Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 22
DAGA HRINGFERÐ VATNAJÖKULS- ÞJÓÐGARÐUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við getum dregið úr álagi á fjölsótt- ustu ferðamannastaðina með því að auðvelda aðgengi að fleiri stöðum. Hér skammt austan við okkur er fjöl- sóttur vegur að Svínafellsjökli þar sem eru merktar gönguleiðir en að- stöðu þar mætti bæta enn frekar,“ segir Regína Hreinsdóttir, þjóð- garðsvörður í Skaftafelli. „Sama má segja um Fjallsárlón hér í Öræfasveit, Heinabergslón og Fláajökul á Mýrum og svæðið við Hoffellsjökul í Nesjum. Þessir staðir eru þegar áningarstaðir fjölmargra ferðamanna. Til að þessum stöðum hnigni ekki verða þeir sem hlut eiga að máli að taka sig saman um að bæta þar aðgengi og aðstöðu.“ Svo staður haldi reisn Skaftafell var gert að þjóðgarði laust fyrir 1970. Staðurinn komst í þjóðbraut með Skeiðarárbrúnni og opnun hringvegarins árið 1974. Þá var núverandi þjónustubygging í Skaftafelli reist, en þar er í dag gesta- stofa og veit- ingaaðstaða. „Það er orðið þröngt um alla starfsemi þjóð- garðsins í Skafta- felli og húsakostur orðinn barn síns tíma. Til að stað- urinn haldi reisn sinni þarf að leggja fjármagn í upp- byggingu og endurbætur á allri að- stöðu og þjónustu í takt við vaxandi gestafjölda og breytta tíma,“ segir Regína. Hún bætir við að óvíst sé þó hvenær af þessum framkvæmdum geti orðið. Framlög til Vatnajök- ulsþjóðgarðs og framkvæmda þar séu skert verulega í nýju fjárlaga- frumvarpi – og það setji mál í óvissu. Hver á sínu landshorninu, ef svo má segja, eru fjórir landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði, það er á Kirkjubæjarklaustri, Skriðuklaustri, Ásbyrgi í Jökulsárgljúfrum og Skafta- felli. „Viðfangsefnin ráðast eðlilega af náttúrufari og starfsemi á hverju svæði og á suðursvæðinu sjáum við einnig um að marka meginlínur um hvernig skuli heildstætt standa að þjónustu í þjóðgarðinum,“ segir Reg- ína, sem hefur umsjón með svæðinu frá Skaftafelli austur á Höfn í Horna- firði. Þar var sl. sumar opnuð gesta- stofa í svonefndri Gömlubúð og þar er nú sýning þar sem brugðið er ljósi á sambúð manns og náttúru í jöklanna skjóli. Einnig er þar að finna sitthvað forvitnilegt um fuglalíf – til dæmis farfugla – en þeir sem koma handan um höf að vori tylla gjarnan fyrst niður fæti á Hornafirði. Göngustígum skolaði burt Talið er að um kvartmilljón ferðamenn komi í Skaftafell á ári, þar af um 60 þúsund á mánuði í júlí og ágúst. Er unnið að fræðsluverkefnum og á sumrin eru landverðir með skipulagða dagskrá þar sem boðið er upp á gönguferðir, barnastundir og fleira. „Sívaxandi fjölda ferðamanna Morgunblaðið/Ómar Öræfasveit Svínafellsjökull er fyrir austan Skaftafell. Bætt aðgengi myndi draga úr álagi á fjölsóttustu staði. Auðvelda þarf að- gengi að fleiri stöðum  Kvartmilljón ferðamanna kemur í Skaftafell á ári hverju Regína Hreinsdóttir  Jöklaís er framleiddur í Ríki Vatnajökuls, nánar tiltekið á bænum Brunnhóli sem er við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Framleiðsla íssins hefst samhliða mjöltum að morgni, þegar rjóminn er skilinn frá mjólkinni og er tilbúinn á inn- an við sólarhring. Velja má um fjölmargar tegundir af ísnum, meðal bragðtegunda eru lakkr- ísís, kókosís, hindberjaís og fíflaís og að auki framleiðir Jöklaís sorbet og ís með ávaxtasykri. Ísinn fæst m.a. í Frú Laugu í Reykjavík og á Sveitamark- aðnum Hvolsvelli, en einnig er hægt að panta hann beint frá Brunnhóli. Jöklaís Framleiðsla íssins hefst samhliða mjöltum að morgni á Brunnhóli. Rjómaís úr ríki Vatnajökuls  Hafrahvammagljúfur norðan Vatnajökuls eru innan landamæra þjóðgarðs. Kárahnjúkar eru móbergs- fjöll austan Jökulsár á Dal við vest- urbakka gljúfranna þar sem dýpsti hluti þeirra er; þar eru þau um 200 m djúp og kallast Dimmugljúfur. Alls eru gljúfrin um 8 km löng. Það var frá 2003 til 2007 sem unnið var að gerð stíflunnar miklu og þar voru ítölsku verktakarnir Impregilo í aðal- hlutverki. Stíflan er um 700 m löng og tæplega 200 metra há með steyptri þéttikápu á suðurhlið sem snýr að Hálslóni. Kárahnjúkastífla er meðal hinna stærstu sinnar gerðar í heiminum öllum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Yfirsýn Horft yfir Hafrahvammagljúf- ur af stíflunni miklu við Kárahnjúka. Stíflan mikla „Jöklar hafa hopað og sumir nánast horfið, svo sem Stígar- og Hóls- árjöklar. Það hafa samt ekki orðið afgerandi breytingar á náttúrufari í þjóðgarðinum frá því ég byrjaði að taka myndir þar. Hitt er aftur annað mál að sýn okkar allra breytist með reynslu og aldri. Það sem ég filmaði forðum daga tæki ég frá allt öðru sjónarhorni í dag. Þróunin hefur einfaldlega verið sú að ég horfi meira í smáatriðin í náttúrunni og læt þau, þegar í linsuna kemur, spila saman við hæstu fjöllin og stóru myndina í náttúrunni. Birtan skiptir líka alltaf miklu um hvernig til tekst með myndir. Og þokan skapar dul- úð,“ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Vatnajökulssvæðið er eftirlæti Ragnars. Það var nokkru fyrir 1990 sem hann fór sína fyrstu ferð um þessar slóðir, það er inn á Grímsfjall á Bronco-jeppa með Birgi Brynjólfs- syni. Hann er velþekktur meðal jeppamanna og nánast goðsögn í þeirra hópi. Er gjarnan nefndur Fjalla-Eyvindur sem margir hafa stytt og tala einfaldlega um Fjalla. „Ferðin með Fjalla kom mér á sporið og vakti áhugann. Ferðirnar á jökulinn í tímans rás eru orðnar óteljandi margar. Allskonar slark og þá hefur komið sér vel að vera á traustri Toyotu,“ útskýrir Ragnar. Segir það jafnan mjög spennandi að leggja upp á hina hvítu breiðu og fer þá gjarnan úr Jökulheimum inn að Ferðin með Fjalla kom mér á sporið  Vatnajökulssvæðið er eftirlæti Ragnars Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Ís Hellar jöklanna taka sífelldum breytingum, náttúran er síkvik. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið gefur út sérblaðið Jólahlaðborð föstudaginn 25. október Jólahlaðborð –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 föstudaginn 18. október. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember. Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni og mikið úrval í boði fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag á þessum skemmtilega tíma ársins. f f f f f f SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.