Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg Þróttmikill fjölmiðill með 100 ára sögu Hjá Árvakri starfar samhent áhöfn að því að færa landsmönnum fréttir í Morgunblaðinu og á mbl.is. Á aldarafmæli Morgunblaðsins horfa starfsmenn á þróttmiklum fjölmiðli til framtíðar með 100 ára arfleifð að veganesti, tilbúnir að bjóða upp á góða og vandaða blaðamennsku hver sem þróunin verður á fjölmiðlamarkaði. 14 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 É g ætlaði snemma að verða blaðamað- ur,“ segir Guðmundur Sveinn Her- mannsson, fréttastjóri Morgunblaðs- ins, en hann hefur verið viðloðandi blaðamennskuna frá því að hann skrifaði í skólablaðið á menntaskólaárunum. „Á háskólaárunum byrjaði ég að skrifa bridsþætti í Tímann og fékk sumarvinnu út á það, og síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Guðmundur segir starfs- umhverfið vera annað nú en þá. „Tæknin hefur breytt öllu verulega, en í sjálfu sér breytist eðli blaðamennskunnar ekki mikið,“ segir Guð- mundur og bætir við að stóra breytingin sé einkum auðveldara aðgengi að upplýsingum. „Það er auðveldara að nálgast upplýsingar nú en þá og auðveldara að ná í fólk, það eru allir með farsíma eða tölvupóstfang.“ Fjóra tíma að senda ljósmyndir Sú var ekki raunin í upphafi ferilsins. „Það var oft svo að ekki var hægt að ná í viðmælendur í síma fyrr en þeir var komnir heim úr vinnu og búnir að borða kvöldmat,“ segir Guðmundur. Úrvinnsla frétta átti það því til að teygjast langt fram á kvöldin, vegna þess hve langan tíma það tók að afla upplýsinganna. Í því samhengi eru Guðmundi minnisstæðar vinnuferðir til útlanda fyrir tíma netsins. „Þetta voru einkum staðir sem tengdust sjávarútvegi og langt í burtu frá höfuðborgunum. Þá fóru oft einn til tveir dagar í það að stilla tölvuna og tengjast við tölvukerfi blaðsins og finna leið til þess að senda ljósmyndir til Íslands.“ Hann rifjar upp þegar hann fór til Yokohama í Japan árið 1991 til þess að fylgjast með heims- meistaramótinu í brids, þar sem Íslendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. „Ég gat tengst símakerfinu hér og sent textann minn eins og ekkert væri en ljósmyndirnar voru allt annar handleggur. Eina leiðin sem ég fann til þess var að fara á Reuters-skrifstofuna í Tókýó með lest og framkalla myndirnar hjá þeim og símsenda til Íslands. Það tók tvo tíma, og ég beið á meðan og tók svo lestina til baka til Yokohama, klukku- tíma hvora leið. Einhverjir hefðu farið að æsa sig yfir seinlætinu!“ segir Guðmundur og hlær. Guðmundur segir að starf fréttastjórans sé margþætt, hann þurfi að fylgjast vel með og leita uppi áhugaverð viðfangsefni, útdeila þeim verkefnum sem komi á borð blaðsins og stilla fréttasíðunum upp. Hann bendir á að Morgunblaðið hafi breyst mikið síðasta áratuginn til þess að laga sig að breyttum neysluvenjum fólks. „Netið hefur orð- ið á þeim tíma hluti af daglegu lífi og fólk getur fylgst þar jafnharðan með því sem er að gerast. En í blaðinu verður að vera annað efni en fólk hefur lesið á netinu daginn áður.“ „Ekki láta Gumma vita!“ Guðmundur var fréttastjóri mbl.is í fjórtán ár. Hann segir mikinn mun á því að vera frétta- stjóri blaðs, sem kemur út einu sinni á dag og fréttavefjar, sem stöðugt þarf að uppfæra, „og ég þurfti að læra alveg ný vinnubrögð og til- einka mér nýja hugsun, bæði þegar ég tók við mbl.is og raunar einnig þegar ég snéri aftur á Morgunblaðið í fyrra,“ segir hann. Á meðan mbl.is sleit barnsskónum var nokk- uð um að blaðamenn Morgunblaðsins voru treg- ir til að deila fréttunum sínum með mbl.is. „Ekki láta Gumma vita,“ heyrðist þá hvíslað úr sumum hornum. Guðmundur segir að það hafi verið skiljanlegt. „Þegar maður gefur út dag- blað og er með góða frétt, þá vill maður ekki sjá fréttina sem maður telur sig sitja einan að koma annars staðar, hvað þá í vefmiðli undir hatti sama fyrirtækis.“ Guðmundur segir að þetta hafi verið heilbrigð samkeppni sem hafi komið báðum miðlum til góða. „Sum átök eru bara holl ef þau eru á jákvæðum forsendum.“ Engin af spánum hefur ræst „Ég hef reynt að fylgjast með umræðum um þróun fjölmiðla og tækninnar síðustu árin og hverju menn búast við, og sýnist að það eina sem þessar spár eiga sameiginlegt sé að engin þeirra hefur ræst fullkomlega,“ segir Guð- mundur. Þar komi tvennt til, annaðhvort hafi þróunin sem fólk ímyndaði sér verið mun hæg- ari en talið var, eða þá að óvæntar nýjungar hafi komið fram á sjónarsviðið sem gerbreyttu hug- myndum manna. Guðmundur gefur því lítið fyrir spádóma um að dagblöð fari að leggja upp laupana í bráð. „Morgunblaðið byggist á mjög langri hefð og það hefur verið óragt við að tileinka sér tækni- nýjungar. Og hver sem þróunin verður almennt á fjölmiðlamarkaði á blaðið að vera vel í stakk búið til að standa sig í þeirri samkeppni; það verður áfram eftirspurn eftir vandaðri og góðri blaðamennsku. “ Við byggjum á mjög langri hefð Guðmundur Sveinn Hermannsson, fréttastjóri Morgun- blaðsins, segir blaðið hafa verið óragt við nýjungar. Morgunblaðið/Golli Guðmundur Hermannsson fréttastjóri segir að tæknin hafi haft miklar breytingar í för með sér og auðveldað öflun upplýsinga, en blaðamennskan sjálf hafi í eðli sínu lítið breyst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.