Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Eftir rétt um eitt ár verður Húsið á Eyrarbakka 250 ára gamalt. Við Íslendingar eigum mjög fá hús sem eru svo gömul, en Húsið á Eyrarbakka er í senn eitt elsta og merkilegasta húsið á Íslandi. Húsið var byggt árið 1765 og var heimili faktora og versl- unarstjóra Eyr- arbakkaversl- unarinnar fram á 20. öldina. Eyrarbakki var miðstöð verslunar og menningar á Suður- landi. Íbúar Hússins voru þeir sem mest létu til sín taka í menntun, menningarlífi og verslun. Verslunarhús dönsku kaupmann- anna voru rétt vestan við Húsið og voru ávallt kölluð Vesturbúð. Þessi miklu og fallegu hús stóðu þar sem íslenskir bændur fóru með vörur sínar og sóttu sér aðföng í rétt um 200 ár. Sú ömurlega ákvörðun var tekin árið 1950 að verslunarhúsin yrðu rifin. Við þetta voru Eyr- bekkingar mjög ósáttir, mótmæltu og kröfðust þess að húsin yrðu ekki rifin. Við þessa sorglegu ákvörðun var staðið og Vest- urbúðin var tekin niður. Eyrbekkingar hafa á síðustu ár- um gert sér æ betur grein fyrir sinni merku sögu og fallegu hús- um. Stöðugt fleiri hús eru end- urbyggð og færð til síns upp- runalega horfs. Byggingarstíll gömlu húsanna er einstakur og þó svo meira beri á fallegum timb- urhúsum þá er mörg af elstu stein- steyptu húsum Íslendinga að finna á Eyrarbakka. Götumyndin á Eyrarbakka er einstök og var mjög ánægjulegt að sjá þegar sveitarfélagið hóf að laga gangstéttir og lýsingu með þeim hætti sem hentar vel hinni gömlu og fallegu götumynd. Frystihúsið er orðið að menn- ingarmiðstöðinni Gónhóli. Ungt fólk stendur reglulega fyrir tón- leikum heima hjá sér og býður heim. Laugabúð hefur verið end- urgerð og félagsheimilið Staður býður fólk velkomið. Miklagarði var bjargað og þar er í dag ein- staklega gott veitingahús, Rauða húsið. Jónsmessuhátíð og alda- mótahátíð sameina Eyrbekkinga og gesti. Byggðasafn Árnesinga er í Hús- inu og Assistentahúsinu. Sjóminja- safnið er með áraskipið Farsæl og fjölda merkilegra muna sem tengj- ast sjósókn. Byggðasafnið eflist stöðugt og fleiri munir bætast við. Álíka margir ferðamenn sækja Eyrarbakka heim og fara til Vest- mannaeyja. Það er fyrst og fremst að þakka Húsinu og þeirri alúð sem Eyrbekkingar hafa sjálfir sett í uppbyggingu á þorpinu sínu. Það á að sýna stórhug árið 2015 þegar Húsið á Eyrarbakka verður 250 ára gamalt. Því verður mestur sómi sýndur ef frá því verður gengið að Vesturbúðin verði end- urbyggð. Þetta er verkefni sem á að vera samstarfsverkefni Íslendinga og Dana. Segja þarf sögu dönsku ein- okunarverslunarinnar og sögu Ís- lendinganna sem áttu ekki val um annað. Það er hvergi jafn viðeig- andi og á Eyrarbakka að þessi saga verði sögð. Bæjarfulltrúar Árborgar, sveit- arstjórnarmenn, þingmenn en fyrst og fremst Eyrbekkingar þurfa að standa saman að þessari framkvæmd og vinna henni braut- argengi. GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON, ólst upp í Húsinu. Húsið og Eyrarbakki Frá Guðmundi Ármanni Péturssyni Guðmundur Ár- mann Pétursson Húsvagnar eru með klósettum sem í er sett skvetta af gerlum þegar klósettið er í notkun, sem brýtur svo niður saur sem og ann- að, sem í klósettið er sett, á undra- skömmum tíma, þannig að hægt er að tæma tankinn í niðurföll eftir skamma viðveru saursins sem svo rennur sem kekkjalaus vatns- flaumur og er líklega hættulaus náttúrunni? Mín reynsla af hestaskít er sú að hann var ekki hæfur sem áburður fyrir plöntur fyrr en hann var orðinn gamall og hitnað hafði í honum. Menn með víðtækari yfirsýn yfir umrætt viðfangsefni mættu gjarnan koma með sína skoðun um sama. Mín skoðun er sú sem sagt að mögulega sé æskilegt að vera með settanka við enda skólplagna til nið- urbrots áður en náttúran tekur við í stærri bæjarfélögum, eins og t.d. Selfossi. JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON, vélvirkja- og húsasmíðameistari. Fráveitumál Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni Jóhann Bogi Guðmundsson Í nýlega birtu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er lögð áhersla á að styrkja löggæslu í landinu. Efling löggæslu er löngu tímabær enda orð- in veikburða eftir áralangan nið- urskurð. Embætti Tollstjóra hefur eftir fremsta megni hagrætt á öllum sviðum og reynt að lágmarka áhrif niðurskurðar á sínar lögbundnu skyldur. Tollverðir fylltust því bjart- sýni og sáu fram á viðsnúning þegar fréttir bárust um að hlífa ætti lög- gæslu við niðurskurði í fjárlögum árs- ins 2014. Eftir að hafa rýnt í