Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Hér á landi gilda sömu viðmið um styrk rafsegulsviðs frá t.d. há- spennulínum, spennistöðvum og fjarskiptamöstrum og annars staðar í Evrópu, að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstjóra Geislavarna ríkisins. Þessi viðmið hafa gilt hér á landi árum saman. „Viðmiðin eiga rætur að rekja til ráðlegginga Alþjóðageislavarna- ráðsins um ójónandi geislun,“ sagði Sigurður. Þessu til skýringar skal nefnt að rætt er um tvenns konar geislun. Jónandi geislun kemur frá röntgentækjum og geislandi efnum og fer auðveldlega í gegnum mannslíkamann. Ójónandi geislun er samheiti yfir aðra geislun og spannar t.d. geisla frá ljósabekkj- um, leisum, örbylgjuofnum, fjar- skiptabúnaði og eins rafsegulsvið í kringum t.d. háspennulínur og spennistöðvar. Sigurður sagði að reglulega kæmi upp ótti við rafsegulsvið frá spennistöðvum. Einnig varð hér vart við ótta við segulsvið í kring- um raflínur og eins við rafseg- ulsvið inni á heimilum fólks. Geislavarnir ríkisins og Bruna- málastofnun gerðu þá stóra úttekt með hundruðum mælinga á íslensk- um heimilum. Þær sýndu að styrk- ur rafsegulsviðs var mjög lítill og sambærilegur við það sem mældist annars staðar. Sigurður sagði að rafsegulsvið myndaðist ævinlega þegar kveikt væri á rafmagnstæki. Styrkur rafsegulsviðsins minnkar eftir því sem fjær dregur tækinu. „Við höfum gert mikið af mæl- ingum nálægt spennistöðvum. Ef mælitækið er lagt upp að spenni- stöðinni getur orðið vart við aukn- ingu rafsegulsviðs. En þegar komið er í nokkurra metra fjarlægð frá spennistöðinni verður ekki vart við aukningu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að miðað við þá þekkingu sem menn byggju yfir í dag og niður- stöður rannsókna hefðu ekki komið fram marktæk tengsl rafsegulsviðs af þessum styrk og aukinnar tíðni sjúkdóma. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á mögulegum tengslum raf- segulsviðs og aukinnar tíðni tiltek- inna sjúkdóma. Sigurður nefndi t.d. rannsóknir Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO), opin- berra nefnda innan Evrópusam- bandsins og rannsóknarnefnda einstakra landa. gudni@mbl.is Sömu viðmið og í Evrópu  Fjöldi mælinga hefur verið gerður á rafsegulsviði hér Sigurður M. Magnússon. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Um 20 umsóknir hafa borist um að sækja nám í LungA, nýjum lýðhá- skóla á Seyðisfirði, í mars á næsta ári. Í fyrstu er um að ræða mánaðar lotu þar sem fyr- irhugað er að prófa skóla- starfið. Leitað verður eftir áliti nemenda og fá þeir tækifæri til þess að taka þátt í að fullmóta skóla- starfið. Fullt skólastarf mun svo formlega hefjast í ágúst á næsta ári og verður hver önn 16-18 vikur. „Ekki er um skilgreind fög að ræða, heldur mun skólastarfið byggjast upp á því að einstakling- urinn nái að víkka sinn sjóndeild- arhring og að virkja sína sköp- unargáfu í leik og starfi,“ segir Björt Sigfinnsdóttir sem stofnaði skólann ásamt hinum danska Jonatan Jen- sen. Minna brottfall úr skólum Kennt verður á ensku í skólanum og hafa umsóknir borist frá fólki af sjö þjóðernum. Meðal annars frá Suður-Afríku, Ungverjalandi, Skot- landi og Þýskalandi auk Íslands. „Við vonumst til þess að fólk fái nýja sýn á sig sjálft, m.a. í gegnum fyrir- lestra, æfingar og listasmiðjur þar sem áhersla verður t.a.m. á heim- speki, sálfræði, frumkvöðlafræði og listfræði,“ segir Björt. Hún segir viðræður við listamenn, fyrirlesara og kennara á góðu róli, og býst við því að hægt verði að tilkynna fyrstu bókanir um næstu mánaða- mót. „Menntamálaráðuneytið tók þátt í undirbúningstímabili fyrir skólann og styrkti okkur um 7,5 milljónir króna,“ segir Björt. Þá eru hún og Jonatan í viðræðum við menntamálaráðuneytið um að starf- semi skólans verði leidd í lög. „Með því verða lýðháskólar hluti af menntakerfinu og við erum þess full- viss að þörf sé á meiri fjölbreytni í menntakerfinu þar sem sjálfið, sköp- un og skapandi hugsun er höfð í for- grunni,“ segir Björt og bendir á að reynslan annars staðar sýni fram á að brottfall úr skólum minnki þar sem valkostur á borð við þennan er í boði í menntakerfinu. Umsóknir til 1. desember Umsóknir fyrir fyrsta mánuðinn eru opnar til 1. desember. Mun hann kosta um 150 þúsund krónur með gistingu og fæði. Pláss er fyrir 20 manns í skólanum þennan fyrsta mánuð en eftir það getur skólinn tek- ið við 35 manns. Ekkert aldurs- takmark er og allir fara í gegnum sama umsóknarferlið. „Hópurinn er settur saman með það fyrir augum að einstaklingarnir geti stutt hver annan, samhliða því að ögra og ýta hver við öðrum á heilbrigðan hátt auk þess að dýpka í sameiningu lær- dómsferli hvers og eins,“ segir Björt. Ljósmynd/Alísa Ugla Kalyanova LungA Skólinn mun hafa aðsetur í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Um 20 manns af sjö þjóðernum hafa sótt um skólavist. Um 20 hafa sótt um í lýðháskólann  Skólastarf hefst í mars  Fólk af sjö þjóðernum hefur sent inn umsókn Björt Sigfinnsdóttir Allir starfsmenn munu verða ráðnir tímabundið við skólann. Með því telur Björt að líkur séu á því að fá „stærri nöfn,“ til þess að sinna kennslu. Í stjórn skólans eru Sigrún Halla Unn- arsdóttir, fatahönnuður, Dýri Jónsson, framkvæmdastjóri Vesturports, Nína Magnús- dóttir, listakona og stjórnar- formaður Nýlistasafnsins, Mar- grét Pála Sverrisdóttir skólastjóri, Guðmundur Oddur, prófessor úr Listaháskólanum og Ólafur Stefánsson hand- knattleiksmaður. Einvalalið í stjórn LungA TÍMABUNDNAR RÁÐNINGAR Styrkjum starfsemi Krabbameins- félagsins Út á lífið í bleikum bíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember 20% afsláttur af öllum yfirhöfnum v/Laugalæk • Sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.