Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Fram kom í kynningu Hafsteins Helgasonar, verkfræðings hjá verkfræðistofunni Eflu, á íbúa- fundinum í Langanesbyggð, að ís- inn á norðurhveli hefði minnkað um helming og rúmmál íssins um þrjá fjórðu á síðustu 30 árum. Norðurheimskautið verði jafn- vel í náinni framtíð eins og Eystrasaltið, þar sem íslaust er að sumri til og þunnur ís yfir svæð- inu að vetri til. Rétt búin skip muni geta siglt þar árið um kring. Þá benti Hafsteinn á að árið 2010 hefðu fjögur skip farið norðausturleiðina, 34 árið 2011, 46 árið 2012 og yfir 200 á þessu ári. Fyrsta gámaflutningaskipið hafi farið frá Kína til Hollands í ár. Sýndar voru myndir af tveim siglingaleiðum frá Kína og vestur til Evrópu. Annars vegar suður- leiðinni um Súez-skurðinn og til Rotterdam og hins vegar norður- leiðinni, þ.e. miðleiðinni, suður til Finnafjarðar. Norðurleiðin væri 5.200 sjómílum styttri og svaraði það til um 15 sólarhringa sigl- ingar. Frumútreikningar í öldulíkön- um sýni mjög hagstæðar niður- stöður við Finnafjörð, jafnvel án öldubrjóts. Þá sé jarðvegur á svæðinu frá ísaldarskeiði sem sé álitinn ákjósanlegt fyllingarefni. Hafsteinn gerði grein fyrir hugsanlegum tímasetningum ef ráðist yrði í framkvæmdir við Finnafjörð. Að líkindum yrði um 3-5 áfanga að ræða og líkleg lengd viðlegukants í 1. áfanga að lágmarki 1,5 km, sunnan megin fjarðar. Norðan megin fjarðarins mætti reisa olíubirgða- og gas- höfn með 1,2 km viðlegukanti, sem þjónustaði hugsanlegan olíu- iðnað við Grænland og Dreka- svæðið. Fram kom í máli aðila frá Bremenports á sama fundi að þeir hefðu frá árinu 2000 fylgst með þróun mála í norðurhöfum. Frá árinu 2011 hafi þeir byrjað að skoða hugsanleg svæði fyrir um- skipunarhöfn af krafti. Svæðin hafi þurft að hafa það til að bera að þar væru a.m.k. 1.000 hektarar flatlendis og rými fyrir 3-4 km viðlegukanta. Að djúprista væri allt að 24 metrar við viðlegu að hluta til, veðurfar hagstætt, svæð- ið íslaust og siglingaleiðin að svæðinu opin, djúp og örugg. Niðurstaðan hafi verið skýr; að beina krafti í rannsóknir á Finna- firði. Þjóðverjarnir telji að miðað við hraðar breytingar á norður- slóðum hin síðustu ár geti fram- kvæmdir jafnvel hafist eftir 5 til 8 ár. Þá áætla þeir að starfsmenn í byrjun yrðu innan við hundrað manns. Bremenports er í 100% eigu Bremenborgar. Umsvifin eru mik- il. Bremerhaven þjónustaði 4.308 gámaskip árið 2011, 598 flutn- ingaskip undir lausavöru og 794 almenn flutningaskip. Höfnin er sú fjórða stærsta í Evrópu og stærsta bílahöfn álfunnar með rúmlega 2 milljónir bíla á ári. Þá á Bremenports helmingshlut í Eurogate, stærsta rekstraraðila krana og flutningakerfa hafna í Evrópu. Norðurskautið verði jafnvel jafn greiðfært og Eystrasalt Tölvuteikning/Efla verkfræðistofa/Úr nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar Áform Hugmyndir eru um að norðan megin Finnafjarðar rísi höfn fyrir olíu- og gasvinnslu en umskipunarhöfn sunnan megin fjarðar. miðleiðin laus við sker og eyjar sem víða séu á norðausturleiðinni. Siggeir segir sveitarfélögin fyrir austan hvorki hafa fjármagn né sér- fræðikunnáttu til þeirrar gagnaöfl- unar sem Þjóðverjarnir hyggist ráðast í. Þarna sé á ferð stórt al- þjóðlegt fyrirtæki sem reki hafnir í Þýskalandi. Þeir eigi aðra stærstu höfnina í Þýskalandi og komi víða um heim að uppbyggingu og rekstri hafna. En eru þetta ekki skýjaborgir? „Það kemur í ljós. Þarna hafa fagaðilar lagt mat á stöðuna, dýpi fjarðarins og sjólag virðist vera ein- stakt. Þá eru flatir malarhjallar sem eru ákjósanlegt byggingarefni á hundruðum hektara við fyrirhug- aða viðlegukanta. Þannig að það hlýtur að vera eðlilegt að skoða málið frekar. Það hefur verið þekkt frá fornu fari að það sé gott sjólag í Finnafirði og hafa verið uppi hug- myndir í gegnum tíðina um að þar væru góðar aðstæður fyrir höfn,“ segir hann. Tölvuteikning/Efla verkfræðistofa Allt að 70 metrar » Aðdýpi í Finnafirði er norð- anmegin fjarðar allt að 70 m skammt frá núverandi strönd. » Þar má því koma fyrir olíu- borpöllum ef svo ber undir. » Siggeir Stefánsson telur að staðsetning Finnafjarðar sé ákjósanleg þegar horft sé til uppbyggingar á öryggis- höfn fyrir Norður-Atlants- hafið. » Þá sé það talið Finnafirði til tekna að liggja vel við þjónustu við athafnir á aust- urströnd Grænlands, bæði olíuvinnslu og viðtöku á námavinnsluefni í framtíð- inni, sem og vegna umsvifa á Drekasvæðinu. Framtíðarhugmyndir Á myndinni er horft til suðurs. Hugmyndir eru um að sunnan- megin Finnafjarðar rísi umskipunarhöfn en norðanmegin fjarðarins olíu- og gas- höfn. Ljóst er að framkvæmdirnar myndu skapa mikinn fjölda starfa á fram- kvæmda- og rekstrartíma hafnarinnar. Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.