Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 ingu. Leikurinn á öllum póstum er agaður og vel samstilltur, þó radd- beiting hafi á stöku stað orðið full- skrækróma jafnt hjá fullorðnum sem og börnum í leikhópnum. Af börnunum mæddi hvað texta varðar mest á Urði Heimisdóttur í hlut- verki Pálínu, móður Guðmundar, og skilaði hún sínu afar vel. Einnig verður að nefna Matthías Davíð Matthíasson sem fór á kostum í hlutverki langafa Guðmundar í sein- asta söngatriðinu fyrir hlé. Það var sérlega ánægjulegt að sjá alla þessa hæfileikaríku krakka sem þátt taka í sýningunni og vita til þess að ann- ar eins hópur leikur í helmingi sýn- inganna. Sviðshreyfingarnar undir stjórn Katrínar Ingvadóttur voru vel út- færðar og stílhreinar. Útlit sýning- arinnar er skemmtilegt og ein- staklega litríkt. Ilmur Stefánsdóttir vísar í leikmynd sinni í kunnugleg leikföng úr smiðju Fisher Price, sem birtist m.a. í opnanlega dúkku- húsinu, flugvélinni og styttunni af Ingólfi Arnarsyni. Leikgervi og búningar Þórunnar Maríu Jóns- Grunnhugmynd Óvita eftirGuðrúnu Helgadóttur ersnjöll. Það að snúa heim-inum á hvolf og láta manneskjur fæðast fullvaxta en minnka með aldrinum veitir okkur kærkomið tækifæri til að skoða samfélagið ferskum augum. Í leik- ritinu er kastljósinu beint að nei- kvæðum áhrifum heimilisofbeldis og áfengisdrykkju forráðamanna sem og fjarveru foreldra vegna vinnuá- lags. Börnin eru nánast afskipt á milli þess sem fullorðna fólkið skammast í þeim og ráðskast með þau, en persónusköpun fullorðna fólksins er fulleintóna af hendi höf- undar og lítið um blæbrigði í sam- skiptum þeirra við börnin. Það var því býsna nöturleg mynd sem höf- undur dró upp af samtíma sínum ár- ið 1979 og vonandi að hlutir hafi breyst til batnaðar á þeim tíma sem liðinn er frá ritunartíma. Í verkinu kynnumst við Guð- mundi (Jóhannes Haukur Jóhann- esson), átta ára strák sem ekki á marga vini í skólanum sökum þess hversu stór eftir aldri hann er auk þess sem hann þykir skrýtinn vegna áhuga síns á vísindum. Dag einn kemur Finnur (Oddur Júlíusson), skólafélagi Guðmundar, og biður hann að fela sig, en Finnur hefur flúið að heiman vegna drykkju föður síns og ofbeldishneigðar. Stærstan hluta verksins er Finnur í felum í herbergi Guðmundar, sem þarf að tileinka sér lygar um málið þó erfitt sé. Allt kemst þó upp að lokum og þá eru sögulokin afgreidd með fullsnyrtilegum hætti. Jóhannes Haukur er einstaklega heillandi í hlutverki Guðmundar og áhorfandanum getur hreinlega ekki annað en þótt vænt um þennan ynd- islega og góða, en um leið vand- ræðalega strák. Oddur er kraftmik- ill Finnur, ekki síst í söngatriðum. Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem leik- ur systur Guðmundar, er sannfær- andi sem pirruð og vonsvikin ung- lingsstelpa sem saknar nærveru foreldra sinna og gerir bróður sín- um ljóst að lítið sem ekkert mun breytast í samskiptum kynslóðanna og því ekkert hægt að gera annað en að sætta sig við stöðuna og bíða eftir fullorðinsárunum. Erni Árnasyni brá fyrir í hlutverki bleyjubarns við mikla kátínu viðstaddra. Gunnar Helgason leikstjóri á hrós skilið fyrir kraftmikla og flotta sýn- dóttur voru ekki síður litríkir og vel útfærðir, þó áhugavert hefði verið að sjá meiri útlitsmun á fullorðna fólkinu og