Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Það hefur lengi vilj- að loða við borgaryf- irvöld í Reykjavík að vilja rífa eða byggja yf- ir gömul hús og menn- ingarverðmæti og þétta byggð á kostnað þess sem fyrir er. Al- varlegasta dæmið um þessa byggðar- þéttingarstefnu er auð- vitað fyrirætlanir í gildandi aðalskipulagi, um að reisa byggð þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Þær fyrirætlanir varða öryggi allra landsmanna og stefna mannslífum í hættu, auk þess sem þær myndu skapa öngþveitisásand í öllu ná- grenni Vatnsmýrarinnar, yrðu þær að veruleika. Við eigum nýuppgerðan flugvöll í Vatnsmýri, sem þjónar sínu hlutverki vel og á að gera það til frambúðar. „Þétting byggðar“ í miðborginni Árið 2000 vildi R-listinn reisa bíla- stæðakjallara, þar sem nú er land- námssafnið í Aðalstræti. Þetta gekk ekki eftir, enda kom á daginn, að í Aðalstræti hafa fundist elstu mann- vistarleifar í Reykjavík, frá því um og fyrir 870. Fornleifarannsóknir hafa sýnt, að svæðið frá Aðalstræti að Tjörninni er sneisafullt af mannvist- arleifum og fornminjum, enda verið búseta þar um aldir. Mikilvægasta svæðið er vafalítið gamli kirkjugarð- urinn milli Aðalstrætis og Kirkju- strætis, ásamt Landsímareitnum. Þar hyggjast borgaryfirvöld reisa hótel, þar sem menningarverðmæti verða ýmist kaffærð eða eyðilögð, og jafnvel byggt á gröfum liðinna kyn- slóða. Hverfa þarf frá þessum áform- um. Má benda á þá lausn að láta fyr- irhugaða hótelbyggingu fremur koma á Hljómalindarreitnum, en leyfa hljómlistarsalnum Nasa að blómstra áfram og ekki raska frekar ró látinna í gamla kirkjugarðinum. Að mínu mati tilheyrir Landsímareit- urinn íslenskri menningarsögu og hótelbygging á þar ekkert erindi. Engin þörf er fyrir byggingu fleiri tónlistarhúsa í Reykjavík um þessar mundir. Það myndi leiða til sóunar á almannafé og ber vott um einnota hugsun borgaryfirvalda. Fyrir þá sem ekki vita eru nú uppi áform um allt að 800 manna tónlistarsal á Hljómalindarreitnum. Skárra væri að reisa þar hótel, þó að ég telji það varla raunhæft, að reisa fleiri hótel í gömlu mið- borginni. Austurbæjarbíó, Laugavegur og Lækjargata Árið 2003 forðaði undirritaður Austurbæjarbíói frá niðurrifs- fyrirætlunum R-listans. Í kjölfarið flutti hann fjölda tillagna til vernd- unar gamalli byggð og götumynd við Laugaveg, en R-listinn hafði uppi stórtæk áform um niðurrif meiri hluta gamla Laugavegarins og að verslunarmiðstöðvar og hótel risu í staðinn. Fyrirmynd mín í þessum efnum var um margt starfsemi og björgunarstörf Torfusamtakanna, en það er að mestu leyti þeim að þakka hversu falleg og menningarleg Bern- höftstorfan er í dag. Það var rökrétt framhald af þessari baráttu, að í borgarstjóratíð minni voru lóðirnar við Laugaveg 4-6 og Skólavörðustíg 1, ásamt horninu á Austurstræti og Lækjargötu, keyptar og hús end- urreist í anda 19. aldar. Þessi end- unýjuðu menningarverðmæti kallast á við Bernhöftstorfuna og eru í mik- illi mótsögn við verk R-listans í mið- borginni, þar sem „Top-shop“- byggingin í Lækjargötu er æpandi dæmi. Eyðilegging Mýrargötu- og Slippasvæðisins Borgarstjórn Reykjavíkur er að mestu leyti samhljóða í byggðar- þéttingaráformum sínum, bæði við Landsímareitinn og á Mýrargötu- og Slippasvæðinu. Dapurlegt er að sjá stóran byggingarklump við Mýr- argötuna, sem er forsmekkur af því sem koma skal á þessu svæði. Verið er að eyðileggja gamla byggð og menningarsögu og byrgja alla sýn til hafnarinnar hjá íbúum svæðisins. Umferðarvandi er einn af mörgum fylgikvillum þessara fyrirætlana borgarstjórnar, bæði við Landsíma- reitinn og Mýrargötuna. Halda mætti, að það væri vilji borgar- yfirvalda að skemma sem flest menn- ingarverðmæti og valda sem mestum usla í miðborginni og víðar í Reykja- vík. Ég held þó fremur, að borg- arfulltrúar, margir hverjir, hafi villst af leið í hugmyndafræði sinni. Einnota hugsun í Reykjavík Eftir Ólaf F. Magnússon Ólafur F. Magnússon » Verið er að eyði- leggja gamla byggð og menningarsögu og byrgja alla sýn til hafn- arinnar … Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. „Í huga minn er greypt frá barnsaldri, að endurreisn og virðing Skálholts snú- ist ekki aðeins um staðinn sjálfan, kirkjulegt og sögu- legt hlutverk hans, heldur einnig sjálfs- virðingu þjóð- arinnar.