Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 10

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 10
10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Hann sýndi samstarfsmönnum sínum stutta klausu sem átti að fara í Dagbókina og hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Í gær féll 11 mánaða barn út um glugga á þriðju hæð vestur á Ránargötu og varð ekki meint af.“ Um þetta voru ekki höfð fleiri orð. Valtýr og Ívar héldu und- ireins af stað vestur á Ránargötu. Þeir töluðu við móður barns- ins, lækninn sem kallaður var að og létu taka ljósmynd af hús- inu til að sýna hvaðan barnið féll. Úr þessu varð forvitnileg frásögn um það sem áður hafði verið ein setning. Þannig mat- reidd vakti fréttin mikið umtal í bænum. Þegar stórtíðindi gerðust lagði Valtýr sérstakt kapp á að ná tali af sjónarvottum. Ívar kvað furðulegt hvað honum hefði stundum tekist að fá upp úr fólki við erfiðar aðstæður með því að gefast ekki upp við að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Af hverju?“, „Hvers vegna?“ og „Hvernig?“ V Árið 1924 var Dagbókin vinsælasta efni Morgunblaðsins og þar birtust helstu fréttir hvers dags. Valtýr tók stærstu fréttirnar út úr Dagbókinni og leyfði þeim að njóta sín annars staðar í blaðinu. Hann beitti sér líka fyrir því að fjölga myndum. Hann lagði áherslu á að gefa út vegleg hátíðarblöð á merkum tíma- mótum. Jafnframt kappkostaði hann að hafa jólablað Morg- unblaðsins stórt og efnismikið. Haustið 1925 ákvað Valtýr svo að hefja útgáfu eins konar helgarblaðs. Það var Lesbókin. Frá upphafi var efni Lesbókarinnar mjög fjölbreytt og fróðlegt, enda féll hún strax í kramið. Allt miðaðist við að efla fréttaflutninginn og gera blaðið við hæfi sem flestra. Byggt var upp net fréttaritara úti um land. Smám saman varð umbrot blaðsins og fyrirsagnir líkara því sem þekktist í erlendum stórblöðum. Breytingarnar varð að gera hægt. Blaðið varð að standa undir sér og er það t.d. skýr- ingin á því hversu lengi auglýsingar voru á forsíðu Morg- unblaðsins. Þegar Valtýr kom að blaðinu var það 4 síður. Undireins og tæknin leyfði var blaðið stækkað, fyrst í 6 síður, svo í 8 og loks 16 síður daglega. Þá gafst meira pláss til að fjalla betur um af- mörkuð efnissvið, svo sem íþróttir, bókmenntir og atvinnulífið. Fastir dálkar bættust við hver af öðrum: „Kvenþjóðin og heim- ilið“, „Iðnaður — Verslun — siglingar“, „Með morgunkaffinu“, „Víkverji skrifar úr daglega lífinu“, svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1931 hóf Valtýr að skrifa „Reykjavíkurbréf“ á laugardags- morgnum sem birtust svo í sunnudagsblaðinu. Óljóst er hversu stórt upplag Morgunblaðsins var árið 1924. Valtýr sagði síðar að 2.700 eintök hefðu verið prentuð en mikið af því hefði verið gefið. Fyrstu tvö árin nær tvöfaldaðist upp- lagið, en síðan jókst það hægt og sígandi þar til það var orðið um 6.000 eintök á árunum 1934–1936. Kreppan mikla setti strik í reikninginn en auglýsingum fækkaði mjög á fyrri hluta fjórða áratugarins. Árið 1937 hófst hins vegar mikið vaxtarskeið sem stóð nær alla ritstjóratíð Valtýs. Jókst upplag blaðsins úr 6.000 eintökum árið 1936 í um 22.000 eintök árið 1950, eða um 260%. Árið 1956, þegar Valtýr lét í reynd af ritstjórastörfum, var upp- lag Morgunblaðsins komið yfir 26.300 eintök. Eitt Morgunblað var þá gefið út á hverja sex Íslendinga. VI Þegar undir lok fjórða áratugarins var Morgunblaðið orðið hluti af daglegu lífi fólks í Reykjavík og víða úti um land. Sífellt fleiri vildu fá Morgunblaðið með morgunkaffinu og brugðust illa við ef blaðið barst ekki á réttum tíma. