Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Tímar án ráða er þrælfínpoppskífa, lögin vel saminog útsetningar vel leyst-ar. Þetta má til að mynda heyra strax í fyrsta lagi plötunnar, „Gleymdu öllu liðnu“, létt rokk- skotið popp af bestu gerð. Svo vindur skífunni fram, lögin góð, söngurinn þekkilegur og hljóðfæraleikur framúrskarandi, en samt er eins og það vanti meira líf í verkið, eða réttara sagt lífsháska. Galli við plötuna er nefnilega sá hugmyndafræðilegi árekstur sem verður þegar maður rekst á til- vistarlega angist í léttu grípandi popplagi, sem að auki er sungið settlega áreynslu- laust: „Já, ég reyndi að öskra og æpa, en orð- in urðu að engu,“ syng- ur Einar í laginu „Tímar án ráða“ þegar mað- ur hefði frekar átt von á hug- ljúfum mansöng, sumri og sól og tralalala. Ekki má skilja þetta svo að ég amist við textunum, þeir eru þrusugóðir, og ekki kvarta ég yfir músíkinni heldur, þetta er með bestu poppskífum sem ég hef heyrt á árinu og útsetningarnar eru hreint hnossgæti, nefni sem dæmi áðurnefnt upphafslag skíf- unnar og lagið „Undirölduna“, sem er framúrskarandi smíð og frábær- lega útsett. Kannski er Einar bara fullalvarlegur, gleymir að þó lífið sé sannkallaður táradalur, þá er sá dalur líka fullur af fjöri og ham- ingju. Þó honum liggi mikið á hjarta skiptir máli hvernig það er framsett – sannast kannski best á laginu „Farvel“ þar sem depurðin er krydduð með kímni. Morgunblaðið/Eggert Gæðapopp Tímar án ráða, fyrsta breiðskífa Einars Lövdahl, er þrælfín poppskífa, lögin vel samin og útsetningar vel leystar. Hugmyndafræði- legur árekstur Rokkkryddað popp Einar Lövdal - Tímar án ráða bbbmn Sólóskífa Einars Lövdahls. Lög og textar eftir hann, en Halldór Eldjárn og Egill Jónsson annast upptökustjórn, útsetn- ingar og hljóðfæraleik. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Skepna sendi í ágúst sl. frá sér sína fyrstu plötu, samnefnda hljómsveitinni, og hefur hún að geyma einfalt og kraftmikið rokk við glúrna texta söngvara og gítar- leikara sveitarinnar, Halls Ingólfs- sonar. Auk Halls skipa Skepnu trommuleikarinn Birgir Jónsson og bassaleikarinn Hörður Ingi Stef- ánsson. Skepna var stofnuð fyrir einu og hálfu ári eða þar um bil og plokk- aði þá bassann Össur Hafþórsson. „Við tókum okkur tíma í að semja þessi lög saman. Það er bannað að semja lög heima hjá sér í þessari hljómsveit, við sömdum þetta á æf- ingum, tókum góðar syrpur og þegar við vorum komnir með átta lög þá fórum við í stúdíó í júní í fyrra og tók- um þetta upp,“ segir Hallur um plöt- una. Spurður að því hvert markmiðið hafi verið með stofnun Skepnu segir Hallur að þeir félagarnir hafi viljað segja sínar sögur, þeim hafi þótt full- mikið af fantasíum í rokkinu og viljað fjalla um daglegt líf. „Við pössuðum upp á að þetta yrði allt saman eðli- legt, það eru engin „over-dub“ á plöt- unni. Við spiluðum þetta bara inn all- ir í einu og það var látið standa. Það er ekkert verið að hlaða þetta meira, við treystum bara á að okkar sögur í okkar flutningi væri nóg,“ segir Hall- ur. „Að þetta væri ekki rokk á ster- um eins og manni finnst þetta vera svolítið í dag. Að þetta hljómaði bara eins og hljómsveit hljómar.“ -Sækið þið innblástur í einhverjar hljómsveitir eða tónlistarmenn? „Nei, það held ég ekki. Ég vinn við tónlist þannig að ég má eiginlega aldrei vera að því að hlusta á tónlist annarra,“ segir Hallur og hlær. Engar predikanir -Þú ert höfundur allra lagatexta á plötunni og þér virðist liggja mikið á hjarta, ef rýnt er í þá. Er einhver rauður þráður í textunum? „Maður bíður bara eftir að fá hug- mynd sem manni finnst eitthvað varið í. En ég get ekki sagt að þetta sé allt persónulegt eða þess háttar. Maður fær líka innblástur frá lög- unum sjálfum, við erum með ein- hvern grunn og hann vekur hugs- anir og tilfinningar. Þaðan spretta oft textarnir.“ -Lögin koma á undan textunum? „Já, alltaf.