Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Fyrir stuttu voru birtar niðurstöður bandarískrar rann- sóknar um ástand barna eftir fæðingu í heimahúsi. Þær nið- urstöður voru á þann veg að umtalsvert fleiri börn væru með apgar 0* fimm mín- útum eftir fæðingu í heimahúsi heldur en á sjúkrahúsi. Þessar niðurstöður komu töluvert á óvart enda ganga þær þvert á niðurstöður flestra rannsókna sem hafa sýnt fram á góða útkomu heimafæðinga. Góð útkoma stemm- ir við þá tilfinningu sem við ljós- mæður höfum og óformleg athugun á útkomu heimafæðinga sl. 10 ár hérlendis var mjög góð. Öll 645 börnin sem fæddust heima á þessu tímabili eru komin vel á legg og eru hress, kát og heilbrigð. Í kjölfar þessa fóru af stað nokkrar umræður um öryggi heimafæðinga og hvort þessa bandarísku rannsókn mætti heim- færa á íslenskar aðstæður. Að sjálf- sögðu ber að skoða niðurstöður allra rannsókna gaumgæfilega og strax við skoðun þessarar rann- sóknar kemur í ljós að hún er mein- gölluð. Það sem blasir við er að í rann- sókninni koma ekki fram upplýs- ingar um heilsufar móður fyrir meðgöngu eða á meðgöngu og ekki kemur fram hvort eða hvar hún hafi verið í mæðravernd. Það er í mæðraverndinni sem hornsteinn að góðri út- komu fæðinga er lagð- ur. Þar gefst tækifæri á að greina mögulegan vanda og læra að þekkja konuna og meta hvort heimafæð- ing er raunhæfur kost- ur. Á Íslandi fæðir engin kona heima nema að mjög vel at- huguðu máli, hún þarf að vera hraust og með- gangan þarf í alla staði að vera eðlileg og höf- um við viðmiðunarleiðbeiningar frá landlækni til að styðjast við þegar metið er hvort kona eigi möguleika á að velja heimafæðingu. Í banda- rísku rannsókninni kemur ekki fram hvort nokkurt viðmið sé þegar kemur að því að velja heimafæð- ingu, hvort að hvaða kona sem er geti valið þann kost algjörlega óháð hennar heilsufari fyrir og á með- göngunni. Það kemur ekki einu sinni fram hvort að barn hafi þegar verið látið í móðurkviði áður en fæðing hófst og móðir valið þann kost að fæða andvana barn heima. Ekki kemur heldur fram mennt- unarstig né reynsla þeirrar ljós- móður sem tekur á móti. Við hér á Íslandi erum svo heppin og búum svo vel að okkar ljósmæður eru mjög vel menntaðar konur sem fylgjast vel með því sem er að ger- ast í faginu, stéttin er lítil og mjög auðvelt að ná til allra með allar upplýsingar um það sem nýjustu rannsóknir sýna hverju sinni. Auk þess er á Íslandi löng hefð fyrir starfi ljósmóður. Ljósmæður hafa tekið á móti nær öllum Íslendingum a.m.k. 200 ár aftur í tímann. Í USA er þessu ekki þannig farið, lang- flestar fæðingar eru inni á sjúkra- húsum og í umsjá lækna (sbr. sjón- varpsþáttinn Private Practice). Lítil hefð er fyrir starfi ljósmóður í USA, þær eiga víða erfitt upp- dráttar og á sumum stöðum er starf ljósmæðra hálfgerð grasrótarhreyf- ing sem þær eru að pukrast með bak við tjöldin. Einnig er óljóst í rannsókninni hvert aðgengi er að hjálp og hvaða samningar eru varðandi flutning á sjúkrahús ef gangur fæðingar er ekki eins og vænlegast er. Aftur er- um við Íslendingar svo heppnir að samstarf við stofnanir er gott og engin vandkvæði eru á að