Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég vil ekki ráðast á náttúruna, ég vil ráðast á klisjurnar um náttúr- una,“ sagði þýski myndlistarmað- urinn Julius von Bismarck í viðtali við New York Times, þar sem hann neitaði því að hann hefði unnið spjöll á náttúru Íslands þegar listamenn á hans vegum máluðu orð á ýmsar náttúruminjar hérlendis síðastliðinn vetur. Segir Bismarck viðbrögð Ís- lendinga staðfesta að hann hafi haft rétt fyrir sér um að samfélagið hefði glatað tengslum sínum við náttúr- una, og að það væri meiri árás á náttúruperlur þegar þær yrðu að ferðamannastöðum. Málningin reyndist lífseig Á meðal þess sem Bismarck hélt fram í viðtalinu var að máln- ingin sem var notuð hefði verið upp- leysanleg. Kristinn Már Ársælsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofn- unar, neitar því og segir að það hafi reynst mjög erfitt að ná málningunni af. „Það hreinlega tókst ekki á mörg- um stöðum, og þar þurfti að fara aðr- ar leiðir til að afmá verksummerkin. Málningin rann ekki af eða eyddi sér sjálf,“ segir Kristinn Már. Hann bætir við að Umhverfisstofnun beri skylda samkvæmt lögum til að vernda náttúru landsins og sér- staklega friðlýst landsvæði. „Og ef menn ætla sér í einhverjar athafnir eða breytingar innan friðlýstra svæða þurfa þeir að leita leyfa fyrir því.“ Bismarck og aðstoðarmenn hans hefðu, óháð því hvort málningin væri uppleysanleg eða ekki, ekki haft neitt leyfi til þessara verka. Meiri árás ef náttúruperlur verða að ferðamannastöðum Gígur Fjallað var um verk Julius- ar von Bismarck í New York Times.  Erfitt að afmá skemmdirnar Embætti ríkislögreglustjóra ætlar að skipa starfshóp í kjöl- far skýrslunnar, hóp sem hefur m.a. það hlutverk að vinna enn frekar að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum lögreglunnar. Þá er til athug- unar að koma á fót fagráði sem yrði m.a. skipað utanaðkomandi aðilum. Það á að taka á málum er varða einelti og kynferðislega áreitni. Í skýrslunni kemur fram að 18% lögreglumanna töldu sig þolendur eineltis í lögregl- unni, eða 24% kvenna og 17% karla. Tæplega 31% kvenna og 4% karla töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni í lögregl- unni. Þrátt fyrir þessar tölur kom árið 2012 aðeins ein til- kynning um einelti til jafnrétt- isfulltrúa lögreglunnar og engin um kynferðislega áreitni, sam- kvæmt tölfræðiupplýsingum sem lögregluembættin safna saman. Katrín segir að það sé von þeirra að með fyrirhuguðum að- gerðum komi þessi mál upp á yfirborðið svo hægt sé að leysa vandann en samkvæmt nið- urstöðum skýrslunnar virðist vera sem einstaklingarnir séu að leysa þetta sjálfir. Efla fræðslu Þá mun jafnréttisnefnd lögregl- unnar, með tilliti til þessara nið- urstaðna, endurskoða jafn- réttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar og skila tillögum að aðgerðum til ríkislög- reglustjóra. „Við höfum líka rætt um að efla fræðslu innan lögreglunnar og meðal stjórn- enda hennar. Núna er það hlut- verk jafnréttisfulltrúa embætt- anna að sinna fræðslu innan síns embættis en við sjáum það í minni embættum að nálægðin er frekar mikil á milli jafnrétt- isfulltrúans og samstarfsmanna þannig að við erum að velta fyr- ir okkur hvort það sé rétti að- ilinn til að sinna slíkri fræðslu,“ segir Katrín. Starfshópur og fagráð AÐGERÐIR för í jafnréttismálum.“ Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, tekur í svipaðan streng. „Þetta van- traust gagnvart konum kemur mér á óvart. Maður hefði haldið að aukin fræðsla á öllum þessum sviðum hefði átt að skila sér betur til þeirra yngri en eldri,“ segir Snorri. Arnar Guðmundson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, segist ekki hafa haft tilfinningu fyrir því að karlkyns lögreglumenn beri ekki virðingu fyrir kvenkyns samstarfs- félögum sínum. Hann hefur annars ekki einhlíta skýringu á því hvers vegna konur sem útskrifast úr skól- anum skila sér ekki betur inn í lög- regluna. Það hafi verið markmiðið síðan 1997, þegar ný lögreglulög voru sett, að fjölga konum í lögregl- unni og það hafi verið að gerast jafnt og þétt síðan þá. 20-30% þeirra sem komast inn í lögreglu- skólann ár hvert eru kvenkyns; stærra hlutfall sækir um en kemst ekki í gegnum inntökuprófið. Inn- tökupróf karla og kvenna er eins fyrir utan tímamörk í hlaupum og sundi. „Það er klárt mál að það hef- ur verið tekið tillit til þess í inn- tökunni að fá konur inn. Þær standa sig ekki verr en karlar í að fara