Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Frásagnarljósmyndun erákveðið form til að miðlaupplýsingum. Oft er þaðgert með því að láta nokk- ur orð eða texta fylgja ljósmyndinni en í mörgum tilvikum segir ljós- myndin sögu án þess að henni fylgi nokkrar útskýringar. Með því að taka myndir af daglegu lífi fólks er hægt að veita ákveðna innsýn í ólíka heima. Annaðhvort með því að sýna eitthvað sem augljóslega vantar eða með því að sýna það sem er frá- brugðið því sem við þekkjum. Þor- kell Þorkelsson hefur gert töluvert af því að festa sögur á filmu í gegn- um árin. „Alveg eins og texti meitlar einhverja setningu í ákveðið form til þess að gefa einhver skilaboð, þá notar maður þetta sjónrænt til þess að segja allt það sem þú getur ekki sagt í texta,“ útskýrir Þorkell. Hann hefur farið í fjölmarga ljósmynda- leiðangra fyrir alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn sem og á eigin vegum, bæði um Mið- Austurlönd, Asíu, Afríku, Rússland og fleiri staði sem eru utan alfara- leiðar, ef svo má segja. Lífsbarátta jarðarbúa hefur verið honum hug- leikin, enda býr fólk við misjafnar aðstæður víða um heim og ekki hægt að segja að allir hafi það jafngott. Ljósmyndir í myndaröð sem hann nefnir „The Survival of the Human Being“ sýna afrakstur margra ferða Þorkels og taka á ýmiss konar mál- um, t.d. fátækt, ógnarstjórn, stríðs- rekstri og mengun. Allt endurspegl- ast þetta í myndunum sem tala sínu máli. Sannar sögur af ótrúlegum veruleika Mynd getur sannarlega sagt meira en þúsund orð. Það er reynsla ljósmyndarans Þorkels Þorkelssonar sem hefur á síðustu tuttugu og fimm árum ferðast um fram- andi slóðir og fest lífsbaráttu annarra á filmu. Hann er leiðangursstjóri í ljós- myndaferð til Kambódíu og Víetnams sem farin verður í mars. Tilgangur ferð- arinnar er að fanga augnablikið og segja sögu ólíks fólks í gegnum ljósmyndir. Morgunblaðið/Kristinn Leiðangursstjórinn Þorkell mun leiða hópinn um áhugaverðar slóðir. Margrét Erla Maack og Steindór Grétar Jónsson ætla að stýra karókí- kvöldi á Harlem bar við Tryggvagötu í kvöld kl. 21. Þau hvetja söngþorpara til að mæta og halda sér við í söng og stuði. Margrét vísar í því samhengi í Gunna Þórðar sem sagði um vin sinn: „Hann var góður söngvari, en hann bara hélt því ekki við. Hann söng ekki einu sinni í baði.“ Þau biðja fólk að hafa í huga að það er skemmtilegra að syngja skemmtileg hressilög en leiðinleg lög. Powerballöður leyfðar. Tveir míkrófónar og lögin þurfa að vera til á youtube í karókíútgáfu. Vefsíðan www.Facebook/Stóra snákakvöldið Snákar Sumir eru miklir vinir snáka og glugga jafnvel með þeim í bók. Stóra snákakvöldið er í kvöld Gaflaraleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Unglinginn eftir Arnór Björnsson 15 ára og Óla Gunnar Gunnarsson 14 ára. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið er einstakt vegna þess að það er skrifað af ung- lingum fyrir unglinga og veitir því skýra og afar fyndna mynd af dag- legu lífi unglinga, samskiptum við foreldra, kennara, jafnaldra og hitt kynið. Í tilkynningu frá Gaflaraleik- húsinu kemur fram að verkið tekur einnig á vandamálum unglinga á al- gerlega óforskammaðan hátt og af lítilli alvöru. Leikritið er ætlað ung- lingum en mælt er með því að for- eldrar og kennarar sjái verkið líka. Leikhúsið varar samt sem áður við því að fólk gæti fengið magakrampa af hlátri. Gaflaraleikhúsið hefur síðustu ár lagt mikinn metnað í vandaðar sýn- ingar fyrir börn og unglinga og er hreykið af því að byrja leikárið með þessari metnaðarfullu sýningu fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra. Endilega … … sjáið Unglinginn Unglingurinn Leikrit fyrir alla. Fjarðarkaup Gildir 17. - 19. okt verð nú áður mælie. verð Lambaprime úr kjötborði ............ 2.898 3.298 2.898 kr. kg Kindainnralæri úr kjötborði ......... 1.498 2.298 1.498 kr. kg KF reykt folaldakjöt .................... 898 1.174 898 kr. kg KF saltað folaldakjöt .................. 898 1.174 898 kr. kg KF lúxus-lambalæri .................... 