Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 ára afmæli sitt á íslensku, heldur „fokking ógeð“ mállýsku eins og segir í nýrri og ágætri skáldsögu um sársauka samtímans eftir eitt af morgunblaðseggjunum, en þau eru mörg og marg- vísleg eins og svartfuglseggin. ____ Það er ekkert auðvelt að setja sig í stellingar og fara að rifja upp öll árin sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þegar ég hætti á blaðinu um áramótin 2000-2001, þá hófst bara nýr kafli í lífi mínu, þar sem ég er að velta fyrir mér þeim bókum sem ég hef verið að skrifa og einbeiti mér að því að ljúka því verki.“ ____ – Matthías, þú gjörbreyttir menningarlegri umfjöllun Morgun- blaðsins, opnaðir blaðið upp á gátt og alveg sama hvað kalda stríð- inu leið og gallhörðum leiðurum og Reykjavíkurbréfum gegn heimskommúnismanum og Sovétríkjunum, þá tókst þér að hefja menningarlega umfjöllun blaðsins upp fyrir argaþras stjórnmál- anna. Er það ekki rétt hjá mér að þú hafir stundum fengið það óþvegið, vegna þess að þú skrifaðir vinstrisinnaða rithöfunda og skáld beinlínis inn í blaðið? „Ég hafði sjaldnast gaman af þessum íslenska, pólitíska út- synningi. Var reyndar alltaf að vona að stytti upp, en því réð ég engu um. Það er alveg rétt hjá þér, að ég gerði mér far um að skrifa helstu skáld og rithöfunda inn í Morgunblaðið. Flestir held ég hafi orðið undrandi þegar ég skrifaði samtal við Stein Steinar. En það reið nú líka 7,5 á Richter skjálfti yfir marxistana á Íslandi þegar Í kompaníi við allífið kom út á sjö- tugsafmæli Þórbergs 1959.“ ____ Matthías segir í formála að bókinni Í kompaníi við Þórberg, sem inniheldur: Í kompaníi við allífið og Enn um Þórberg og kom út 30 árum síðar, eða 1989, að Þórbergur hafi verið í mikl- um vafa um birtingu þegar hann sýndi honum fyrsta handritið, enda harla nýstárleg ritsmíð á þeim tíma. Þórbergur hafi þá beðið ráðgjafa sinn í bókmenntum að lesa handritið. „Þessi „dómari“ var Snorri Hjartarson og á ég honum skuld að gjalda,“ segir Matthías í formálanum. „Þessi skjálfti marxistanna hafði engin áhrif á mig. Með okk- ur Þórbergi var góð vinátta og engan rithöfund mat ég meir,“ segir Matthías. „Skýringin á því að ég vildi skrifa þessi skáld og rithöfunda inn í Morgunblaðið, Stein, Þórberg, Halldór Kiljan og fleiri, var vitanlega sú, að mér fannst blaðinu bera skylda til þess að kynna fyrir lesendum sínum okkar helstu rithöfunda sem og aðra listamenn, burtséð frá pólitískri skoðun þeirra. Þótt Kiljan hafi verið stalínisti um tíma breytti það engu um snilld hans. Mér finnst rétt að nefna það að Halldór Laxness og Valtýr Stefánsson, sem höfðu verið ágætir mátar, urðu ósattir, nokkru áður en ég varð ritstjóri. Held það hafi verið pólitískur ágrein- ingur og eitthvað annað, sem olli því. Þetta var arfleifðin sem ég tók við, hvað varðaði nóbels- skáldið, en ég lét það ekki aftra mér frá því að leiða Kiljan inn á síður Morgunblaðsins. Það gladdi mig mikið, skömmu eftir að samtal mitt við Stein Steinar birtist í Morgunblaðinu, að ég hitti Jóhann Hafstein á götu í miðbænum, og hann lýsti sérstakri ánægju sinni. „Þetta er nýtt,“ sagði hann. Þegar ég fór á vegum Bjarna heitins Benediktssonar að Gljúfrasteini, að hitta Halldór til að bjóða honum stuðning í for- setakosningum, sagði Bjarni: „En farðu ekki skríðandi!“ Halldór hafði vit á því að hafna boðinu. Vissulega höfðu ýmsir sjálfstæðismenn fyrirvara á samskiptum okkar Halldórs, en Bjarni treysti okkur báðum. Þannig var húmor Bjarna á mörkum alvarlegrar fyndni.