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sagðist eitt sinn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig á því stæði að margir væru daufir í dálkinn á mánu- dögum. „Það mun stafa af því að þann dag vikunnar eru þeir Morgunblaðslausir,“ sagði hann: „Þeir sakna góðs vinar og finna að blaðið er þeim ómissandi.“ Það sem fólk kunni fyrst og fremst að meta við Morgunblaðið var sú alúð sem blaðið lagði við hvort tveggja, hið smáa og hið stóra. Þegar stórtíðindi gerðust var ekkert blað sem gerði þeim jafn góð skil og Morgunblaðið. En dagsdaglega voru það smálet- ursdálkarnir sem fólk laðaðist að — brandararnir, dagbókin með stuttum bæjarfréttum af fólki, trúlofunartilkynningum og veðurspám, skrif Víkverja úr daglega lífinu, neðanmálssagan, íþróttafréttirnar, o.s.frv. Þá bauð ekkert blað bauð upp á jafn- mikið og fjölbreytt lesefni um helgar, þegar Lesbókin fylgdi blaðinu. Almenningur kunni líka vel að meta þá nærgætni sem Morg- unblaðið sýndi í fréttaskrifum sínum. Blaðið gekk ekki nærri persónu fólks og hélt jafnan aftur af sér þegar hinar venju- bundnu æsingaöldur fóru um íslenskt samfélag. Morgunblaðið var kurteist blað sem áreitti ekki fólk. Loks naut Morgunblaðið þjónustulundar sinnar. Blaðið kom á framfæri upplýsingum sem fólk þurfti á að halda við sitt dag- lega líf og virtist ávallt reiðubúið að greiða götu lesenda sinna. Það myndaðist smám saman lifandi samband milli blaðs og les- enda þess. Það sýndi sig m.a. í því að skrifstofa og afgreiðsla blaðsins í Austurstræti 8 varð fljótlega að eins konar frétta- og upplýsingamiðstöð bæjarins. Jafnóðum og nýjar stórfréttir bárust, eða úrslit kappleikja voru ljós, voru settir fregnmiðar í glugga Morgunblaðsins. Þar myndaðist oft mannþröng mikil. VII Það er algengur misskilningur á Íslandi að dagblað geti ekki verið „hlutlaust“ og áreiðanlegt fréttablað ef það tekur afdrátt- arlausa pólitíska afstöðu í ritstjórnardálkum sínum. Mýmörg dæmi í öðrum löndum mætti nefna um dagblöð sem njóta fyllsta trausts fyrir fréttaflutning sinn þótt þau fylgi einni stjórnmálastefnu og jafnvel einum stjórnmálaflokki fast að málum í ritstjórnargreinum. Í Bretlandi mætti t.d. nefna Gu- ardian, sem er gallhart vinstriblað, og Daily Telegraph, sem er eindregið hægriblað. Bæði blöð njóta almenns trausts fyrir fréttaflutning sinn. Morgunblaðið var blað af því tagi. Valtýr var eindreginn lýðræðissinni og barðist alla tíð hart gegn helstefnunum tveimur, kommúnisma og nasisma. Árið 1937 komst Valtýr svo að orði í blaði sínu: „Við Íslendingar heyjum okkar baráttu fyrir tilverunni á komandi árum á grund- velli lýðræðisins, en einræðisstefnurnar, hvort heldur það er vinstri- eða hægri-villan, fela í sér fullkomna tortímingu á frelsi þjóðarinnar, menningu, andlegum og efnalegum lífsskilyrðum.