Morgunblaðið - 17.10.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.10.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Komandi kjarasamningar voru Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambands Íslands, of- arlega í huga í setningarræðu hans á 4. þingi SGS sem hófst á Akureyri í gær. „Samstaða og samvinna er hornsteinn Starfsgreinasambands- ins, sem er og á að vera vettvangur sameiginlegrar kjarabaráttu, samtök með meira afli en einstök félög geta haft, til að mynda þann slagkraft sem nauðsynlegur er í baráttu við at- vinnurekendur og ríkisvald,“ sagði formaður meðal annars.    Áherslur aðildarfélaga Starfs- greinasambandins eru hækkun lægstu launa sem er áhrifríkasta leið- in til að draga úr misrétti í samfélag- inu, að sögn Björns Snæbjörnssonar.    Aðrir þættir á borð við uppbygg- ingu félagslegs íbúðakerfis verða einnig ofarlega á baugi í kjaraviðræð- unum, að sögn Björns, en hann segir verkalýðshreyfinguna tilbúna „í sam- ráð og samstarf við stjórnvöld um húsnæðiskaupa- og leigukerfi á fé- lagslegum grunni enda er þetta einn stærsti útgjaldaliður heimilanna og skiptir miklu fyrir lífsgæði og lífskjör hvernig staðið er að húsnæðis- málum.“    Birni varð tíðrætt um nýframlagt fjárlagafrumvarp sem hann sagði meingallað og til að hægt væri að ljúka kjarasamningum þyrfti að fara í töluverðar breytingar á því. Hann hvatti stjórnvöld til samráðs við aðila vinnumarkaðarins svo hægt væri að skapa víðtæka sátt um það.    Vert er að geta þess að félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harð- ardóttir, tók að hluta til undir áhyggj- ur Björns í ávarpi sínu á þinginu og lýsti því yfir að hún mundi leggja sitt af mörkum til að auka framlög til vinnumarkaðsaðgerða í baráttunni gegn atvinnuleysi.    Aldrei er of varlega farið í umferð- inni. Í fyrrakvöld var ekið á dreng á reiðhjóli á Skarðshlíð í Glerárhverfi með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Drengurinn var bólginn í andliti og fann til í hendi, en var með hjálm sem augljóslega bjargaði miklu.    Opnuð hefur verið félagsráð- gjafarstofa í Hrísey, þar sem ein- göngu er boðið upp á ráðgjöf með samskiptum í gegnum netið og síma. Stofan heitir „Hugrekki – Ráð- gjöf og fræðsla“ og er boðið upp á alla almenna félagsráðgjöf en stofan sér- hæfir sig þó í ráðgjöf við þolendur hvers kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra, auk þess sem boðið er upp á fræðslu fyrir hópa sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum.    Ingibjörg er búsett í Hrísey og er ráðgjöfin öll unnin þaðan. Hún ákvað að nýta tæknina og láta um leið draum sinn um félagsráðgjöf á netinu rætast. Hún hefur því skapað sér at- vinnu í Hrísey og þannig aukið fjöl- breytni í atvinnuháttum þar.    Ungskáldum á Akureyri, 16-25 ára, býðst nú að taka þátt í sam- keppni um besta ritaða textann; ljóð, sögur, leikrit eða annað. Áhugasöm ungskáld eiga að senda textann sinn á rafrænu formi á netfangið ung- skald@akureyri.is ásamt upplýs- ingum um sjálf sig og fær einn hepp- inn þátttakandi 50.000 kr. í verðlaun.    Samkeppnin er samvinnuverk- efni Amtsbókasafnsins, Akureyr- arstofu, Hússins (upplýsinga- og menningramiðstöðvar í Rósenborg), Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Full ástæða er til að hvetja unga fólkið til að ydda blýantinn og láta hugann reika.    Borgardætur verða með tónleika á Græna hattinum annað kvöld og rokksveitin Dimma á laugardags- kvöldið. Í kvöld treður þar hins vegar upp Óli Trausta ásamt hljómsveit.    Sinfóníuhljómsveit Færeyja fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og heldur af því tilefni tón- leika bæði á heimavelli og auk þess í Hörpu og Hofi. Fyrstu tónleikar verða einmitt í Hofi næstkomandi mánudag, 21. október. Stjórnandi er Bernharð Wilkinsson og með í för er margverðlaunaður píanóleikari, Pa- vel Raykerus frá Rússlandi.    Á efnisskrá færeysku sveit- arinnar verða verk eftir Sunleif Rasmussen, eitt þekktasta tónskáld Færeyja, Rússann Pjotr Tjækovskí og Edward Elgar hinn enska.    Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Færeyja koma úr ýmsum áttum. Um er að ræða atvinnufólk, tónlistar- kennara, nemendur og áhugafólk. „Slík samsetning býður upp á lifandi og fjölbreytt samstarf enda er hljóm- sveitin afar fjölbreytt og leikur allt frá léttri tónlist upp í flóknar sinfóní- ur. Aðalbækistöðvar hljómsveit- arinnar eru í Norræna húsinu í Þórs- höfn í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hljóm- sveitin sé dugleg að heimsækja aðra hluta Færeyja enda er eitt af meg- inmarkmiðum hennar að höfða til sem flestra og auka aðgengi fólks að fjölbreyttri tónlist,“ segir í tilkynn- ingu. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Fjör í firðinum Mikið er um hval í Eyjafirði þessa dagana eins og í sumar. Einar í Nesi, bátur Hafrannsókna- stofnunar á Akureyri, var við störf norðan við Hjalteyri í gærmorgun og tveir hnúfubakar léku sér í grenndinni. „Vettvangur sameiginlegrar kjarabaráttu“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haust á Akureyri Ekki er víst að allt sé á niðurleið en laufin við Glerárgötu eru handviss um hvert þau skuli stefna á þessum árstíma. Kristján L. Möller, Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð, eru fyrstu flutn- ingsmenn tillögu til þingsályktunar um að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Hafist verði handa við byggingu hans í beinu framhaldi. Sjö Samfylkingarþingmenn eru meðflutningsmenn á tillögunni sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þingmennirnir vilja að efnt verði til þjóðarátaks um byggingu nýs spít- ala. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að Nýr Landspítali ohf. eða ríkis- sjóður fái heimild til að taka lán fyrir byggingarkostnaði. Þá er lögð áhersla á að ríkisstjórnin veiti full- an atbeina til að ljúka megi verk- inu, hún inni af hendi stjórnvalds- athafnir og leggi nauðsynleg lagafrumvörp fram á Alþingi. Í greinargerð er tillagan m.a. rökstudd með því að þjónustuþörf á spítalanum muni stóraukast á næstu árum vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Bygging 77 herbergja sjúkrahótels á lóð nýs Landspítala sé í því samhengi þjóðarnauðsyn. Þá er nefnt að miklir fjármunir muni tapast ef ekki verði af end- anlegri sameiningu Landspítalans undir eitt þak. Nú fari starfsemin fram á 17 stöðum á höfuðborgar- svæðinu í um 100 húsbyggingum. „Rekstrarlegur ávinningur af endanlegri sameiningu Landspít- alans gæti numið um það bil 2,6 milljörðum króna á ári miðað við verðlag ársins 2010. Það samsvarar um það bil 6,5% af rekstrarkostnaði spítalans árið 2012, á verðlagi þess árs,“ segir m.a. í greinargerðinni. Vilja þjóðarátak um nýjan spítala  Tillaga 10 þingmanna á Alþingi Landspítali Teikning af húsbygg- ingum Nýs Landspítala. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.