“ ____ Matthías segir kalda stríðið hafa verið þrekraun og óskemmtilegt með köflum. Hann hafi til dæmis farið sem blaðamaður til Berlínar í júní 1953, þegar byltingin í Þýskalandi var gerð. „Ég talaði við marga flóttamenn og fólk sem var verið að gera afturrækt við Brandenborgarhliðið, yfir til austurhlutans. Það var átakan- legt. Það var eins og verið væri að reka fólkið út í opinn dauð- ann. Þegar ég skrifaði um þessa reynslu og birti myndir með varð ég að láta setja breitt strik yfir augu þeirra sem voru á myndunum, svo ekki væri hægt að þekkja þá og ofsækja ætt- fólk þeirra og vini. Þegar þetta var skrifaði Kristinn E. Andrésson litla grein í Þjóðviljann, þar sem hann sagði að ég hefði farið til Berlínar með bundið fyrir augu. En svo því sé haldið til haga, þá urðum við Kristinn miklir mátar síðar, enda dugði svartur húmor ekki í kalda stríðinu. Það fjallaði ekki um vexti og skuldavanda, held- ur líf og dauða. ____ Það varð að ákveðinni ástríðu hjá mér að fylgjast sem gleggst með því sem var að gerast í Evrópu á þessum árum. Átökin grimm og heiftin mikil. Ég fór til dæmis til Parísar og átti samtal við Abram Terts, höfund þeirrar frægu bókar Rétt- ur er settur. Það var ánægjulegt á þessum árum, að fólk kunni að meta öflugan fréttaflutning Morgunblaðsins af átökunum, ekki síst í Evrópu. Þannig er það minnisstætt þegar ég fór til Parísar og sendi fréttir heim í maí 1960, en þá hafði ég aðeins verið rit- stjóri í tíu mánuði. Tilefni fararinnar var leiðtogafundur þeirra Krúsjeffs og Eisenhowers, sem fór að vísu út um þúfur.“ Í Morgunblaðinu 17. maí 1960 sagði í fimm dálka fyrirsögn efst á forsíðu: Toppfundur splundrast? Og undirfyrirsögnin er: Krúsjeff tekur aftur heimboð til Eisenhowers og setur úrslita- kosti. Og í annarri frétt frá Matthíasi á forsíðunni var fyrirsögnin: Krúsjeff breytti hótun í móðgun. Blaðamaður hefur fyrir satt að við þennan fréttaflutning og fréttaskýringar Matthíasar í kjölfar fundarins hafi ýmsir lýst Morgunblaðinu sem heimsblaði. Um slíkan vitnisburð er rit- stjórinn fyrrverandi ófáanlegur að tjá sig. Blaðamaður ætlar að minnsta kosti að leyfa sér að vekja at- hygli á því, hversu öflugur tíu mánaða ritstjórinn var í frétta-, fréttaskýringa- og greinaskrifum sínum, nýorðinn þrítugur. Á forsíðu Morgunblaðsins hinn 20. maí 1960 stóð í yfirfyrir- sögn Matthías Johannessen lýsir blaðamannafundi Krúsjeffs. Og aðalfyrirsögnin var þessi: Reiddur hnefi og bros til skiptis. Þar kom fram að á milli tvö og þrjú þúsund blaðamenn hefðu hlýtt á mál Krúsjeffs í París. Þar sagði m.a. að Krúsjeff hefði sagt að Rússar myndu „halda áfram friðsamlegri sambúð við aðrar þjóðir …“ og: „Ennfremur lýsti hann því yfir, að hann héldi við stefnu sína um að gera Berlín að fríríki.“ ____ Matthías rifjar upp baráttu Morgunblaðsins fyrir því að for- eldrar Vladimirs Ashkenazys fengju að heimsækja son sinn og tengdadótturina íslensku, Þórunni Jóhannsdóttur. Sú barátta stóð í átta ár og leyfið var loks veitt 1976. Af þessu tilefni segir Matthías: „Ég sagði í leiðara um þessar mundir að Íslendingar ættu að bjóða Alexander Solzhenitsyn dvalarleyfi á Íslandi, en því voru ekki allir þingmenn sammála. Þá gætum við sent varnarliðið aftur heim til Bandaríkjanna. Engum Rússa dytti í hug að hernema land þar sem Solzhenit- syn byggi. Það yrði eins og gleypa broddgölt!“ Matthías segir að sér sé ekki síst minnisstætt þegar hann átti samtöl við Arthur Miller í New York. „Þau voru síðan notuð af verjendum skáldsins, þegar mál hans kom fyrir óamerísku nefndina,“ segir Matthías. Þetta var á McCarthy-tímanum. Matthías átti einnig samtal við McCarthy í Washington. „Ég undraðist hvað McCarthy vissi mikið um vinstristefnu Hannibals Valdimarssonar. Eftir þetta samtal var ég stundum kallaður „McCarthyistinn, hr. Jo- hannessen“ í Þjóðviljanum. ____ Heilinn tók því vel, en hjartað sló hraðar! Allt kostaði þetta sitt,“ segir Matthías að lokum. „Ritstjóri og skáld, það fer ekki alltaf saman.