Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Öryggi – Gæði - Leikgildi Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Dropinn fæst í KRUMMA Mikið úrval lita Frábært í barnaherbergið Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, lau. 11:00-16:00 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Listaverk á opinberum stöðum eru flestum til ánægju og yndisauka og er fólki frjálst að njóta þeirra að vild. Þegar teknar eru myndir af úti- listaverkum og jafnvel byggingum vandast þó málið. Höfundar listaverka utanhúss og arkitektúrs njóta verndar í höfunda- lögum og því eru skilyrði fyrir því hvernig má nota myndir af slíkum verkum, jafnvel þótt þau séu á op- inberum stöðum. Undir vissum kringumstæðum þarf að afla leyfis eða greiða höfundarréttargjöld fyrir að birta myndir af þeim. Samtökin Myndstef sjá um að inn- heimta höfundarréttargreiðslur fyr- ir þau félög sem eiga aðild að þeim. Þar á meðal eru félög myndlistar- manna, ljósmyndara, teiknara, leik- mynda- og búningahöfunda, arki- tekta, hönnuða auk ýmissa stofnana og einstaklinga. Á síðasta ári inn- heimti Myndstef um 2,5 milljónir króna fyrir notkun á höfundarrétt- arvörðu efni. Samhöfundaréttur verður til Harpa Fönn Sigurjónsdóttir er lögfræðingur Myndstefs en hún seg- ir að einstaklingar, sem taki myndir af listaverkum til eigin nota, þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera krafðir um höfundarréttargreiðslur. Þegar komi að opinberri birtingu, eins og í fjölmiðlum, séu lögin hins vegar skýr. „Ef þú tekur ljósmynd af lista- verki þarftu að fá leyfi hjá frumhöf- undinum, t.d. myndlistarmanni eða arkitekt, ef þú ætlar að birta mynd- ina opinberlega. Inni í einni ljós- mynd verður til samhöfundaréttur. Ljósmyndarinn sem á myndina og líka listaverkið sem er á myndinni. Við höfum mikið séð af ljósmyndum af listaverkum sem eru birtar þar sem heimildar hefur verið aflað fyrir myndina sjálfa en fólk gleymir því að þarna er annað listaverk sem hefði þurft að fá heimild til að birta,“ segir Harpa Fönn. Hún segir þó að Myndstef reyni að feta milliveg í þessum efnum enda sé leiðinlegt að þurfa að hafna óskum um að fá að taka myndir af kennileitum eins og tónlistarhúsinu Hörpu til dæmis, sérstaklega þegar tilgangurinn er ekki fjárhagslegur. Arkitektúr sé höfundarréttarvar- inn beri hann það mikil sérkenni að hann geti talist listaverk. Það sé hins vegar mikið matsatriði og segir Harpa Fönn að í vafatilfellum sé arkitektúr varinn frekar en ekki. Margir arkitektar hafi þó gefið þá yfirlýsingu til félagsins að þeir leyfi ljósmyndun verka sinna. Nefnir hún Perluna sem dæmi. Fjölmiðlar hafa einnig undanþágu frá lögunum undir ákveðnum kring- umstæðum enda gegna þeir mikil- vægu hlutverki og upplýsinga- skyldu, að sögn Hörpu Fannar. „Þeim er heimilt að birta ljós- mynd af listaverki með frétt eða dægurflutningi ef verkið er í tengslum við umfjöllunina eða ef verkið er ekki meginefni myndar- innar.“ Meiri virðing fyrir réttinum Ragnar Th. Sigurðsson, formaður Myndstefs, segir að alltaf sé eitt- hvað um að höfundarréttarvarið efni sé notað án leyfis, sérstaklega á Netinu. Myndstef hafi lagt áherslu á að innheimta fyrir eðlilega notkun á efni þó samtökin standi jafnframt vörð um rétt félagsmanna sinna. „Mér finnst meiri virðing borin fyrir höfundarrétti nú en var. Það kemur alltaf eitthvað upp af og til en mér finnst það ekki vera heildar- tilhneiging,“ segir Ragnar. Málamiðlun ólíkra hagsmuna Að sögn Ragnars Tómasar Árna- sonar lögmanns, sem kennir meðal annars höfundarrétt við Háskóla Ís- lands, eru hagsmunir sem skipta máli báðum megin borðs þegar kem- ur að höfundarréttarvörðum verk- um í opinberu rými. Öll notkun á listaverkum í fjárhagslegum tilgangi sé óheimil samkvæmt lögum. „Þú þarft auðvitað