flytja konu á sjúkrahús ef minnsti grunur vaknar um að ekki sé allt með felldu. Ljósmæður hika ekki við að gera það því hver einasta ljósmóðir hvar sem hún starfar vill fyrst og fremst góða útkomu fyrir móður og barn og mun aldrei taka þátt í neinu sem hún telur ekki öruggt. Verið er að vinna íslenska rann- sókn um heimafæðingar og lofa fyrstu niðurstöður góðu fyrir heimafæðingar. Það verður spenn- andi að sjá endanlegar niðurstöður rannsóknar sem unnin er við þær aðstæður sem við störfum við, okk- ar raunveruleika en ekki bandarísk- an, þó að vissulega fylgjumst við vel með niðurstöðum erlendra rann- sókna líka. Segja má að þó að bandarísku niðurstöðurnar séu ekki trúverðugar og stangist á við fyrri rannsóknir þá gefa þær tilefni til frekari rannsókna en þangað til og í ljósi góðrar útkomu heimafæðinga á Íslandi hygg ég að það sé með öllu óhætt að hraustar konur í eðlilegri meðgöngu haldi áfram sem fyrr að hafa heimafæðingu í umsjón ljós- móður sem valkost. *(apgar er ákveðinn kvarði frá 0-10 þar sem 0 er líflaust barn en 10 sprækt barn. Þetta er metið 1 og 5 mínútum eftir fæð- ingu barns.) Er óhætt að fæða barn í heimahúsi? Eftir Áslaugu Valsdóttur » Það verður spenn- andi að sjá end- anlegar niðurstöður rannsóknar sem unnin er við þær aðstæður sem við störfum við, okkar raunveruleika. Áslaug Valsdóttir Höfundur er formaður Ljósmæðra- félags Íslands. - með morgunkaffinu Legugreining Frí legugreining Heilsurúm rafmagnsrúm Stillanleg Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. 20-50% afsl. af öllum heilsurúmum ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGUGREININGU Betri svefn - betri heilsa Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is Til eru traustar heimildir um að magn koldíoxíðs í lofti hefur náð því marki að meðaltals- hlýnun yfir tvö stig á heimsvísu fyrir 2100 er óhjákvæmileg. Gildið, 400 millj- ónustu hlutar (ppm), hefur ekki verið hærra í a.m.k. 400 þúsund ár og hækk- aði úr 340 ppm (árið 1950) á met- hraða. Milljarða tonna árleg losun af mannavöldum og sífellt minni binding efnisins í landgróðri vegna skóga- og jarðvegseyðingar koma við sögu en margt annað að auki. Losunin eykst enn og ekk- ert annað í sjónmáli uns sannara reynist. Um tveir þriðju hlutar stafa af orkuframleiðslu og þótt gas eða olía komi í stað kola eykst útblásturinn vegna hraðrar efnahagsþróunar. Með þessu er ljóst að það stefnir í þriggja til fjögurra stiga hækkun hitastigs á öldinni. Varnaðarorð vísinda- manna, stofnana og aðila á borð við Alþjóðabankann mega sín lít- ils enn sem komið er. Áhrif hækkandi hitastigs eru augljós og koma til með að kosta svita, tár og hrikalegar fjárhæðir svo verjast megi ágangi sjávar (minni hækkun sjávarborðs verð- ur við Ísland en víðast hvar), tryggja vatn og fæðu og færa til fólk og mannvirki. Hvíti varnar- og endurkastsskjöldur jarðar á norðurhveli er orðinn hættulega lítill en það er ávísun á enn hrað- ari hlýnun. Hér er hvorki um að ræða óljósar spár eða heimsend- aþvaður, heldur alvarlegar stað- reyndir enda farið að hyggja að dýrum flóðavörnum í Reykjavík og súrnun hafsins tekin að nálg- ast þau mörk að