Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Gósenland Öskubílanna er beðið með eftirvæntingu á öskuhaugunum í Kambódíu. Lifibrauð margra er fólgið í því að finna verðmæti í ruslinu. Veröldin eins og hún er Í þessari sérstöku ferð sem farin verður í mars, í samvinnu við Rauða krossinn, ferðaskrifstofuna Óríental og Nýherja, verður farið snemma á fætur til að fanga upphaf hvers dags hjá heimamönnum í Víetnam og Kambódíu. „Fiskimennirnir eru til dæmis á ferðinni snemma á morgn- ana og meðal annars þess vegna mun- um við örugglega rífa okkur upp eld- snemma á morgnana. Ef maður lúrir fram til klukkan sjö á morgnana þá er bara allt búið!“ Þeir sem fara í ferðina munu því ekki vera í afslöppun eins og í sólarlandaferð heldur þátttak- endur í alvöru ljósmyndaleiðangri um framandi slóðir. „Það er verið að leiða fólk um menningarlega mikilvæga og fallega staði en líka afkimana og sýna veröldina eins og hún er og mannlífið, af því að frásagnarljósmyndun tekur svo mikið á þessu mannlega og fær fólk til að skynja sína stöðu í heim- inum. Fyrir utan að það er svo mik- ilvægt að segja frá,“ segir Þorkell um megininntak ferðarinnar. Hópurinn verður sennilega ekki mikið fjöl- mennari en fimmtán manns þó svo að ekki liggi nú fyrir hversu margir muni skrá sig í leiðangurinn. Þó svo að suma daga verði farið á fætur fyrir sólarupprás verður að sjálfsögðu slakað á að verki loknu og þess góða notið sem löndin tvö bjóða upp á. Ferðin tekur 16 daga og byggist tölu- vert á samvinnu þátttakenda sem all- ir verða með myndavélar á lofti. „Við þessar aðstæður verður hver og einn að hugsa um velferð hópsins því það er ekki bara leiðangursstjórinn sem gerir það,“ segir Þorkell. Óþrjótandi myndefni Suðaustur-Asía er óþrjótandi uppspretta myndefnis. Mannlífið er mjög fjölbreytt, landslagið fagurt og andstæðurnar miklar. Trúarbrögðin, stjórnmál, leiðtogar og stríðsátök setja svip sinn á daglegt líf íbúanna og er það glöggt auga ljósmyndarans sem oft greinir það sem undir býr. Í ferðinni sem farin verður í mars verð- ur kastljósunum sérstaklega beint að mannúðarmálum og verður Rauði krossinn leiðangursfólki innan hand- ar á ákveðnum stöðum í leiðangr- inum. Þeir sem áhuga hafa á að slást í för með Þorkeli og halda í leiðangur til Kambódíu og Víetnams geta farið á kynningu sem haldin verður í húsa- kynnum Nýherja í Borgartúni þann 29. október klukkan 18. Á kynning- unni segir hann frá fyrri ferðum sín- um á þessar slóðir og sýnir áhrifa- miklar myndir sem segja sögu. Hann heldur einnig úti vefsíðunni www.thorkell.com og er þar m.a. að finna ljósmyndir úr myndaröðinni „The Survival of the Human Being“ sem gefur á vissan hátt tóninn fyrir leiðangurinn í mars. Váin HIV-jákvæð stúlka og bróðir hennar alast upp hjá afa og ömmu. Bað Lítill drengur baðar sig árla morguns fyrir utan heimili sitt. Vinnan Fyllt á vatnsbirgðirnar. Með frásagnarljós- myndun er leitast við að sýna veröldina eins og hún er, mannlífið og það sem þarf að segja frá. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Í dag, eins og tvo síðustu fimmtu- daga, verður boðið upp á ljóðalestur og ljúffengar súpur í hádeginu í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Í þetta sinn ætla leikararnir Bene- dikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir að sjá um upplesturinn auk Jakobs S. Jóns- sonar, skipuleggjanda og ljóðaunn- anda. Einnig er von á óvæntum gesti sem mun lesa uppáhaldsljóðið sitt. Súpurnar sem boðið verður upp á eru gulrótarsúpa og indversk kjúk- lingasúpa. Ljóð, súpa, heimabakað bygg- brauð, húmmus, hvítlaukssmjör og kaffi á aðeins kr. 1.290. Allir eru hjartanlega velkomnir og nú er lag að njóta menningar og mat- ar, ekki amalegt að skella sér saman í notalegt umhverfið á bókasafninu, setjast niður í rólegheitum og gæða sér á súpu og hlusta á ljóðalestur. Svo verður spennandi að sjá og heyra í óvænta gestinum og komast að því hvaða ljóð er hans uppáhalds. Óvæntur gestur mætir Morgunblaðið/Ómar Benedikt Karl Hann mun lesa ljóð. Ljóð og súpa fara vel saman MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 8 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.