að vernda höf- undinn og listamanninn gegn því að einhver sé að fénýta sér verk þeirra því að þau geta verið alveg eins verðmæt sem hugverk þó að þau séu í opinbera rýminu,“ segir Ragnar. Undantekningarákvæði í lögunum séu hins vegar málamiðlum á milli ólíkra hagsmuna. Þau heimili viðurkennda notkun á verkunum. „Ef einhver vill bara taka myndir af opinberu rými þá þarf hann ekki að gæta þess að ekkert mannvirki eða listaverk sem nýtur verndar sé á myndinni. Það væri ómögu- legt og þá væru engar ljósmyndir birtar,“ segir hann. Frjálst að njóta listar en ekki nota  Byggingar og listaverk í opinberu rými eru höfundaréttarvarin  Takmarkanir í lögum á birtingu á myndum af þeim  Sumir arkitektar gefa almennt leyfi fyrir ljósmyndun á byggingum sem þeir hanna Morgunblaðið/Þorkell List Mósaíkverk Gerðar Helgadóttur utan á Tollhúsinu er höfundaréttarvarið. Birta má mynd af húsinu opinberlega ef mósaíkmyndin er ekki aðalefni ljósmyndarinnar eða ef verkið tengist umfjöllunarefninu eins og í þessu tilfelli. Forsvarsmenn fiskþurrkunarfyrir- tækisins Klofnings ehf. á Suðureyri færðu nýlega sjúkraþjálfun Landspít- ala á Grensásdeild nýtt þjálfunartæki að gjöf. Tildrögin voru þau að Jón Víðir Njálsson verkstjóri og Sigurður Ólafsson, fv. framleiðslustjóri, hafa báðir verið í endurhæfingu þar. Um er að ræða svokallað NUSTEP al- hliða þjálfunartæki fyrir handleggi og fætur og nýtist bæði fyrir styrktar- og þolþálfun. Tækið er sérstaklega hannað fyrir þá sem þurfa að sitja við þjálfun og hentar mjög vel fyrir fatl- aða. Aðgengi er mjög gott og auðvelt er að flytja sig úr hjólastól í tækið. Á myndinni eru frá vinstri: Einar Valur Kristjánsson, stjórnarformaður Klofnings ehf., Sigurður Ólafsson, Sigrún M. Sigurgeirsdóttir yfirbókari, Guðni A. Einarsson framkvæmdastjóri, Sigrún Knútsdóttir yfirsjúkraþjálf- ari, Jón Víðir Njálsson og Ingibjörg E. Sigfúsdóttir, eiginkona hans. Gáfu Grensásdeildinni þjálfunartæki Skálholt – hvað ætlar þú að verða? er heiti málþings um stöðu og framtíð Skálholts í Skál- holti laugardag- inn 19. október. Hefst máþingið stundvíslega kl. 13:00 og stendur til rúmlega 16:00. Enginn að- gangseyrir verður en gestum gefst kostur á að kaupa málsverð fyrir þingið og kaffi kl. 14:15-14:45. Flutt verða þrjú erindi og síðan verður pallborð og almennar um- ræður. Rætt um stöðu og framtíð Skálholts Sverrir Jakobsson sagnfræðingur verður næsti fyrirlesari í fyrir- lestraröð Miðaldastofu um klaust- urmenningu á Íslandi og Norð- urlöndum á miðöldum. Sverrir fjallar um eignir Helga- fellsklausturs og þýðingu þeirra fyrir siðaskiptin við Breiðafjörð. Í fyrirlestrinum verður m.a. rætt hvaða máli eignir Helgafellsklaust- urs skiptu fyrir gang siðaskiptanna við Breiðafjörð og hvort tilvist Stapaumboðs á síðari öldum hafi mótast af þessum uppruna. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 16.30 í stofu 423 í Árnagarði í Háskóla Íslands. Nánar á http://midaldastofa.hi.is. Fyrirlestur um eignir Helgafellsklausturs STUTT Algengast er að kvartað sé yfir notkun á höfundarréttarvörðum ljós- myndum til Myndstefs að sögn Hörpu Fannar. Tvær til þrjár fyrir- spurnir berist á dag bara um notkun ljósmynda. „Það virðist vera misskilningur um hvenær má nota ljósmynd, sérstaklega á netinu. Fólk virðist halda að þegar höfundur hefur deilt myndinni, t.d. á vefsíðunni sinni eða Facebook, megi hver sem er nota hana. Það er alls ekki þannig nema fengið sé leyfi frá höfundi verksins.“ Almennt skipti Myndstef sér ekki af því ef ein- staklingar deili myndum annarra á Facebook, enda mætti telja það sem einkanot, en þegar t.d. ferða- vefir noti myndir án leyfis í ágóðaskyni grípi félagið inn í. Misskilningur um deilingar SPYRJA UM LJÓSMYNDIR Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.