“ Valtýr sætti hörðum árásum frá fylgismönnum öfgastefn- anna. Þjóðviljinn hamaðist á Valtý árum saman og á heims- styrjaldarárunum síðari bárust Valtý morðhótanir frá nas- istadólgum. Valtýr haggaðist ekki við þær árásir. Má segja að hann hafi verið orðinn brynjaður persónulegum árásum frá Jónasar-tímanum svokallaða, þegar Jónas frá Hriflu gekk úr öllum ham í svívirðilegri ófrægingarherferð gegn Valtý og Morgunblaðinu. Valtýr var dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins eftir að sá flokkur kom til sögunnar. Starfa sinna vegna varð hann mjög náinn forystumönnum flokksins, einkum Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Hann var jafnan samstiga þeim Ólafi og Bjarna í stjórnmálabaráttunni. Eftir að hann varð einn ritstjóri 1947 lét hann þá iðulega ráða ferðinni í stjórnmálaafstöðu blaðsins. Bjarni lagði t.d. sjálfur mikið af mörkum í stjórn- málaskrifum Morgunblaðsins eftir að hann varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins við andlát Péturs Magnússonar 1948 — og tók svo við blaðinu árið 1956 þegar heilsa Valtýs bilaði. Fyrir kosningar breyttist oft ásýnd Morgunblaðsins í nokkra daga og það varð öðrum þræði að pólitísku áróðursblaði. En jafnvel þá var allt annað yfirbragð og annar keimur af Morg- unblaðinu en öðrum blöðum á þessum árum sem var vitaskuld ástæða þess að blaðið öðlaðist sína einstöku stöðu á íslenskum blaðamarkaði. Það segir sína sögu að helstu blaðamenn Morgunblaðsins — t.d. þeir sem unnu lengst með Valtý á blaðinu, Árni Óla, Ívar Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundsson — voru það sem kalla mætti ópólitískir, þ.e. höfðu hvorki sterkar pólitískar skoðanir né mikinn áhuga á stjórnmálaþrætum. Sjálfur virðist Valtýr ekki hafa gert sér neina rellu út af því hvað blaðamenn Morgunblaðsins hugsuðu í pólitík. Hann valdi sér greinilega fólk til samstarfs sem hann gat treyst að myndi ekki misnota aðstöðu sína í þágu skoðana sinna. VIII Í 100 ár hefur Morgunblaðið gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi. Fyrir tilstuðlan Valtýs Stefánssonar og samstarfs- manna hans varð blaðið „the paper of record“ á Íslandi. Það þýðir að Morgunblaðið fékk það orð á sig að vera áreiðanleg- asta, sannorðasta og vandaðasta dagblað landsins og laust við alla æsifréttamennsku. Jafnframt varð blaðið — sem fátítt er um dagblöð af því tagi — að langstærsta og vinsælasta blaði þjóðarinnar. Þetta var sú arfleifð sem Valtýr Stefánsson skilaði í hendur eftirmanna sinna.  Höfundur er rithöfundur og útgefandi og skrifaði ævisögu Valtýs, Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins, sem kom út á 90 ára afmæli blaðsins 2003. Valtýr Stefánsson ritstjóri á skrifstofu sinni á Morgunblaðinu ásamt Guðrúnu Stefánsdóttur, ritara og blaðamanni. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, ásamt starfs- bræðrum sínum Ívari Guðmundssyni og Jóni Kjartansyni á stjórnmálafundi. Tveir formenn Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherrar fyrir aftan, Jóhann Hafstein og Ólafur Thors. Morgunblaðið/Ól.K.M. Starfsfólk ritstjórnarinnar stillti sér upp ásamt ritstjórum á 40 ára afmæli Morgunblaðsins. Sitjandi frá vinstri: Sigurlaug Bjarnadóttir, Árni Óla, Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Anna Bjarnason. Standandi: Sverrir Þórðarson, Þorbjörn Guðmundsson, Matthías Johannessen, Þorsteinn Thorarensen og Atli Steinarsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.