1.298 1.398 1.298 kr. kg KF krakkabúðingur 63 g ............. 465 798 465 kr. stk. Fjallalambs frosið súpukjöt......... 598 779 598 kr. kg Fjallalambs grillleggir frosnir ....... 998 1.198 998 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði......... 1.298 1.698 1.298 kr. kg Hagkaup Gildir 17. - 20. okt verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut bringa..................... 1.119 1.599 1.119 kr. kg Ísl.naut ribeye ........................... 3.374 4.499 3.374 kr. kg Ísfugl kalkúnabringa .................. 2.699 3.599 2.699 kr. kg Ísfugl kalkúnalundir ................... 2.474 3.299 2.474 kr. kg New Orleans bbq svínarif............ 1.274 1.699 1.274 kr. kg Hvítlauksostabaguette ............... 299 549 299 kr. stk. Kanilbrauð ................................ 399 459 399 kr. stk. Nóatún Gildir 18. - 20. okt verð nú áður mælie. verð Lamba prime úr kjötborði ........... 3.255 3.798 3.255 kr. kg Ungn. hamborgari 90 g úr kjötb. . 159 198 159 kr. stk. Lambalæri úr kjötborði ............... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Grísalundir með sælkerafyllingu .. 2.698 2.998 2.698 kr. kg Bleikjuflök úr fiskborði................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg SS Grand Orange lambafille ....... 4.798 5.998 4.798 kr. kg Þín Verslun Gildir 17. - 20. okt verð nú áður mælie. verð Ísfugl ferskur kjúklingur heill ....... 919 1.149 919 kr. kg Ísfugl BBQ leggir magnpakki ....... 839 1.049 839 kr. kg Wesson grænmetisolía 1,42 l ..... 798 1.059 798 kr. stk. Myllu heimilisbrauð 1/1 ............. 279 398 279 kr. pk. NS rækjusmurostur 250 g. ......... 375 436 1.500 kr. kg Hatting pítubrauð fín 480 g ........ 298 395 621 kr. kg Lambi WC 6 rl hvítar................... 498 698 498 kr. pk. Lambi eldhúsrúllur 3 rl hvítar ...... 379 529 379 kr. pk. Champion-sveskjur steinl. 340 g. 498 559 1.465 kr. kg Champion-rúsínur 500 g ............ 519 698 1.038 kr. kg Helgartilboðin Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þorkell ferðaðist til Búrma fyrir um áratug og er myndaröðin eða myndasagan, eins og má kalla það sem til verður með frásagnar- ljósmyndun, um lífið undir ógnar- stjórn. Mjög áhugaverð mynd það- an sýnir búddamunk á brautar- stöð. „Þarna er ys, þys og læti og hávaði út í eitt. Við erum öll að bíða eftir lest og munkurinn stendur þarna alveg kyrr, einn með sjálfum sér og það er ekkert sem truflar hann. Hann var í fullkom- inni ró og hvíld,“ segir Þorkell um meðfylgjandi mynd. Rósemd mitt í erlinum FRÁSAGNARLJÓSMYNDUN VEITIR INNSÝN Í ÓLÍKA HEIMA Rósemd Fátt virðist geta raskað ró þessa munks á brautarstöðinni. Í dag hefst hádegistaktur í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði, en það er í fimmta sinn sem hádegistaktur er haldinn þar. Takturinn hefst ávallt kl. 12 og lýkur kl. 13, þannig að auðvelt er fyrir vinnandi fólk að koma og vekja líkamsfrumurnar allhressilega og hrista sig inn í haustið með dansi. DJ Annska mun fylla hjörtu fólks með tónlist. Margt skemmtilegt er á dagskrá Veturnótta, sem einnig eru í Edin- borgarhúsinu. T.d. verður myndlist- arsýning myndlistarfélagsins á Ísa- firði og sýning á leikritinu Lofti löngulöpp, en í tilefni 20 ára afmælis Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar mun skólinn setja upp þetta finnska fjölskylduleikrit eftir Sirkku Peltola. Heikki Salo skrifaði tónlist og texta. Miðasala í síma: 856-5455. Opin vinnustofa verður á mánudags- kvöldum kl 19.30 út nóvember og þá er boði upp á leiðsögn faglærðra. Edinborgarhúsið, Ísafirði Dans Hressandi að dansa í hádeginu. Líkamsfrumur vaktar í takti Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com KNÚS OG KOSSAR TILBOÐSVERÐ: 1.990 kr. Verð áður: 3.040 kr. Shea Butter handkrem 30 ml og varasalvi 15ml. Fjórar ilmtegundir: SubtleViolet, Passionate Jasmine, RoseTenderness og Shea Butter. T il bo ði n gi ld a 17 .- 21 .o kt ób er 20 13 eð a m eð an bi rg ði r en d as t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.