Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sektarkennd er gagnlegt stjórnsem- istæki í meðförum ástvinar. Skipuleggðu mannfagnaði svo þú getir látið þig hlakka til. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum getur svo virst að breytingar séu nauðsynlegar breytinganna vegna. Skoð- aðu hvar þú ert núna og hvar þú vilt vera. Þú vilt breyta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einstaklingar í tvíburamerkinu ættu að vera tilbúnir að meðtaka breytingar og stuðla að stakkaskiptum í ákveðnum málum. Stundum er ánægja næg ástæða til að gera eitthvað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur átt innihaldsríkar samræður við foreldra þína eða aðra í fjölskyldunni í dag. Aðrir þarfnast þín og þú ert nógu sterk/ ur til að deila með þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Viðræður við einhvern um trúarbrögð, stjórnmál eða útlönd fá alvarlegt yfirbragð. Haltu þínu striki ótrauður, sinntu þínum mál- um og hafðu ekki áhyggjur af því sem aðrir hugsa eða gera. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú setur markið hátt á hverjum degi. Settu það hærra en síðast og leyfðu hæfileik- unum að njóta sín. Einblíndu á aðalatriðin og þá mun lausnin fljótlega liggja í augum uppi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er í lagi að vilja ekki lána eitthvað sem maður á. Gefðu þér nægan tíma til að undirbúa hlutina. Vertu vakandi fyrir alls kyns möguleikum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að gera þér sem mestan mat úr þeim upplýsingum, sem þú ert kom- inn með í hendurnar um það mál, sem allt snýst um. Líttu á það sem tækifæri að sýna umheiminum hvað í þér býr. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Farðu varlega í innkaupum í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. Segðu hvað þér finnst en ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú nýtur meiri athygli nú en venju- lega. Stundum getur verið erfitt að greina á milli þess sem raunverulegt er og þess óraunverulega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Félagslífið ætti að blómstra við það að þú hittir alla sem þú hefur ætlað þér að hitta. Leyfðu trúnni að hafa áhrif á þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu eins skýr og þér er framast unnt í samskiptum við aðra. Taktu þér því góðan tíma áður en þú heldur áfram. Hermann Jóhannesson yrkir umnýja bók Bjarka Karlssonar sem uppskar bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar: Þessi bók er býsna góð, bestseller án vafa, hefðbundin og lipur ljóð laus við rætni, flím og hnjóð nema kannski þessi um hann afa. Á kápu bókarinnar sem ber yfir- skriftina Árleysi alda kemur fram að hún hafi að geyma háttbundin ljóð. Er það enn eitt dæmið um þá vakn- ingu sem orðið hefur á þeim vett- vangi. Kannski ekki að furða þegar haft er í huga að fésbók, tíst og fleiri samfélagsmiðlar virðast sniðnir að þörfum skálda og hagyrðinga. Í bók- inni kennir ýmissa grasa, þar á með- al óborganlegur kveðskapur sem byggður er á alkunnri vísu: Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi, sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tagi. Á óðfræðivefnum Braga segir um vísuna: „Þetta er sú vísa sem börn munu hafa lært einna fyrst af öllum vísum hér áður og flestir hafa kunn- að.“ Bjarki leikur sér með vísuna, fyrst með liprum ferskeytlum, til dæmis þessum: Amma skildi að skyldan bauð að skúraði hún og þvægi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi. Amma stóð og bjó til brauð úr býsna vondu fræi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi. Oní börnin amma sauð oft var tómur magi en afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi. Hugvitssemi og skopskyn ein- kennir kveðskap Bjarka. Og hann útfærir hugmyndina um afa með ýmsum hætti í öðrum háttum, sum- um af dýrari gerðinni. Þar á meðal í dróttkvæði: Hagla ótt ber hrygling hártagls tvinnum stagla myglu kaffis kögglum keyrifogl við þvoglu. Frekt þar frák að sækti fornhlut brauðs er kauði súrs ok sætrar mæru suðrá bæjum puðask. Nánari skýringu á kvæðinu má finna í bókinni, sem enginn lesandi Vísnahornsins ætti að láta framhjá sér fara. Guðmundur Arnfinnsson sendir Vísnahorninu kveðju í morg- unsárið: Uppi á fjallinu fjandinn var, fráleitt á loforðin var þá spar, en árangur samt það engan bar öfugt við gylliboð Framsóknar. Pétur Blöndal pebl@gmail.com Vísnahorn Af verðlaunabók, kaffis kögglum og afa á honum Rauð Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÉR KEMUR ÓVINURINN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem losar þig undan fjötrum fortíðar. STRAXNES 0,5 KM SEINNAMAÐUR 30 KM STUNDUM GENGUR EKKERT UPP HJÁ MÉR. ÞAÐ ER TIL ORÐ YFIR ÞAÐ ... „LÍFIГ VIÐ HVERN GET ÉG KVARTAÐ UNDAN ÞESSUM HRÆÐILEGA MAT?! VILTU TALA VIÐ KOKKINN, KANNSKI? JÁ! HANN SKAUST YFIR Í VEITINGAHÚSIÐ HINUM MEGIN VIÐ GÖTUNA, AÐ FÁ SÉR AÐ BORÐA. Það var sem enn einn naglinn í lík-kistuna um æsku Víkverja þegar hann gerði sér grein fyrir því að um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá því að Bítlarnir tóku upp plötuna With the Beatles, öðru nafni plötuna með svörtu rúllukragabolunum. Á plötunni mátti finna lög eins og It Won’t Be Long, All My Loving, Hold Me Tight og Roll over Beethoven, sem reyndar er nú upphaflega með Chuck Berry. x x x Víkverji er nefnilega nokkuð gömulsál í tónlistarlegum skilningi, þó að hann hafi einungis nýlega hafið fjórða áratuginn, og fyrir honum eru lögin á þessari plötu, og þeim sem á eftir fylgdu, nánast eins og gamlir heimilisvinir. Það hversu gamlir þeir vinir væru renndi Víkverja þó ekki nákvæmlega grun í enda þykir hon- um sem lagasmíðar Bítlanna hafi í raun og veru lítið sem ekkert elst. Allavegana er fátt við lög eins og Hard Day’s Night, Help, og Let It Be sem Víkverja finnst gefa til kynna að þau fari brátt að verða löggild gam- almenni í tónlistarlegum skilningi. En svona er víst lífið. x x x Ellimerkin eru reyndar að verðafleiri. Það fjölgar til dæmis skipt- unum sem Víkverji fer inn í herbergi og man ekkert hvað hann vildi þang- að, sem og skiptunum þar sem hann man ekkert hvað hann ætlaði að segja næst. Þess vegna líður Víkverja alltaf jafneinkennilega þegar hann sér krumpudýrið Keith Richards, gít- arleikara Rolling Stones. Sá ber líf- erni rokkarans aldeilis utan á sér. Samt efast Víkverji einhvern veginn um það að venjuleg lögmál öldrunar eigi við um kappann, alltaf virðist hann vera jafnhress. x x x Spurt er í helstu vinakreðsum Vík-verja hvort Ríkisútvarpið eigi að láta útsendingar frá knattspyrnu eiga sig héðan í frá. Það voru allavegana ekki margir sem voru ánægðir með það að fá auglýsingu frá Bak- arameistaranum í staðinn fyrir að sjá okkar menn fagna besta árangri landsliðsins í knattspyrnu. víkverji@mbl.is Víkverji Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf. (Jóhannesarguðspjall 3:16) 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.