frum- varpið má lesa út úr því að niðurskurður til toll- gæslu verði um 5% á næsta ári og nið- urskurður frá hruni þá orðinn samtals um 25%. Þetta gæti þýtt að toll- vörðum heldur áfram að fækka og tækjabún- aður ekki endurnýjaður sem skyldi. Segja má að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir hve víðtæk verk- efni tollvarða eru. Þeg- ar minnst er á tollgæslu er algengast að fólk hafi þá einu ímynd af þeirra störfum frá Keflavíkurflugvelli og segi frá sinni upplifun þegar það fer þar í gegnum rautt eða grænt hlið. Í stuttu máli má segja að verkefni toll- varða sé að vernda samfélagið og tryggja ríkinu tekjur en tollstjóri inn- heimtir um 70% af tekjum ríkissjóðs. Þess utan má nefna að meðal mikilvægra verkefna tollvarða er að leita að fíkniefnum, auk þess að leita að og hafa eftirlit með innflutningi á áfengi, tóbaki, fölsuðum varningi, vopnum, vörum sem geta valdið sýkingarhættu, lyfjum, sterum og fleira mætti tína til. Við búum við það í dag að skipulagðir glæpahópar víðsvegar um heim leita að glufum í eftirlitskerfum löggæslu. Það hefur því aldrei verið mikilvæg- ara að tryggja öfluga löggæslu og landamæraeftirlit. Eftirlit tollgæslu á landamærum hefur átt þátt í að hald- ið hefur verið aftur af skipulagðri glæpastarfsemi og alvarlegum afleið- ingum hennar fyrir íslenskt samfélag. Er það raunverulega vilji ráðamanna að auðvelda aðgengi þessara hópa að íslensku samfélagi? Er tollgæsla ekki löggæsla? Eftir Ársæl Ársælsson Ársæll Ársælsson » Í stuttu máli má segja að verkefni tollvarða sé að vernda samfélagið og tryggja ríkinu tekjur en toll- stjóri innheimtir um 70% af tekjum rík- issjóðs. Höfundur er formaður TFÍ (Toll- varðafélags Íslands). Stöðugildi hjá Tollvarðafélagi Íslands 125 123 121 119 117 115 113 111 109 107 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Upplýsingar teknar af vef fjármálaráðuneytis Ekki þarf að skoða meira en eins dags mælingu á umferð- arþunga í Reykjavík til þess að sannfærast um að skipulag samgangna í borginni sé ekki skil- virkt. Í upphafi vinnu- dags streymir umferð- arþunginn inn í atvinnumiðju borg- arinnar, miðbæinn, og aftur þaðan út þegar líða tekur á síðdegið. Að borgarbúar þurfi að sitja í umferðarteppu dag eftir dag er ekki bara tímaþjófnaður, sem hefur verulegan kostnað í för með sér, heldur valda umferðartafir aukinni mengun vegna þess að bíll sem fer bara fetið í umferðarteppu eyðir meira eldsneyti en ef um hefð- bundinn akstur væri að ræða. Slík sóun á eldsneyti er engum til góðs. Mikilvægustu framkvæmdirnar sem hægt er að fara út í til þess að auka skilvirkni umferðar í Reykjavík er Sundabrautin og fjölgun mis- lægra gatnamóta, koma þá gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fyrst upp í hugann. Til að flýta fyrir Sundabraut- inni mætti vel skoða hvort einhverjar út- færslur af einka- framkvæmd væru hentugt fyrirkomulag. Skiljanlega súpa menn hveljur þegar þeir lesa um það fjár- magn sem þarf til að reisa Sundabrautina og fjölga mislægum gatnamótum. Þó ber að halda því til haga að í öllum þeim ríkjum sem byggja á skilvirkum samgöngum hafa menn séð aukna hagkvæmni í slíkum fjárfestingum, ekki bara í aukinni hagræðingu held- ur einnig í sparnaði óbeins kostn- aðar, s.s. vegna tjóns á ein- staklingum og eignum enda munu skilvirkar samgöngur fækka óþarfa umferðarslysum eins og rannsóknir hafa sýnt fram á. Ofangreind atriði eru mikilvæg, bæði vegna öryggis borgaranna sem og efnahagslega. Samhliða þessum atriðum þarf að leggja aukna áherslu á atvinnu- uppbyggingu í austurhluta borg- arinnar. Með því má minnka þá um- ferð sem streymir í átt að mið- bænum og stuðlar að fjölbreyttu lífi borgarbúa. Vel væri hægt að sjá fyr- ir sér blómlegt líf í austurhlutanum með aukinni verslun og fleiri kaffi- húsum með breyttum áherslum í byggingarstíl öllum til hagsbóta. Þá mætti skoða þá hugmynd að hvetja til aukinnar verslunar og þjónustu á ákveðnum svæðum með markvissum aðgerðum, t.d. með svæðisbundinni lækkun á fast- eignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum á þá sem taka slaginn. Eftir Viðar Guðjohnsen »Mikilvægustu fram- kvæmdirnar sem hægt er að fara út í til þess að auka skilvirkni umferðar í Reykjavík er Sundabrautin og fjölgun mislægra gatnamóta. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Skilvirkari samgöngur Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla önnun frá 1960 E-6 Klass 0 ísk h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.