“ -Textinn við lagið „Hungur“ er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í því syngur þú m.a. um að það vanti allt- af eitthvað, að meira en nóg sé ekki nóg og að óhamingjan sé svört og svöng. „Þetta eru bara sporin sem við er- um í. Það er alltaf verið að ráðleggja okkur eitthvað, segja manni hvað sé hollt, hvernig maður eigi að vera, hvað maður eigi að gera o.s.frv. og maður verður svolítið ráðalaus. Ef ég er ekki með í þessu, er ég þá líka að gera eitthvað vitlaust?“ svarar Hallur en ítrekar að hann sé ekki predika neitt á diskinum, frekar að leita sannleikans og spyrja spurn- inga í stað þess að veita svör. Hamingjuhlaup -Í „Hungri“ er bráðsmellin lýsing á manni sem hættir að hlaupa í miðju Íslandsbankamaraþoni og fer að velta því fyrir sér fyrir hvern hann sé að hlaupa. Hættir þú í miðju mara- þoni? „Ég gæti aldrei hlaupið þetta hlaup. Þetta er ekki saga af mér, þetta er skáldskapur,“ segir Hallur og hlær. -En þetta gæti hafa gerst ef þú hefðir tekið þátt í hlaupinu? „Þá er mjög hætt við því að þetta hefði átt sér stað. Það spanast upp stemning fyrir þessu hamingju- hlaupi, hvað við eigum að vera ánægð með þetta allt saman en maður getur auðveldlega misst sjónar á tilgang- inum. Maður hleypur eitthvað án þess að vita hvert maður er að fara.“ -Myndin sem prýðir umslagið er falleg, samsett mynd af nauti sem stendur í síldartorfu í Kolgrafafirði. Hvað táknar þessi mynd? „Hlutirnir koma oft í öfugri röð. Ég fékk þá hugmynd að það yrði að vera naut framan á plötunni. Mér barst þessi fallega mynd úr Kol- grafafirði, af síld sem gekk þar á land og einhvern veginn small þetta sam- an. Eins og ég les þetta þá er þetta einstaklingurinn á móti hjörðinni eða fíllinn í herberginu,“ segir Hallur. Þeir sem vilja sjá Skepnu í allri sinni dýrð geta gert það á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves. Skepna leikur á Gamla Gauknum, laugardaginn 2. nóvember, kl. 20. Hljómsveitin heldur einnig tónleika í Edrúhöllinni, 29. október. Einstaklingurinn á móti hjörðinni  Skepna gefur út sína fyrstu plötu  Fantasíurokki gefið langt nef  Sungið um daglegt líf og margar gátur þess Skepna Hallur Ingólfsson, Birgir Jónsson og Hörður Ingi Stefánsson. Naut Umslag plötunnar Skepnu. Aðalfundur fulltrúaráðs Listahátíð- ar í Reykjavík var haldinn á föstu- daginn var og kom fram á honum að hátíðin myndi skila hagnaði í árslok og leiðrétta rekstrarhalla síðasta árs. Um 35% tekna hátíð- arinnar eru sjálfsaflafé sem aflað er með miðasölu og samstarfi við bakhjarla og fyrirtæki. Hátíðin í ár var sú fyrsta sem Hanna Styrm- isdóttir stýrir og kynnti hún verk- efni vorsins 2014. Fundinn sátu auk hennar Jón Gnarr, borgarstjóri og formaður fulltrúaráðs, og Illugi Gunnarsson, mennta- og menning- armálaráðherra og varaformaður fulltrúaráðsins, auk fulltrúa þeirra menningarstofnana og -samtaka sem mynda bakland hátíðarinnar. Hátíðin verður haldin í 28. sinn, 22. maí til 5. júní á næsta ári og hafa tvö verkefni hátíðarinnar verið kynnt, unnin í samstarfi við Borg- arleikhúsið og Þjóðleikhúsið. Ann- ars vegar er það Der Klang der Of- fenbarung des Göttlichen, nýtt myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartansson með tónlist eftir Kjartan Sveinsson og verður það sýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins, og hins vegar SAGA, brúðusýning fyrir fullorðna frá leikhópnum Wakka Wakka. Stjórnandinn Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar. Listahátíð skilar hagnaði í ár Morgunblaðið/Styrmir Kári Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 kynning verður 17., 18. og 19. október Sigrún Inga kynnir Voilette De madame, nýju haustlitina frá Guerlain. Sem nærir, styrkir, lyftir og mótar húðina svo um munar. ABEILLE ROYALE THE YOUTH TREATMENT: Sem er eins mánaðar kúr, formúlan inniheldur Pure Royal Jelly. Fullkomin húðmeðferð fyrir þær sem þurfa að byggja húðina upp og vernda vel fyrir veturinn. Glæsilegur kaupauki fylgir þegar verslaðar eru tvær vörur frá Guerlain, þar af eitt krem. afsláttur af öllum snyrtivörum í verslun okkar í október20%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.