Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 28

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 28
28 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Ól.K.M. Matthías Johannessen og Hannes Pétursson við Morgunblaðið. Forsíðan 17. maí, 1960 þegar toppfundurinn splundraðist. Morgunblaðið/ÓL.K.M. Á ritstjórn Morgun- blaðsins árið 1958, ári áður en Matt- hías verður ritstjóri blaðsins:Haraldur Hamar, Matthías, Sigurður A. Magn- ússon og Þorbjörn Guðmundsson ræða saman um fréttir og annað efni Morgunblaðs- ins næsta dag. Vitanlega hefur margt gerst á löngum ritstjóraferli skáldsins. Matthías segir að hann hafi aldrei upplifað meiri gleði í starfi en þegar greint var frá því á allri forsíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 14. janúar 1960, að togarinn Úr- anus væri fundinn og skipshöfn hans heil á húfi. Fyrirsögn aðalfréttarinnar var: Úranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi. Undirfyrirsögnin var: Fagnaðarbylgja fór um Reykjavík, er gleðitíðindin bárust. Fram kom í þessari gleðifrétt, að ekkert hafði spurst til Úranusar frá því á sunnudagskvöldinu eða í þrjá sólarhringa og skýringin hafi verið sú að senditæki togarans voru biluð. Í minningargrein um Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara Morgunblaðsins um áratuga skeið, sem birtist 26. nóvember 1997, segir m.a.: „Matthías Jo- hannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir frá því í sýningarskrá frétta- ljósmyndara 1977, að hann hafi óskað eftir myndinni (sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins með fréttinni um Úranus 17 árum áður – innskot blm.) því fólk þyrfti að sjá hana til þess að trúa að Úranus væri ofansjávar. Hann lýsir síðan baráttu Morgunblaðsmanna við að fá filmuna hjá varnarliðsmönnum, sem sögðu hana ekki sýna neitt að gagni. Það væri engin leið að þekkja skipið af myndinni. Matthías segir Ólaf K. Magnússon þá hafa sagt: „Ef ég fæ filmuna, skal ég framkalla Úranus.“ Það fannst varnarliðsmönnum ótrú- legt, en létu myndina samt af hendi eftir nokkurt þref. Næsta dag, 14. janúar 1960, birtist Úranus auðþekkjanlegur á forsíðu Morgunblaðsins … Á tutt- ugu ára ritstjóraferli mínum þykir mér vænst um þessa forsíðu Morgun- blaðsins – og þessa mynd,“ sagði Matthías jafnframt í sýningarskránni. Ekkert hefur breyst í þeim efnum, því Matthías sagði, þegar hann var beðinn að rifja upp gleðilegasta viðburðinn á 42 ára ritstjóraferli sínum: „Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég hef aldrei haft jafnmikla ánægju af starfi mínu sem ritstjóri og þegar við birtum fréttina um að Úranus væri fundinn og myndina af togaranum með, í janúar 1960. Þá sagði Morgunblaðið þjóðinni frá því að á milli 25 og 30 sjómenn væru lifandi, sem höfðu verið taldir af. Þetta voru einhver gleðilegustu tíðindi sem Morgunblaðið hefur birt.“ Gleðitíðindin voru Úranus fundinn Forsíða Morgunblaðsins 14. janúar 1960 þegar blaðið gat birt þá gleði- frétt að Úranus væri fundinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.