“ Úr ræðu Björns Bjarnasonar 2003, þá- verandi dóms- og kirkjumálaráð- herra. Á sjötta áratug tuttugustu aldar vann Skálholtsfélagið að því að endurreisa Skálholtsstað úr þeirri niðurlægingu sem staðurinn hafði liðið fyrir í hartnær tvær aldir. Fé- lagið kom með myndarlegum hætti að uppbyggingunni, ásamt fjöl- mörgum heimamönnum. Auk þess bárust Skálholtsstað margar verð- mætar og veglegar gjafir frá inn- lendum og erlendum einstakling- um, einkum Norðmönnum, sem og frá ýmsum kirkjulegum samtökum. Á sama tíma spurðu aðrir, hver væri tilgangurinn með endurreisn staðarins, þar sem „öll vötn féllu“ þá til Reykjavíkur. Hvert yrði framtíðarhlutverk Skálholts með biskupinn sitjandi í Reykjavík? Þessu svaraði eigandi staðarins, íslenska ríkið, með því að taka myndarlega þátt í endurreisninni og trúa síðan íslensku þjóðkirkj- unni fyrir framtíð staðarins. Það var því fyrir 50 árum að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að færa kirkjunni Skálholtsjörðina að gjöf, með öllum gögnum hennar og gæðum. Íslenska þjóðkirkjan hafði reyndar frumkvæði í málinu, en naut um leið tiltrúar á Alþingi sem og margra alda kirkjusögu á staðn- um. Í texta lagafrumvarps um af- hendinguna eru vangaveltur um framtíð Skálholtsstaðar. Um leið er það talið „eðlilegt“ að horfa til kirkjunnar í þeim efnum. Eftirfarandi er orðrétt úr laga- frumvarpinu: „Til að þessi verð- mæta alþjóðareign megi ávaxtast á kom- andi tímum til sem mestra nytja fyrir þjóðina í andlegu og menningarlegu tilliti þarf frumkvæði og for- göngu, sem sprettur af áhuga, vakandi rækt- arsemi við þá erfð, sem helgar staðinn í meðvitund þjóðarinnar og samtök um að gera hana með tímabærum aðferðum frjóa fyrir nútíð og fram- tíð.“ Skálholtsfélagið hélt áfram að styðja við Skálholtsstað, ásamt fjölda hugsjónafólks nær og fjær, árum saman. En að því kom að fé- lagið lagðist af. Á Skálholtshátið 2013 var stofn- að Skálholtsfélag hið nýja, á grunni hins eldra félags og því sett lög. Fram að fyrsta aðalfundi sem verður 20. júlí 2014 er skipuð bráðabirgðastjórn sem í sitja Guð- mundur Ingólfsson frá Iðu, Hall- dóra J. Þorvarðardóttir, prófastur Suðurprófastsdæmis, Jón Sigurðs- son, rekstrarhagfræðingur og fyrr- verandi skólastjóri, K. Hulda Guð- mundsdóttir frá Fitjum og Karl Sigurbjörnsson biskup. Skálholtsfélag hið nýja boðar nú til málþings um framtíð Skálholts- staðar, laugardaginn 19. október, og væntir góðrar þátttöku allra sem láta málefni Skálholts sig varða. Skálholt – hvað ætlar þú að verða? Eftir K. Huldu Guðmundsdóttur Karólína Hulda Guðmundsdóttir » Á sjötta áratug tutt- ugustu aldar vann Skálholtsfélagið að því að endurreisa Skálholts- stað úr þeirri niðurlæg- ingu sem staðurinn hafði liðið fyrir í hart- nær tvær aldir. Höfundur er varaformaður Skálholtsfélagsins, hins nýja. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fimm á hin Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistar- maður Eyjólfur (Eyfi) Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni róman- tísku og notalegu 3. hæð okkar. Kósíkvöldin hefjast fimmtudaginn 31. október og verða öll fimmtudagskvöld fram að jólum. Fimmtudagskvöldin 31. okt. 7., 14., 21. og 28. nóv. 5.,12. og 19. des. Verð fyrir 3ja rétta máltíð og tónleika 7.290 kr. á mann Borðapantanir í s. 562 7335 ta árið í röð bjóðum við nú upp geysivinsælu „Kósíkvöld með Kósíkvöld með Eyfa Silkimjúkir fætur Loksins fáanlegt aftur! Þökkum frábærar viðtökur Fæst í apótekum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.