í gegnum lögreglunámið, sjónarmið kvenna fá alveg að njóta sín í þessu og full þörf á því,“ segir Arnar. Enginn kvenkyns kennari er í föstu starfi hjá Lögregluskóla rík- isins í dag. „Fimm lögreglumennt- aðir kennarar sinna meginhlutanum af kennslu í almennu lögreglunámi, ýmsir aðrir koma að stundakennslu, bæði karlar og konur. Fram yfir síðasta vor var kona búin að vera hér í nokkur ár í föstu starfi en það er engin akkúrat núna,“ segir Arn- ar. Brýnt að fara strax í aðgerðir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir það hafa verið gott framtak hjá Ríkislög- reglustjóra að gera þessa rannsókn. „Niðurstöðurnar sýna að það var þörf á því og það er brýnt að fara strax í aðgerðir sem bæta stöðu og starfsumhverfi kvenna innan lög- reglunnar,“ segir Hanna Birna og bætir við að hún muni styðja lög- regluna í þeim aðgerðum. Hanna Birna segir að Ríkislögreglustjóri hafi þegar boðað það að vinna verði hafin innan embættis hans sem miði að frekari samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumót- un og ákvörðanatöku lögreglunnar. Þá hafi hann einnig hvatt konur til þess að sækja um yfirmannsstöður innan lögreglunnar. „Ég tel að þær aðgerðir sem að embætti hans og lögreglan almennt eru að boða séu til marks um að þeim er mikil al- vara með að taka á þessari stöðu,“ segir Hanna Birna. Morgunblaðið/Kristinn Staða lögreglukvenna Skýrslan var kynnt í Háskóla Íslands í gær og var augljóslega áhugi á niðurstöðum hennar. Ungar löggur íhaldssamastar  Helmingur karlkyns lögreglumanna á aldrinum 20 til 29 ára telur karla hæfari en konur til að starfa í sérsveitinni  Þetta viðhorf til lögreglukvenna gæti útskýrt brotthvarf þeirra frá lögreglunni Hlutfall karla og kvenna í lögreglunni 2002 til 2013 og hlutfall kvenna af brautskráðum nemendum grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins 1996 til 2012 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1996* 2002 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 *Til samanburðar er einnig sýnd hlutföll karla og kvenna í lögreglunni árið 1996. Hlutfall karla Hlutfall kvenna Hlutfall kvenna af útskrifuðum nemendum LSR 95,7 93,0 91,4 90,4 89,8 89,0 88,8 88,4 88,0 88,4 88,6 88,2 87,4 4,3 7,0 8,6 9,6 10,2 11,0 11,2 11,6 12,0 11,6 11,4 11,8 12,6 26,1 27,0 20,0 19 ,4 20,6 24,4 33,3 17,4 11 ,3 0,0 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hinn 1. febrúar síðastliðinn voru 652 lögreglumenn starfandi á land- inu, 570 karlar, 87,4% allra lög- reglumanna, og 82 konur, sem gerir þær að 12,6% lögreglumanna. Kon- unum hefur lítið fjölgað síðustu ár þrátt fyrir að hafa verið 17-33% brautskráðra nemenda frá Lög- regluskóla ríkisins frá 1999. Í Sví- þjóð eru 28% lögreglumanna konur og 24,8% í Noregi. Brotthvarf kvenna úr lögreglunni á Íslandi er verulegt og staða kvenna innan lög- regluliða landsins áhyggjuefni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir, MA-nemi í kynjafræðum við Háskóla Íslands, vann í samstarfi við embætti ríkis- lögreglustjóra. Yfirskrift skýrsl- unnar er: „Vinnumenning og kynja- tengsl lögreglunnar: Af hverju eru konur svo fámennar meðal lög- reglumanna?“ Líta ekki á konur sem jafningja Eitt af því sem er skoðað í skýrsl- unni er hvort viðhorf til kvenna geti útskýrt brotthvarf þeirra frá lög- reglunni. Þar kemur í ljós að við- horfið er heldur neikvætt, karlar treysta konum síður en körlum til að sinna öllum verkefnum og þeir virðast ekki viðurkenna konur sem jafningja sína. Aðeins tveir af hverj- um þremur körlum treysta konum til að starfa við hlið karla í ávana- og fíkniefnadeild LRH og þá er sér- sveitin talin vígi karla. Sláandi er að viðhorf yngstu lög- reglumannana, á aldrinum 20-29 ára, eru íhaldssömust, sem gefur til kynna að jafnrétti innan lögregl- unnar muni ekki aukast sjálfkrafa með komandi kynslóðum. Tæplega 50% lögreglumanna á aldrinum 20- 29 ára voru mjög sammála þeirri fullyrðingu að karlar væru hæfari en konur til að starfa í sérsveit rík- islögreglustjóra. Afturför í jafnréttismálum Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, jafnréttisfulltrúi lögreglunnar, seg- ir að þessi íhaldssömu viðhorf ungra karlmanna hafi komið sér á óvart. „Aðrar jafnréttisrannsóknir hafa sýnt þetta líka, sem er vís- bending um að þetta sé samfélags- legt vandamál frekar en bundið við lögregluna. Það er sláandi að þessi rannsókn skuli styðja þessa aftur- SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.