börnunum. Eini hópurinn sem skar sig úr voru unglingarnir í svörtum og allt of víðum fötum, sem var vel til fundið. Þegar Óvitar voru frumsýndir á sínum tíma voru engin söngnúmer í sýningunni og sama átti við í upp- setningu verksins áratug síðar. Árið 2007 var sú leið farin að bæta við nýrri tónlist eftir Jón Ólafsson og að þessu sinni er notast við nýja frum- samda tónlist eftir Moses High- tower. Eðli málsins samkvæmt er þar með búið að breyta leikritinu í söngleik og von að maður spyrji sig hvort ekki sé lengur hægt að setja upp stórar barnasýningar án þess að hafa í þeim fjölmenn tónlistar- atriði. Hins vegar verður ekki annað sagt en að nýju lögin smellpössuðu inn í verkið. Söngtextar Steingríms Karls Teague og Andra Ólafssonar eru einstaklega vel samdir og lögin þjónuðu þeim tilgangi að varpa skýrara ljósi á bæði persónur og framvindu. Ljósmynd/Eddi Kraftmikið „Gunnar Helgason leikstjóri á hrós skilið fyrir kraftmikla og flotta sýningu,“ segir m.a. í leikdómi. Þjóðleikhúsið Óvitar bbbnn Eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjórn: Gunnar Helgason. Sviðshreyfingar: Katrín Ingvadóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar og leikgervi: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Hall- dór Örn Óskarsson. Hljóðmynd: Andri Ólafsson, Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson. Tónlist: Moses Hightower. Söngtextar: Stein- grímur Karl Teague og Andri Ólafsson. Tónlistarstjórn: Andri Ólafsson. Aðal- hlutverk: Jóhannes Haukur Jóhann- esson, Oddur Júlíusson, Ágústa Eva Er- lendsdóttir, Örn Árnason, Urður Heimisdóttir, Ágúst Örn B. Wigum, Diljá Pétursdóttir og Ágúst Beinteinn Árna- son. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleik- hússins 13. október 2013. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Þegar heiminum er snúið á hvolf Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Vök, sigurvegari Músíktilrauna 2013, heldur tón- leika í kvöld kl. 21 á Kex hosteli í tilefni af því að fyrsta stuttskífa hennar, Tension, er komin út á ví- nyl. Um upphitun sér tónlistarmað- urinn Ceasetone, réttu nafni Haf- steinn Þráinsson. Vök skipa þrír ungir tónlistarmenn, Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og Ólafur Alexander Ólafsson og var hljómsveitin stofnuð í desem- ber í fyrra en samstarf meðlima nær þó lengra aftur í tímann. Mar- grét hefur komið víða við í tónlist þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs, tók m.a. þátt í Músíktilraunum árið 2006 með Ólafi í dúettinum Wipeo- ut. „Ég byrjaði að læra sjálf á gítar þegar ég var tíu ára og svo fórum við Óli að fikta saman í Wipeout. Ég hef mikið verið að fikta við að tromma og spila á píanó,“ segir Margrét, spurð að því hvenær hún hafi farið að skapa tónlist. Margrét hefur daðrað við ólíkar tegundir tónlistar, m.a. rokk og rapp en Vök flytur draumkennda raftónlist. „Svo koma indípopp-partar inn á milli,“ bætir Margrét við lýsinguna. Margrét er söngkona hljómsveit- arinnar og leikur einnig á gítar og hljómborð, Andri spilar á saxófón, stýrir tölvu og syngur bakraddir og Ólafur leikur á bassa og gítar. Unnið að breiðskífu -Nú hafa margar farsælar hljóm- sveitir farið með sigur af hólmi í Músíktilraunum. Funduð þið fyrir pressu þegar þið voruð að vinna