og hefur fengið að spreyta sig á góðum stöðum utan landsteinanna,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að greinin líði fyrir tækjaskort en hún er frekar tækjafrek. „Landspítalinn hefur ekki fengið nægt fjármagn til slíkra kaupa, ekki frekar en önnur svið,“ bætir hann við. Haraldur starfar á tveimur stöð- um, sem augnskurðlæknir á Land- spítala og á einkastofu, og hefur gert síðustu áratugi. Honum líkar þetta fyrirkomulag ákaflega vel enda seg- ist hann ná að tvinna saman tvennt sem honum líkar best: skurðlækn- ingar og samtal við sjúklinga. Borið hefur á því að læknar á Ís- landi hafi farið út fyrir landsteinana og starfað þar tímabundið til að drýgja tekjurnar. Haraldur hefur einnig gert slíkt en ekki með fjár- hagslegan ávinning í huga. „Ég gat ekki skorast undan því að starfa sem augnskurðlæknir við St. Eriks- augnspítalann í Stokkhólmi tíma- bundið en sá spítali er leiðandi augn- sjúkrahús á Norðurlöndum,“ segir hann. „Mér hefur alltaf þótt augað áhugavert líffæri og leið vel við skurðarborðið um leið og ég byrjaði að feta mig áfram á því sviði. Það er því af einlægum áhuga sem ég hef í gegnum tíðina verið duglegur að sækja fyrirlestra og símennta mig á þessu sviði – og ég get svo sem við- urkennt það líka að mér finnst ekk- ert verra ef ég fæ öðru hvoru að halda fyrirlestrana sjálfur,“ bætir Haraldur við á léttu nótunum. Hefur alltaf þótt augað áhugavert líffæri  Flutti heiðurs- fyrirlestur á Spáni ESOPRS, European Society of Ophthalmic Plastic and Reconstructive Surgery, var stofnað 1982. Hlutverk félagsins er að styðja við rannsóknir, frekari menntun og aukin gæði á því svæði andlitsins sem hefur með augu að gera; augnlokum, augntótt og táragöngum. ESOPRS heldur árleg þing auk þess að vera með fyrirlestra á almennum augnþingum víða um heim. Félagið styður unga augnlækna og vísndamenn og veitir þeim verð- laun og styrki. Hinn árlegi heiðursfyrirlestur er kallaður Mustarde-fyrirlesturinn í höf- uðið á Jack Mustarde, sem var frumkvöðull í skurðaðgerðum á andliti, einkum augnsvæðinu. Hann var skoskur að uppruna og m.a. heiðursfélagi hjá Félagi íslenskra lýtalækna. Mustarde-heiðursfyrirlestur ESOPRS-SAMTÖKIN … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Settu heilsuna í fyrsta sæti!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.