“ Morgunblaðið/Þorkell Hjónin Hanna og Matthías Johannessen við ljóðaskilti með ljóði Matthíasar að Sólheimum í Grímsnesi. Þau voru hjón í 56 ár, en Hanna lést vorið 2009. Matthías segir Hönnu hafa verið besta vin sinn og sterkasta bakhjarl. Þröstur Helgason, þá ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu, rit- aði grein um samtalsbækur Matthíasar í sérstaka útgáfu Morgunblaðsins fyrir tíu árum, hinn 2. nóvember 2003, þeg- ar þess var minnst með ýmsum hætti að Morgunblaðið væri orðið 90 ára gamalt. Í grein Þrastar segir m.a.: „Í fyrsta brotinu sem birt er hér úr samtölum Matthíasar Johannessen segist hann aldrei nota segulband er hann ræðir við viðmælendur sína. Þegar Matthías hóf að skrifa samtöl í Morgunblaðið í byrjun sjötta áratugarins var segulbandið sennilega ekki komið til sög- unnar, að minnsta kosti datt engum í hug að rogast með slíka græju á fund annars manns að spjalla. Matthías vand- ist á að notast við blað og blýant og þannig vann hann alltaf sín samtöl. Og þau bera þess merki. Skýr merki. Í stað þess að lesandinn heyri suð segulbandsins í gegnum textann þá heyrir hann höfund samtalsins hlusta, horfa, hugsa, já og skrifa. Samtöl Matthíasar eru skrifuð. Þau eru ekki spiluð af bandi. Þau eru beinlínis samin af höfundi sínum. Auðvitað eru þau samin undir beinum áhrifum af því sem viðmæland- inn sagði og gerði meðan á samtalinu stóð, en orðin sem standa á blaðinu eru höfundarins, þess sem skrifaði sam- talið. Þessi áhersla á höfundinn í samtölum Matthíasar er mikilvæg. Hann dregur sjálfur fram mikilvægi hennar með tveimur hugtökum, annars vegar um spyrilinn og hins vegar um spyrðilinn. Hið síðarnefnda lýsir því að viðmælandinn er í raun spyrtur við spyrilinn. Spyrillinn er hreyfiafl samtalsins, hann hefur samtalið, hann er upphafsmaður þess, hann er höfundur þess því að hann spyr og skrifar síðan það sem sagt er. Spyrðillinn er viðfangið. Hugtakið spyrðill lýsir ekki vanvirðingu á viðmælandanum heldur virðingu á samtölum sem bókmenntaformi. Og hér er orðið bókmenntir notað að yfirlögðu ráði. Samtöl Matthíasar eru bókmenntir eins og blaðasamtöl geta sannarlega verið. Þeim er ekki aðeins ætl- að að koma upplýsingum á framfæri eða miðla skoðunum viðmælenda, eins og langflest blaðaviðtöl nú um stundir, heldur er þeim einnig ætlað að vera persónulýsing. Í sam- tölum Matthíasar er ekki bara spurt og svarað, í þeim er einnig sviðsett, í þeim er að finna höfundarinnskot – og í þeim er spyrðillinn iðulega látinn mæla að sínum hætti, með sínu persónulega orðfæri. Hann fær að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Heyri hann illa segir hann ha! í samtalinu, verði hann undrandi lætur hann það í ljós með einhverjum hætti, misskilji hann eitthvað þá verður svo að vera, vilji hann kveikja sér í vindli þá gerir hann það að les- andanum „sjáandi“ o.s.frv. Það er með öðrum orðum eins og að detta ofan í skáldsögu að lesa samtal eftir Matthías. Ástæðan er vafalítið sú að þau eru samin af höfundi sem ber ótakmarkaða virðingu fyrir viðfangsefni sínu …“ Samtöl Matthíasar „Eins og að detta ofan í skáldsögu“ Morgunblaðið/Ól.K.M „Flestir held ég hafi orðið undrandi þegar ég skrifaði viðtal við Stein Steinarr.“ Matthías á góðri stund með Magnúsi Þórðarsyni, Jóni Eiríkssyni, Steini Steinarr og Skúla Benediktssyni, Morgunblaðið/Ól.K.M „En það reið nú líka 7,5 á Richter skjálfti yfir marxistana á Íslandi þegar Í kompaní við allífið kom út.“ Þórbergur og Matthías ræða saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.