í fyrstu plötunni ykkar? „Þetta var alveg hellings stress af því fólk býst við miklu af manni eftir að maður vinnur Músíktil- raunir. Við vorum nýbúin að stofna þessa hljómsveit og hún hafði aldr- ei komið fram á tónleikum, áttum þrjú lög þegar við tókum þátt í keppninni. Þannig að við þurftum að semja ný lög strax eftir keppn- ina til að geta spilað,“ segir Mar- grét. Vök er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu og segir Margrét að stefnt sé að því að gefa hana út í byrjun næsta árs. „Við eigum níu lög núna og það eru fleiri í bígerð.“ Hvað tónleikahald erlendis varð- ar segir Margrét að hljómsveitinni hafi borist margar fyrirspurnir að utan um tónleikahald, m.a. hvort hún hefði áhuga á því að leika í Marokkó um áramótin. „Ég held að það verði ekki af því en á næsta ári ætlum við að reyna að fara út fyrir landsteinana,“ segir Margrét. Vök heldur úti Facebook-síðu, slóðin er facebook.com/Vokband. Spenna Tension, fyrsta platan frá hljómsveitinni Vök. Vök var upphaflega dúett en er nú tríó. Ljósmynd af Andra og Margréti prýðir umslagið. „Fólk býst við miklu af manni“  Vök fagnar vínylútgáfu Tension með tónleikum á Kex hosteli í kvöld Nokkrar þeirra kvikmynda sem sýndar voru á nýafstaðinni Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, verða sýndar á Austur- landi á morgun og um helgina og í nóvember. Fyrsti sýningarstaður er Sláturhúsið á Egilsstöðum og í nóvember verða sömu myndir sýnd- ar í Skaftfelli á Seyðisfirði og Hótel Framtíð á Djúpavogi. Sýningar hefjast í kvöld í Sláturhúsinu. Kl. 19.30 verður heimildarmyndin GMO OMG sýnd en í henni er fylgst með baráttu leikstjórans Jeremy Seifert og fjölskyldu hans fyrir því að lifa og borða án þess að taka þátt í óheilbrigðu, ósanngjörnu og eyði- leggjandi fæðukerfi, eins og segir á vef RIFF. Kl. 20 verður sýnd kvik- myndin Indian Summer og á laug- ardaginn heimildarmyndirnar TPB AFK: The Pirate Bay Away From Keyboard, GMO OMG og Valentine Road. Sýningar verða einnig á sunnudag og mánudag og má nálg- ast dagskrá á slaturhusid.is. Hætta? Úr heimildarmyndinni GMO OMG sem sýnd var á RIFF. RIFF-myndir í Slát- urhúsinu, Skaft- felli og á Djúpavogi Bandaríska hljómsveitin Bleached og hin íslenska Muck halda tónleika á Harlem Bar í Reykjavík í kvöld og hefjast þeir kl. 22. Muck sér um upphitun. Bleached leikur hrátt og kraftmikið rokk og mun vera ein vinsælasta jaðarsveit Los Angeles nú um stundir, skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Bleached gaf fyrir skömmu út fyrstu breið- skífu sína, Ride Your Heart sem hefur hlotið jákvæðar viðtökur gagnrýnenda, m.a. einkunnina 4/5 í tónlistarritinu Mojo. Rokksystur Jennifer og Jessie Clavin eru í hljómsveitinni Bleached. Bleached og Muck á Harlem Bar Rokkspurningakeppnin Rock Quiz, keppni í anda sk. „pub quiz“, eða barsvars, verður haldin á Bar 11 í Reykjavík í kvöld kl. 21. Rock Quiz- kvöldin hafa notið mikilla vinsælda á Bar 11 og er þátttaka ókeypis. Annað kvöld verður boðið upp á tónleika pönkrokkhljómsveitar- innar Slugs sem gaf nýverið út plöt- una Þorgeirsbola og hljómsveitin Skelkur í bringu mun einnig leika. Morgunblaðið/Friðrik Svalir Hljómsveitin Slugs árið 2008. Barsvar, Slugs og Skelkur í bringu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.