kalkberandi líf- verur, til dæmis þörungar neðst í fæðukeðjunni, taka að leysast upp, svo dæmi séu nefnd. Ófullnægjandi ráðstefna Í þessu andrúmslofti var haldin ráðstefnan Arctic Circle í Hörpu, eins konar stefnumót ólíkra hags- munaaðila, vísindamanna, stjórn- málamanna og fjárfesta. Fjöl- mörg erindi með stuttum spurningatímum (ekki með mögu- legum ræðutíma annarra en boðs- gesta) voru flutt og enn fleiri spjallfundir smærri hópa fóru fram. Þar sat aðallega fólk úr ein- um og sama geira, nema helst í hópi um málefni Himalaja. Und- arleg fjarvera Norðmanna (nema fulltrúa Statoil) og afar lítið áber- andi viðvera frumbyggja, nema Grænlendinga, stakk í augu. Langflestir ræðumenn litu á opn- un norðurslóða sem sæg tækifæra án þess að tengja umhverfismál og umhverfisvernd nýjum nátt- úrunytjum í stóra samhenginu. Vissulega lýstu nokkrir vís- indamenn réttilega hlýnuninni, hopi hafíss og bráðun jökla, þeir störfuðu einnig í fáeinum hópum, og sumir náttúrunýt- endur minntust á um- hverfisvernd sem varnir gegn skipstapa, olíuleka eða ófullnægj- andi frágangi við námurekstur. Hvergi var opnun norðurslóða tengd meginorsökum sömu opnunar og dregnar ályktanir um hvernig hlífa verði náttúruauðlindum sem eru þess eðlis að vinnsla og notkun þeirra eykur vanda alls heimsins. Allt sem máli virtist skipta var aukin eftirspurn eftir nátt- úrurauðæfum. Kosti hún hvað sem er. En í raun hefur verðmiðinn einföld og augljós takmörk: Kostnaðinn við að bregðast við af- ar víðtækum afleiðingum hlýn- unarinnar. Betur má ef duga skal Í Hörpu var aðallega horft með blindu auga á það sem ekki hentar kapphlaupinu um tækifærin sem vissulega eru mörg og mikilvæg ef rétt er á haldið. Þetta minnti á hegðun eða röksemdir bólufólks áranna fyrir hrun. Sem sagt: Við fögnum því hvað hlýnun gerir fyr- ir okkur og bætum í hana þrátt fyrir að hún bíti okkur í hælana. Auðvitað getum við ekki hugs- unarlaust unnið olíu og gas og notað sífellt meira af kolefniselds- neyti. Bjargráðin munu skerða hagvöxt og reyna á ríki, þjóðir, fyrirtæki, á þig og mig. Helsta leifturljósið á ráðstefnunni voru orð um að aðalumsvif á norð- urslóðum skuli vera á ábyrgð heimsbyggðarinnar en ekki fimm strandríkja. Spyrja mætti þorra ræðumanna og stýrenda Arctic Circle hvort þeim þyki snjallt til dæmis að auka á olíu- og gasvinnslu með starfsemi á erfiðustu námusvæð- um heims svo keyra megi fleiri loftkælingar vegna hlýnunar af völdum sömu jarðefna? Eða hvort þeir treysti sér til að nefna efri mörk þess koldíoxíðsmagns sem við þolum. Eigum við að velja okk- ur 500 ppm? Gagn var að ráðstefnunni sem stefnumóti ólíkra hópa en í fram- haldinu verður að skerpa um- hverfisprófílinn, ræða raunveru- leikann og fá ólíka hagsmunaaðila og vísindamenn og frumbyggja til að ræða beint saman. Þá fyrst skýrist sýnin á norðrið. Blinda augað Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson » Í Hörpu var aðallega horft með blindu auga á það sem ekki hentar kapphlaupinu um tækifærin sem vissulega eru mörg og mikilvæg ef rétt er á haldið Höfundur er jarðvísindamaður og rit- höfundur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.